Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2016, Blaðsíða 25

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2016, Blaðsíða 25
25Eyjafréttir / Miðvikudagur 27. júlí 2016 Undirbúningur fyrir Þjóðhátíð Vestmannaeyja er nú í fullum gangi og gengur vel. Setning Þjóðhátíðar hefst að vanda klukkan 14.30 á föstudeginum og er dagskrá helgarinnar hin glæsilegasta. Eftir að hátíðin hefur verið sett, verður í boði dagskrá fyrir börnin þar sem Brúðubíllinn og Frikki Dór koma meðal annars fram. Á föstudags- kvöldinu verður Dikta, Silvía og Rigg að spila á kvöldvökunni ásamt því að Þjóðhátíðarlag Vestmanna- eyja verður frumflutt af þeim félögum í Albatross. Eftir miðnætti eru tónleikar með Agent Fresco og Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti og Reto Stefson sjá svo um að halda uppi fjörinu á Brekkusviði fram eftir nóttu. Hljómsveitirnar Dans og rósum og Allt í einu spila á Tjarnarsviðinu á sama tíma og þar ætti enginn að verða svikinn á góðu fjöri. Glæsileg barnadagskrá Á laugardeginum verður fjölbreytt og skemmtileg barnadagskrá yfir daginn, þar sem að Sirkus Ísland kemur meðal annars fram og hin sívinsæla söngvakeppni barnanna verður á sínum stað. Kassabílarallið og brúðubíllinn verður svo að sjálfsögðu á sínum stað. Á laugardagskvöldinu verður úrval tónlistarmanna að spila á kvöldvök- unni, en þar mun Eyjapeyinn Sindri Freyr byrja kvöldið og í kjölfari tekur Eyjapeyinn Júníus Meyvant við en þeir hafa notið mikilla vinsælda upp á síðkastið í íslensku tónlistarlífi. Gleðipinninn Jón Jónsson tekur svo við og rífur upp stemmninguna í Brekkunni áður en að FM95blö hópurinn stígur á svið. Eftir miðnætti verða strákarnir í Quarashi með miðnæturtónleika og Stop Wait Go hópurinn og DJ Muscle Boy stíga á stokk og halda uppi fjörinu að þeim loknum. Eyjahljómsveitin Brimnes spilar á litla sviðinu á sama tíma og þar mun sannkölluð Eyjastemmning ríkja. Landslið tónlistarmanna Á sunnudeginum verður svo glæsileg barnadagskrá á sínum stað yfir daginn, þar munu BMW brós meðal annars sýna listir sínar og Stuðlagabandið verður með skemmtilegan barnadansleik. Á kvöldvökunni verður landslið tónlistarmanna að spila en strák- arnir í Dans á rósum opna kvöldið með sinni alkunnu snilld og sigurvegari söngvakeppni barnanna verður kynntur. Strákarnir í Albatross munu svo sjá til þess að Brekkan verði komin í gírinn fyrir brekkusönginn hjá Ingó, en þeir munu fá flotta tónlistarmenn eins og Helga Björnsson og Ragnhildi Gísla með sér á svið. Eftir brekkusöng taka strákarnir í Albatross aftur við og Stuðlagabandið mun halda stemmningunni fram eftir morgni og Eyjahljómsveitirnar Brimnes og Dans á rósum munu spila á Tjarnarsviði á sama tíma. Nýjir aðilar í Þjóðhátíðarnefnd Að sögn Dóru Bjarkar Gunnars- dóttur, framkvæmdarstjóra ÍBV gengur undirbúningurinn fyrir hátíðina vel. ,,Sjálfboðaliðarnir okkar í Dalnum hafa staðið sig eins og hetjur líkt og undanfarin ár og allur undibúningur sem fer fram hjá nefndinni er á áætlun. En alltaf koma upp mál á síðustu metrunum sem þarf að leysa. Nú í ár eru tveir nýjir meðlimir í nefndinni en það eru þau Auðbjörg Halla Jóhannsdóttir og Jónas Guðbjörn Jónsson og eru þau búin að vera mjög dugleg við að koma sér inn í hlutina. Út úr nefndinni gengu reynsluboltarnir, Eyjólfur Guðjónsson og Magnús Sigurðssn og vil ég nota tækifærið og þakka þeim kærlega fyrir frábært samstarf en sem betur fer eru þeir okkur báðir innan handar.