Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2016, Síða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2016, Síða 1
Eyjafréttir FAB lAB nýjAr víddir íBv gAF mér tækiFæri >> 9 SAgA í gAutABorg >>16 >> 17 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Vestmannaeyjum 31. ágúst 2016 :: 43. árg. :: 35. tbl. :: Verð kr. 490 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is Karlmaður stal bíl með tveggja ára barni innanborðs frá leikskól- anum Rjúpnahæð í Rjúpnasölum í Kópavogi þann 17. ágúst síðastliðinn. Mikill óhugur var í þjóðinni þegar fréttirnar byrjuðu að heyrast. Foreldrar barnsins, Magnús Ólafur Björnsson og Aníta Ýr Eyþórsdóttir voru eðlilega í miklu áfalli en þau voru nýflutt frá Vestmannaeyjum þegar atburðurinn átti sér stað. Magnús Ólafur Björnsson, faðir drengsins var að sækja fjögurra ára gamlan son þeirra hjóna í leikskólann Rjúpnasal i um miðjan dag. Tveggja ára gamall sonur þeirra var sofandi í bí lnum og ákvað Magnús að skjótast inn og sækja drenginn og ski l ja hinn eft ir í bí lnum á meðan. Þess má geta að bí l inn var ekki gangi meðan hann hljóp inn. Lyklarnir voru samt sem áður í bí lnum. Á meðan á þessu stóð kom karlmaður þar að, fór inn í bí l inn, startaði honum og keyrði burtu með barnið. Al lt t i l tækt l ið lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu var kal lað út og þyrla leitaði úr loft i . Auglýst var eft ir bí lnum og óskað aðstoðar almennings. Bí l l inn fannst innan við hálft íma eft ir að honum var stol ið. Þá hafði lögreglu borist t i lkynning um að bí l l inn hefði sést við verslun Krónunnar í Kórahverfi. Lögreglumenn brunuðu þangað og fundu manninn, barnið og bí l inn. Maðurinn var handtekinn, en þess má geta að hann var í annarlegu ástandi og var enn ekki viðræðuhæfur daginn eft ir. Hann er góðvinur lögreglunnar. Barnið var ómeitt, ennþá sofandi og leit út fyrir að hann hafa verið algjörlega ómeðvit- aður um hvað hafði gengið á. Magnús Ólafur og Aníta Ýr voru eðl i lega í miklu áfal l i og segja að það sé ekki hægt að lýsa þeirr i t i l f inningu sem maður upplif ir á meðan maður veit ekkert um barnið sitt og að því hafi verið rænt. „Sem betur fer var hann óhultur og á þetta l íklegast ekki eft ir að hafa nein áhrif á hann því hann var sofandi og algjörlega ómeðvit- aður um hvað væri í gangi. Okkur l íður svona eins og maður hafi verið kýldur vel í magann og þurfum smá tíma í að jafna okkur eft ir þetta. Þetta voru hræðileg mistök sem al l ir foreldrar geta lært af,“ sögðu hjónin í samtal i við Eyjafrétt ir. :: Bíl stolið með tveggja ára barni :: Mistök til að læra af :: Líður svona eins og maður hafi verið kýldur vel í magann :: Þurfum að jafna okkur eftir þetta, segir Eyjafólkið sem upplifði martröð SARA Sjöfn GRETTiSdÓTTiR sarasjofn@eyjafrettir.is Mynd: Óskar Pétur

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.