Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2016, Blaðsíða 23

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2016, Blaðsíða 23
23Eyjafréttir / Miðvikudagur 27. júlí 2016 hegðun, en við sem samfélag getum kannski aukið gæsluna, hugsað t.d. um Dalinn okkar sem lítið þorp þar sem allir eru vinir, að við megum vera eins og okkur líður best, að við megum djamma, hlæja og dansa, megum jafnvel langa en hætta svo við, því það má líka. En við getum þá haft í huga að passa upp á hvert annað og koma fram við hvert annað af virðingu og velvilja. Með forvörnum getum við minnt á tilvist þessa glæps svo allir séu á tánum um að þetta gerist í alvörunni en að þetta sé engan veginn í lagi,“ sagði Jóhanna Ýr. Allir vilja leggja sitt af mörkum Nú er fimmta ár forvarnarhóps sem í daglegu tali er kallaður Bleiki fíllinn. Hann varð til í kjölfar fyrstu Druslugöngunnar sem haldin var hér í Vestmannaeyjum og hefur starfað í nánu samstarfi við Þjóðhátíðarnefnd. „Vestmannaey- ingar hafa tekið þessu átaki fagnandi. Það er mikill velvilji hjá bæjarbúum því allir vilja leggja sitt á vogarskálarnar til að reyna að útrýma þessum ógeðslega glæp. Og munum að þetta starf okkar væri ósýnilegt nema fyrir ykkur. Það eru Vestmannaeyingar sem sjá til þess að merki Bleika fílsins séu um allan Dal. Það eru Vestmannaeyingar sem reyna að segja frá þessu starfi. Hér byrjaði þetta átak sem á sér engan líka annars staðar á landinu.“ Látum okkur aðra varða Jóhanna Ýr nefndi að hvergi er öryggisgæsla jafn öflug á útihá- tíðum eins og hér né jafnvel menntað áfallateymi. Og hvergi eru svona forvarnarhópar starfandi. „En takið eftir nafni hópsins. Forvarnir. Við erum að reyna að koma í veg fyrir að glæpurinn eigi sér stað, því það er auðvitað það sem væri langbest. Og hvað getum við gert í því? Við getum opnað umræðuna um mikilvægi samþykkis í kynlífi. Við getum betrumbætt fræðslu í skólum með því að hvetja fram- tíðarkynslóðir til jafnréttis í umræðunni um kynlíf. Að ekki bara strákar hafi löngun í kynlíf, að kona er líka kynvera, að það megi skipta um skoðun, að líkami annarrar manneskju sé hennar eign. Við getum grett okkur ef við heyrum nauðgunarbrandara og bent viðkomandi á að þetta sé nákvæm- lega ekkert fyndið. Við getum verið dugleg að auka samkennd, ef við sjáum drukkna manneskju að láta okkur hana varða, hvort sem hún liggur úti á miðri umferðargötu eða í horni á bar. Að fá bæði kynin til að sjá að þetta er ekki árás á einn eða neinn, bara hróp á hjálp því við munum aldrei leysa þetta nema ef allir hjálpast að. Og hreinlega leggja meiri áherslu á einfalda staðreynd: Bera virðingu fyrir öðrum, hvað þá líkama þeirra.“ Pollagalli og lopapeysa teljast seint eggjandi Jóhanna Ýr sagði að ala verði börn upp með þetta í huga. Hætta að vera teprur og ræða þessi mál opinskátt. „En ef glæpurinn gerist, þá verðum við líka að skoða hvað við getum gert. Það er markmið Druslugöng- unnar að vekja fólk til umhugsunar um viðbrögð þeirra gagnvart brotaþolum. Að hætta að ýja að því að brotaþoli beri á nokkurn hátt ábyrgð á því sem gerðist. Því sá eini sem ber ábyrgð er gerandinn. Við getum sagt brotaþolum að við trúum þeim. Að engin manneskja kalli nokkurn tímann yfir sig að vera nauðgað. Að t.d. klæðnaður skipti þar engu. Enda eru útihátíðir feykigott dæmi um að klæðnaður skipti nauðgara varla miklu máli. Pollagalli og lopapeysa teljast seint eggjandi outfit. En eins og ég sagði áðan þá