Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2016, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2016, Blaðsíða 16
S ími 481-1300 : : f re t t i r@ey ja f re t t i r. i s Eyjafréttir Þann 29. ágúst 2016 verða liðin 90 ár frá stofnun Taflfélags Vestmannaeyja. Félagið hyggst minnast þessara merku tíma- móta með ýmsum hætti. Það hafa sannarlega skipst á skin og skúrir í starfsemi félagsins á þessum 90 árum. Fyrstu árin var starfsemin mjög sveiflukennd með sínum toppum og svo komu tímabil þar sem starfið lá að mestu niðri. Frá haustinu 1957 hefur starfið verið samfellt með nokkrum toppum. Mesti blómatíminn í sögu TV var annarsvegar frá 1970 fram að gosinu 1973 og síðan frá 2004 til 2012. Að sögn Arnars Sigurmundssonar, formanns TV mun félagið halda 90 ára afmælismót í Eyjum helgina 10. til 11. september nk. Tefldar verða níu umferðir í atskák með 20 mínútna umhugsunartíma auk fimm sekúndna á leik á hvorn keppenda. Þá mun félagið gefa út fjögurra blaðsíðna afmælisblað í Eyjafréttum 31. ágúst nk. þar sem saga félagsins verður rakin í stórum dráttum. Helgarmótið 10. til 11. sept. nk. verður nánar kynnt í afmælisblaðinu. Keppendur á mótinu verði bæði úr Eyjum og ofan af landi. Nánari upplýsingar um afmælis- mótið er einnig hægt að nálgast á skák.is. Það er glæsilegur árangur hjá meistaraflokkum kvenna og karla ÍBV að hafa náð í úrslitaleiki Borgunarbikarsins sem fara um helgina á Laugardalsvelli. Konurnar mæta Breiðabliki á föstudaginn og karlarnir Val á laugardag. Karlarnir tryggðu sér farmiðann með því að sigra FH hér heima og stelpurnar unnu Þór/KA á Akureyri eftir að hafa tapað fyrir þeim í deildinni nokkrum dögum áður. Eyjamenn eru hvattir til að mæta á Laugardalsvöll um helgina og hvetja sín lið. Herjólfur býður frítt far fyrir þá sem fara héðan á leikinn og ÍBV ætlar að redda rútum til að flytja fólk úr Landeyjahöfn og aftur til baka. Og nú er slagorðið, bikarana heim en ekki bikarinn heim. Taflfélag Vestmannaeyja fagnar 90 ára afmæli :: Afmælismót tíunda til ellefta september Bikarana heim um næstu helgi Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Björn Ívar Karlsson kynnir nemendum Grunnskóla Vestmannaeyja skákíþróttina síðasta vetur. Vikutilboð 4. til 9. ágúst 2016 B ir ti st m eð fy ri rv ar a um in ns lá tt ar vi ll ur o g m yn da br en gl SuShi frá osushi Kemur til okkar föstudaga kl. 17.30 Tökum niður pantanir ! ath! Opið aLLa DaGa tiL KL. 21.00 B ir ti st m eð fy ri rv ar a um in ns lá tt ar vi ll ur o g m yn da br en gl Grillmatur í úrvali ! Ritz Breaks verð nú kr 338,- verð áður kr 398,- Rifinn heimilisostur 370 gr verð nú kr 599,- verð áður kr 690,- Doritos snakk verð nú kr 268,- verð áður kr 398,- Lu Petit ecolier kex verð nú kr 348,- verð áður kr 398,-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.