Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2016, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2016, Blaðsíða 1
Eyjafréttir Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Krafa um fjölgun ferða Hitti á erfiðar aðstæður >> 2 enn opið fyrir umsóKnir >> 8 >> 12 Vestmannaeyjum 10. ágúst 2016 :: 43. árg. :: 32. tbl. :: Verð kr. 490 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is Eftir fyrra lundarallið í sumar leit út fyrir að viðsnúningur gæti orðið í viðkomu lundans í Vestmannaeyjum eftir mörg mögur ár. Því miður hefur dæmið snúist við og er mikið um dauða pysju í lundabyggðunum. Lítið er um sílisfugl og varpárangur er kominn niður í 13% unga á egg og framreiknuð viðkoma í 0,09 fleyga unga á holu. Um miðjan júlí var stefndi viðkoma í 0,4 unga á holu. Ástandið hjá lundanum fyrir norðan er það besta síðan lundarallið hófst 2010. Helst sætir tíðindum að viðkoma er góð í bæði Breiðafirði og Faxaflóa í fyrsta sinn síðan 2010. Vísindamenn segja að veiðar á landsvísu séu enn ósjálfbærar eftir viðvarandi viðkomubrest frá 2003. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu Náttúrustofu Suðurlands. Erpur Snær Hansen, sviðstjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands hefur undanfarin ár farið fyrir hópi vísindamanna sem kannað hafa ástand lundastofnsins allt í kringum landið. Í ár var farið í lundarall um miðjan júní og voru tólf lundabyggðir umhverfis landið skoðaðar. Var ábúð almennt nokkuð há og í Vestmannaeyjum kviknuðu vonir um að þar gæti stofninn verið á uppleið á ný. Þær vonir urðu að engu um helgina eftir skoðun á föstudag- inn. „Við fórum aftur í rannsóknar- holurnar okkar í Eyjum í gær og er ástandið ekki gott,“ segir á fésbókar- síðu Náttúrstofunnar. „Mjög lítið sást af fugli og þeir fáu sem við sáum voru með fjölbreytta fæðu og lítið í samanburði við það sem við sáum fyrir norðan og vestan.“ Fyrr í sumar var ábúðin í Eyjum mjög há miðað við síðustu ár eða um 73% en aðeins lítill hluti virðist ætla að koma upp unga. „Varpárangur er kominn niður í 13% og framreiknuð viðkoma í 0,09 fleyga unga á holu. Um miðjan júlí var framreiknuð viðkoma 0,4 ungar á holu. Um 100.000 pör urpu mjög seint eða eftir miðjan júlí sem hækkuðu ábúðina verulega. Þann 5. ágúst höfðu hinsvegar 83% allra eggja og unga misfarist, og mikill ungadauði átti sér stað seinni hluta júlí og byrjum ágúst auk þess sem egg voru yfirgefin. Eftirlifandi pysjur eru enn hálfvaxnar og ef þær komast á legg þá yfirgefa þeir ekki hreiðrin líklega ekki fyrr en í september. Við verðum bara að sjá til hvað varpið dregst á langinn en ég vona að mesta fækkunin sé afstaðin, þá megum við eiga von á einhverjum bæjarpysjum. Að lokum viljum við ítreka að lundaveiði eru ósjálfbærar við þessar aðstæður og vonum við að veiðimenn í Vestmannaeyjum hvíli háfana um aðra helgi,“ segir á síðu Náttúrstofu Suðurlands. Ástandið í Dyrhóley og Ingólfs- höfða er verra en í Eyjum þar sem allt benti til að næstum enginn ungi kæmist á legg (viðkoma um 0,01). Austanlands var ástandið skárra og viðkoma um 0,14 ungar á holu í Papey en 0,66 í Hafnarhólma, Borgarfirði Eystra. Viðkoma á Norðurlandi er sú hæsta frá því mælingar hófust á landsvísu árið 2010 eða sem segir: Lundey á Skjálfanda 0,73, Grímsey 0,64, Drangey 0,67, Grímsey á Steingríms- firði 0,72. Í Vigur í Ísafjarðardjúpi var viðkoma er 0,90% sem er hæsta mæling hérlendis og nálægt fræði- legu hámarki. Í fyrsta sinn frá upphafi lundarallsins var viðkoma á vesturlandi góð, sem hefur annars verið í takti við suðurland. Í Elliðaey í Breiðafirði var viðkoma 0,77 og í Akurey á Faxaflóa 0,64 og nokkuð sást af sílisfugli. Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is :: Stefnir í lélegan varpárangur hjá lundanum Ábúðin lofaði góðu fyrr í sumar :: Var um 73% en aðeins lítill hluti virðist ætla að koma upp unga :: Ástandið gott fyrir norðan, austan og vestan M yn d: Ó sk ar P ét ur F ri ðr ik ss on

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.