viljum við sem forvarnarhópur koma í veg fyrir þennan glæp. Og ef við getum bætt fræðslu, verið dugleg að opna umræðuna, hætta að vera meðvirk með gerendum, þá vonandi mótum við nýjar kynslóðir sem munu hnussa yfir barbarismanum í okkar þjóðfélagi í dag,“ sagði Jóhanna Ýr og hélt áfram: Ég er þreytt „Ég er þreytt. Ég er þreytt á að berjast við samfélag sem eyðir dýrmætri orku í rifrildi þegar vandamálið starir á okkur. Ég er þreytt á að reyna að vinna gegn ömurlegum glæp í samfélagi sem er ekki lausnamiðað. Ég er þreytt á að berjast við samfélag sem vill eyða tíma í að vera ósammála um smáatriði, vitandi að það er sammála um stóru atriðin. Við viljum ÖLL útrýma þessum ömurlega glæp, við erum öll í sama liðinu þegar kemur að því. Ein- blínum á það. Vinnum saman. Höldum samtalinu opnu, hlustum á hvað aðrir hafa að segja og reynum að finna lausnirnar. Öðruvísi á þessi draumur okkar ekki séns,“ sagði Jóhanna Ýr að endingu og var mikið klappað. Dóra Björk: Læri af reynslu félagsins og hlusta á gagnrýn- israddir „Við erum samankomin hér í dag vegna hinnar árlegu Druslugöngu. Við mætum til að sýna samhug í verki. Að við fordæmum þennan glæp, að við finnum til með brotaþolum, að við erum meðvituð um og viljum horfast í augu við þetta vandamál í samfélagi okkar. Að minna brotaþola og aðstand- endur á að enginn ber ábyrgð á glæpnum nema sá sem nauðgaði. Þó er viss varnagli á þessari síðustu setningu, ekki satt? Við sem samfélag gerum vissar kröfur til okkar um að við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að þessi glæpur eigi sér stað. Hvað getur samfélagið gert til að sporna við nauðgunum? Forvarnir og aukin gæsla er það fyrsta sem okkur dettur í hug,“ sagði Dóra Björk í upphafi ræðu sinnar. Hún vísaði til þess að hún er grunnskólakennari að mennt, móðir fjögurra barna og undanfarin rúm þrjú ár hefur hún starfað sem framkvæmdastjóri ÍBV. „Það er kröfuhart starf sem snýr að mörgu. Stór hluti starfsins fer í að sjá um eina stærstu útihátíð landsins, þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Ég reyni að vanda mig, gera það vel. Ég reyni að læra af reynslu félagsins, hlusta á gagnrýnisraddir svo að þessi rótgróna hefð í minni heimabyggð heppnist eins vel og mögulegt er. Sem kona, móðir og jafnréttissinni á ég þó erfitt með að kyngja að Þjóðhátíðarnefnd, jafnvel Vest- mannaeyingar allir með tölu, séu sakaðir um að stinga hausnum í sandinn þegar kemur að nauðg- unum á hátíðinni okkar. Því ef við skoðum hvað við, sem að henni stöndum, getum gert eru það aðallega tveir hlutir: forvarnir og aukin gæsla.“ Margt verið gert Dóra Björk sagði gæslumál líklega ívið stærri og flóknari en nokkur hátíðargestur gerir sér í hugarlund. Fyrir utan stóran hóp fólks sem sinnir gæslu eru eftirlitsmyndavélar. „Við höfum kynjaskipt salernum og sífellt minnum við fólk á að haga sér vel, taka vel eftir umhverfi sínu, sýna samkennd og ekki hika við að hnippa í gæslufólkið okkar ef það sér eitthvað athugavert. Þetta síðasta hefur verið að skila sér margfalt núna síðastliðin ár. Núna er fimmta ár Bleika fílsins, sem er forvarnar- hópur gegn kynferðisofbeldi og var stofnaður á sínum tíma í samstarfi við ÍBV og Þjóðhátíðarnefnd. Ég endurtek, fimmta árið sem hann starfar. Við höfum átt í afskaplega góðu samstarfi við hópinn og höfum lagt okkur fram um að veita þeim aðgang að öllu í Dalnum og reynt að verða við hverri þeirri bón sem frá þeim hefur komið. Sá hópur