Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2016, Blaðsíða 27

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2016, Blaðsíða 27
27Eyjafréttir / Miðvikudagur 27. júlí 2016 Íþróttir u m S j Ó n : Guðmundur TÓmaS SiGFúSSon gudmundur@eyjafrettir.is Framundan Miðvikudagur 27. júlí Kl. 16:00 ÍBV/Keflavík - HK/ Víkingur 2. flokkur kvenna - bikar - 8-liða úrslit Fimmtudagur 28. júlí Kl. 18:00 ÍBV - FH Borgunarbikar karla - undan- úrslit Kl. 18:00 ÍBV/KFS/KFR - Haukar 2. flokkur karla Kl. 18:00 KFS - Vængir Júpíters 3. deild karla Eyjamenn spiluðu einn sinn lélegasta leik í langan tíma þegar liðið sótti Skagann heim á sunnu- daginn. Frá fyrstu mínútu leit liðið aldrei út fyrir það að geta skorað. Garðar Gunnlaugsson hefur verið í hvílíku formi hjá Skagamönnum og skoraði með frábæru skoti utan teigs eftir rétt rúmt korter í leiknum á móti Eyjamönnum. Ármann Smári Björnsson tvöfaldaði síðan forystuna eftir að Eyjamenn dekkuðu hann illa inni í sínum vítateig. Eftir að hafa lent 2:0 undir sýndu Eyjamenn aldrei vilja til vinna leikinn. Sóknirnar voru hugmynda- snauðar og lokasendingar lélegar. Í liði ÍBV voru tveir af betri leik- mönnum liðsins, Pablo Punyed og Sindri Snær Magnússon fjarri góðu gamni. Það hefði munað um minna en miðjusvæðið var ekki jafn gott og það er alla jafna. Bjarni Jóhannsson var svekktur eftir leik að hafa ekkert fengið úr þessum leik. Hann var ekki ánægður með svæðið sem Garðar fékk þegar hann skoraði markið. „Við komum ágætlega inn í leikinn. Fáum svo á okkur þetta stórglæsilega mark, svona menn eiga ekki að vera lausir þarna fyrir utan. Það var mjög slæmt, síðan kemur fast leikatriði sem þeir skora úr. Eftir það fannst mér við ranka við okkur og seinni hálfleikurinn var einstefna,“ segir Bjarni en samkvæmt tölfræði Vísis áttu Eyjamenn 14 skot gegn 11 hjá Skagamönnum. Skagamenn hittu markið þó átta sinnum gegn einungis fjórum hjá ÍBV. ÍBV hefur ekki unnið leik í deildinni síðan 4. júní, er það áhyggjuefni? „Við erum ekkert stressaðir, við höfum verið að spila á móti sterkari liðum seinni partinn í fyrri umferðinni. Við erum spakir og erum að hugsa um næsta leik sem eru fjögurra liða úrslit í bikarnum. Þetta verður jafnt, það var jafntefli síðast fyrir viku síðan og við hljótum að eiga 50% möguleika á að komast áfram,“ sagði Bjarni. Guðmundur Steinn til ÍBV Framherjinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson er kominn til ÍBV en hann fékk leikheimild í fyrradag (mánudag). Hann hefur verið að spila í 3. deild í Noregi en á að baki leiki hjá nokkrum liðum á Íslandi. Hann á 47 leiki að baki með Val þar sem hann skoraði níu mörk. Þá spilaði hann sex leiki á láni hjá HK þar sem hann skoraði tvö mörk. Næst fór hann til Víkings frá Ólafsvík og spilaði þar tvö tímabil í fyrstu deildinni og eitt í efstu. Hann gerði 17 mörk í 41 leik í 1. deildinni en skoraði einungis eitt mark í 19 leikjum í Pepsi-deildinni 2013. Þá spilaði hann með Fram þegar liðið féll úr