“ Dóra Björk segir miðasöluna fyrir hátíðina í ár vera á pari miðað við síðustu ár. ,,Það er uppselt í allar ferðir hjá okkur föstudag og eingöngu laust í næturferðir á mánudag. En sem betur fer er enþá töluvert laust á fimmtudag til Eyja og héðan á þriðjudag. Ég veit ekki hvernig gengur með söluna í fluginu.” Þurfum öll að hjálpast að Dóra segir að mönnun í öll störf á Þjóðhátíð hafi gengið bærilega. ,,Við vorum að auglýsa eftir sjálfboðaliðum i innrukkun í síðustu viku en þetta er nú þannig með Þjóðhátíð að það er ekki hægt að standa undir henni nema ef við hjálpumst öll að. Í Dalnum vilja allir fá að nýta tímann með fjölskyldu og vinum hvort sem það er öflugur sjálfboðaliði eða aðrir gestir. Ég vil því nota þetta tækifæri og hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að hjálpa okkur annað hvort við innrukkun eða við tiltekt eftir hátið. Einnig langar mig að impra á því að við þurfum öll að hjálpast að við að halda utan um gestina í Dalnum og á Eyjunni þessa daga sem og alla aðra daga. Við þurfum líka að vera dugleg við að nýta okkur ruslatunn- urnar og gámana í Dalnum því við erum fyrirmyndir annarra gesta á Þjóðhátíð.” Með mikið af reynsluboltum í gæslunni ,,Öryggisgæslan í ár er svipuð og hefur verið en við erum alltaf að bæta í gæsluna, gæslan okkar er mönnuð að stórum hluta af miklum reynsluboltum sem hafa verið með okkur í mörg ár. Einnig er stefnan að setja upp fleiri myndavélar á svæðinu sem og að vekja gesti til umhugsunar um hvað sé samþykki í kynlífi og almennum samskiptum. Njótum samverunnar í Dalnum og áfram ÍBV.” Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBV-íþróttafélags og formaður Þjóðhátíðarnefndar. Dóra Björk framkvæmdastjóri :: Undirbúningur fyrir Þjóðhátíð gengur vel: Njótum samverunnar í Dalnum og áfram ÍBV :: Miðasalan fyrir hátíðina í ár á pari miðað við síðustu ár SædÍS EVa BirGiSdÓTTir seva@eyjafrettir.is Íslandsbanki í Vestmannaeyjum er einn af bakhjörlum ÍBV íþróttafélags. Undanfarin ár hafa miðar á þjóðhátíð verið afhentir í útibúum Íslandsbanka um land allt. Samhliða afhending- unni í ár vorum við með leik á Facebook þar sem hægt var að svara laufléttri spurningu og vinna miða á Þjóðhátíðina. Þetta kemur fram í frétt frá bankanum sem afhenti vinningana á mánudaginn í útibúinu í Vestmanna- eyjum. „Spurningin var: Hvað heitir Þjóðhátíðarlagið í ár. Þessi spurning vafðist ekki fyrir fólki, lagið heitið Ástin á sér stað og voru allir rúmlega 600 þátttakend- urnir með rétt svar. Í pottinum voru 10 miðar á Þjóðhátíðina og komu vinningshafar í heimsókn í útibúið og tóku á móti miðunum símum. Við óskum vinningshöfum innilega til hamingju,“ segir í fréttinni og óskar Íslandsbanki Eyjamönnum og gestum þeirra gleðilegrar hátíðar. Vinninghafar eru Sigrún Sigmarsdóttir, Alma Eðvaldsdóttir, Kristín Rannveig Jónsdóttir, Sverrir Marinó Jónsson, Ásta Finnbogadóttir, Halla Björk Jónsdóttir, Sigurlaug Margrét Sigmarsdóttir, Símonía Helgadóttir, Einar Sigþórsson og Esther Bergsdóttir. Stilltu þau sér upp með Þórdísi Úlfarsdóttur, útibús- stjóra og fleira starfsfólki bankans í Eyjum. Tíu fengu Þjóðhátíðarmiða í Facebookleik Íslandsbanka

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.