vill vekja máls á þessum glæp, að fólk tali saman um mikilvægi samþykkis í kynlífi, að hlusta eigi á brotaþola og vísa ábyrgðinni á glæpnum beint til þess sem hann framdi. Í Dalnum er bannmerki Bleika fílsins út um allt, við hliðið, nánast hvert einasta hvíta tjald er merkt, við sýnum stiklur á stóru skjáunum og bleikir bolir eða fyrirliðabönd sjást á nánast öllum inni í Dal. Og þetta er bara brotabrot. En auðvitað má alltaf gera betur. Forvarnarstarf og aukin gæsla er tilraun til að koma í veg fyrir glæpinn. Það viljum við auðvitað allra helst. Því miður er það ekki alltaf hægt og þá erum við með ótrúlega sterkt áfallateymi með vel menntuðu starfsfólki sem leitt er af doktor í sálfræði.“ Stolt af forvarnarstarfi Bleika fílsins „Við Vestmannaeyingar getum verið stolt af því hvernig við höfum brugðist við starfi forvarnarhópsins Bleika fílsins en hópurinn finnur fyrir miklum stuðningi hér í Eyjum,“ sagði Dóra Björk. „En nú er spurning hvort breiða eigi út starfsemi hópsins um allt land. Nauðganir gerast nær alla daga ársins, um allt land. Í heimahúsum, á útihátíðum, á Menningarnótt og Gaypride svo eitthvað sé nefnt. Í gær samþykkti Þjóðhátíðarnefnd ásamt Vestmannaeyjabæ að skipa starfshóp sem mun móta stefnu til næstu fimm ára um hvernig standa megi enn betur að þessum málum á þjóðhátíð. Óskað verður eftir aðkomu þeirra sem best þekkja, þar á meðal fulltrúa Stígamóta. Við höfum ákveðið að fá Jóhönnu Ýr Jónsdóttur til að leiða þennan hóp en eins og allir vita þá er hún forsprakki átaksins Bleiki fílinn.“ Áfram í fararbroddi Dóra Björk sagði nauðganir vandamál sem snerti alla sem skipuleggja stórhátíðir en allir sem standa að þjóðhátíð hyggist halda áfram að ganga á undan með góðu fordæmi. „Við megum ekki rísa upp á afturlappirnar við gagnrýni þó svo að þjóðhátíð sé eins og eitt af börnunum okkar og – við verðum að vanda okkur enn betur í allri framkomu og framsetningu í fjölmiðlum. Við í Þjóðhátíðarnefnd tökum undir orð talsmanna Bleika fílsins: Við viljum ekki fækka tilkynn- ingum, við viljum fækka tilfellum alls staðar á landinu, og auðvitað helst útrýma þeim. Tilkynning þýðir að glæpurinn átti sér stað, einhvers staðar er manneskja í sárum. Ef við stöndum saman um að reyna að koma í veg fyrir glæpinn, hlýtur það auðvitað að vera betri útkoma fyrir allt samfélagið. Það gerum við með því að opna umræðuna, fá fólk til að tala saman um mikilvægi samþykkis í kynlífi og með aukinni gæslu. Til brotaþola vil ég að endingu segja: Ég óska að þetta hefði ekki komið fyrir þig, ég finn til með þér, ég vil að þú opnir þig við einhvern sem þú treystir og vonandi nær réttlætið fram að ganga,“ sagði Dóra Björk og viðbrögð fundarfólks sýndi samstöðu með þessum orðum hennar og þeirra hinna sem töluðu á fundinum, Gísla Matthíasar og Jóhönnu Ýrar. Sem kona, móðir og jafnréttissinni á ég þó erfitt með að kyngja að Þjóðhátíðarnefnd, jafnvel Vestmannaeyingar allir með tölu, séu sakaðir um að stinga hausnum í sand- inn þegar kemur að nauðgunum á hátíðinni okkar. Því ef við skoðum hvað við, sem að henni stöndum, getum gert eru það aðal- lega tveir hlutir: forvarnir og aukin gæsla. ” Fundargestir voru af báðum kynjum enda málefnið öllum viðkomandi. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri lét sig ekki vanta. Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBV-íþróttafélags og formaður Þjóðhátíðarnefndar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.