Pepsi-deildinni árið 2014, þar gerði hann fimm mörk í 12 leikjum og var marka- hæsti leikmaður liðsins. Búist er við því að Guðmundur Steinn verði í hópnum þegar ÍBV mætir FH á morgun, fimmtudag í undanúrslitum Borgunarbikarsins. Avni Pepa framlengir við ÍBV Fyrirliði ÍBV, Avni Pepa, hefur ákveðið að gera nýjan þriggja ára samning við ÍBV en hann er að spila sitt annað tímabil hjá ÍBV eftir að hann kom frá Noregi. Hann er 27 ára og leikur í stöðu miðvarðar en hann er í landsliði Kosovó sem er með Íslandi í riðli í undankeppni HM 2018. Í yfirlýsingu frá ÍBV segir að það séu mikil gleðitíðindi að Avni sé búinn að framlengja við ÍBV. Þar segir einnig að liðið sé búið að tryggja sér samning allra helstu lykilmanna fyrir næsta tímabil. Þóra Guðný Arnarsdóttir og Sandra Erlingsdóttir voru í Svíþjóð í byrjun mánaðarins þar sem þær tóku þátt í Opna Evrópska mótinu fyrir hönd u-18 landsliðsins í handbolta. „Við lentum í riðli með Svartfjallalandi, Sviss, Noregi og Rúmeníu, en spilaðir voru tveir leikir á dag fyrstu tvo dagana,“ segir Þóra Guðný. Seinni þrjá dagana var umspil gegn Slóvakíu, Georgíu og Færeyjum. „Við lentum í 13. sæti á mótinu eftir þrjá sigra, eitt jafntefli og þrjá tapleiki. Ferðin var ógleymanleg enda alltaf skemmti- legt með þessum stelpum og frábæru þjálfarateymi. Í lok ferðarinnar var komið að því að kveðja þjálfara okkar til fjögurra ára, þá Jón Gunnlaug Viggóson og Halldór Stefán Halldórsson. Þrátt fyrir að það sé aldrei auðvelt að kveðja vitum við að það er einhvað nýtt og skemmtilegt sem tekur við. Við viljum þakka nokkrum fyrirtækjum sérstaklega fyrir frábæran stuðning í landsliðsverk- efnum okkar til þessa, án þeirra hefði verið mjög strembið að fara í þetta verkefni, og verkefnið í Póllandi í desember sl. þar sem það var mjög stutt á milli verkefna. Fyrirtækin eru: Vinnslustöðin, Vélaverkstæðið Þór, Eyjablikk, Salka, Geisli, Bergur Huginn, Ós, Langa, Godthaab í nöf, Ísfélagið, Póley, Hótel Vestmannaeyjar, Bergur ehf og síðast en ekki síst viljum við þakka Íþróttabandalagi Vestmannaeyja. Handbolti | þóra Guðný og Sandra þakka stuðn- inginn Knattspyrna | Pepsídeild karla :: ÍA 2:0 ÍBV: Grátlega lélegt hjá Eyja- mönnum á Skaganum Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna tryggðu sér sæti í úrslitum Borgunarbikarsins með sigri á Þór/KA fyrir norðan á laugardaginn. Stuttu áður hafði liðið tapað fyrir Þór/KA fyrir norðan 2:0 en þar var Cloe Lacasse hvíld akkúrat fyrir þennan leik. ÍBV virkaði sterkara liðið nánast allan leikinn, sótti meira og var meira með boltann. Völlurinn var blautur og virtust stelpurnar vera ákveðnari en heimakonur. Þegar líða fór á leikinn herti ÍBV tökin og virtust vera með yfirhöndina. Í framlengingunni tók ÍBV svo öll völd á vellinum. Heimakonur virtust vera algjörlega búnar á því en Cloe Lacasse var síðan ferskust allra í framlenging- unni. Hún fékk dauðafæri í byrjun framlengingar þar sem hún hefði getað fengið vítaspyrnu en fékk ekki. Cloe átti stuttu seinna skot í stöngina eftir að hún fór framhjá markverði heimakvenna. Enn einu sinni átti Cloe sprett upp kantinn, nú gaf hún út á Rebekah Bass sem skoraði með frábæru skoti í fjær hornið. Geggjað mark og virkilega mikilvægt þar sem úrslitaleikur var í boði. ÍBV hélt boltanum vel undir lokin og unnu stelpurnar verðskuldaðan sigur miðað við gang framlengingarinnar. Ánægð með að vera komin í úrslit Sóley Guðmundsdóttir, fyrirliði ÍBV, var að vonum sátt í leikslok og leyndi ekki gleði sinni í viðtali eftir leik. „Ég er búin að bíða eftir þessu síðan ég byrjaði að spila fótbolta,“ sagði Sóley. „Það er loksins komið að þessu. Þetta var mikill baráttu- leikur, völlurinn mjög blautur og því gátum við ekki spilað fallegan fótbolta. Þetta var þvílík barátta og við vorum yfir í baráttunni í dag.“ Við vorum með meira á tanknum, við kláruðum allt sem við áttum. Það er alltaf gaman að mæta Blikum og þær eru hörkulið, það verður jafnmikill baráttuleikur og núna. Við erum langflestar að fara í fyrsta skiptið þangað og það verður bara gaman.“ Ian Jeffs var einnig sáttur en hann var ánægður með sína ákvörðun að hvíla Cloe í fyrri hálfleik gegn Þór/ KA fyrir rúmri viku síðan. „Tilfinningin er mjög góð, þetta var mjög gaman og jafn leikur. Það var mikil barátta en ég er virkilega ánægður að við séum komin í úrslit. Það gekk illa í upphafi móts og við erum búin að tapa alltof mörgum leikjum á heimavelli. Þetta var okkar markmið, að fara alla leið í bikarnum,“ sagði Jeffs. „Við vorum með okkar plan sem fór út um gluggann þegar við mættum og völlurinn var á floti. Það voru margir pollar inni á vítateig og kantinum, það var erfitt að spila. Við reyndum að vera beinskeyttari og komast bakvið þær. Það var erfitt að spila góðan fótbolta í svona aðstæðum. Ég er ánægður með mína ákvörð- un núna, undanfarna leiki hef ég verið að hugsa um þennan leik. Ég hvíldi Cloe í hálfleik þegar ég kom hingað fyrir fjórum dögum í einn hálfleik og lét Rebekah spila 60 mínútur tvo leiki í röð. Mér fannst þetta vera ákvörðun sem lítur vel út núna. Við áttum meiri kraft í fram- lengingunni. Cloe var með fulla hlaupagetu og kraft í dag og þær réðu illa við hana. Hún stóð sig vel í dag eins og aðrar sem gáfu allt í þetta og ég er mjög ánægður með þetta.“ Úrslitaleikurinn verður föstudag- inn 12. ágúst en þar mætir liðið eins og áður segir Breiðablik en það verður algjör hörkuleikur. Knattspyrna | Borgunarbikar kvenna :: þór/KA 0:1 ÍBV: Í úrslit eftir frábæran sigur í framlengdum leik FH 12 7 4 1 17 - 7 25 Stjarnan 12 7 2 3 23 - 16 23 Breiðablik 12 7 1 4 15 - 8 22 Fjölnir 12 6 2 4 24 - 16 20 ÍA 12 6 1 5 16 - 18 19 VíkingurR. 12 5 3 4 17 - 12 18 VíkingurÓ. 12 5 3 4 16 - 18 18 Valur 12 4 3 5 18 - 15 15 ÍBV 12 4 2 6 12 - 14 14 KR 12 3 4 5 12 - 13 13 Fylkir 12 2 2 8 11 - 21 8 Þróttur R. 12 2 1 9 9 - 32 7 Pepsídeild karla Stelpurnar léku með armbönd Bleika fílsins fyrir norðan.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.