Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2016, Síða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2016, Síða 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 31. ágúst 2016 Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. ritstjóri: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is. Blaðamenn: Einar Kristinn Helgason - einarkristinn@eyjafrettir.is Sara Sjöfn Grettisdóttir - sarasjofn@eyjafrettir.is Guðmundur Tómas Sigfússon - gudmundur@eyjafrettir.is Ábyrgðarmaður: Ómar Garðarsson. Prentvinna: Landsprent ehf. ljósmyndir: Óskar Pétur friðriksson og blaðamenn. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. Símar: 481 1300 og 481 3310. netfang: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: www.eyjafrettir.is Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppn­um,­Vöruval,­Herjólfi,­Flughafnar­versluninni,­ Krónunni, Kjarval og Skýlinu. Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum. Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir Síðastliðinn sunnudag hófst haust- og vetrardagskrá Safna- húss og Sagnheima, byggða- safns með því að félagsskapur sem kallar sig Með Eyjar í hjarta og hjartað í Eyjum eða Eyjahjart- að til styttingar stóð fyrir skemmtilegri dagskrá. Kári Bjarnason sem kynnti dagskrána byrjaði á því að þakka þeim Einari Gylfa Jónssyni, Þuríði Bernódusdóttur og Atla Ásmunds- syni hjartanlega fyrir undirbúning- inn og kallaði þau hryggjastykkið í hópnum sem stæði á bak við þessa dagskrá og þær aðrar sem fram- undan væru. Hann gaf síðan boltann á Einar Gylfa sem sagði á skemmti- legan og lifandi hátt frá því hvernig Atli greifi og Kári hefðu komið að máli við sig og fengið hann til að koma verkefninu af stað ásamt þeim og Þuru í Borgarhól. Hildur Oddgeirsdóttir var fyrsti ræðumaðurinn að þessu sinni, dóttir Oddgeirs og Svövu. Hildur ræddi um Heiðarveginn sinn og nánasta umhverfi og það var unun að hlusta á hana, því hún lýsti heimilinu sínu á svo ljósan hátt að það var eins og maður væri kominn með henni á æskuheimilið. Eins og Kári sagði eftir ræðu hennar, þá gaf hún einstæða sýn inn í heimili sem verður öllum Vestmannaeyingum ávallt hugstætt. Þá dró hún ekki síður upp ljóslifandi mynd af nágrenni og nágrönnum. Hafliði Kristinsson kallaði sitt erindi Vestmannaeyjar með augum Þykkbæings en hann er kvæntur Eyjakonunni Steinunni Þorvalds- dóttur, dóttur Dóru og Dalda. Hafliði kom blaðamanni verulega á óvart, kímin og fjörug frásögn hans af aðkomupiltinum sem var að koma sér í mjúkinn hjá heimasæt- unni undir Heimakletti var einlæg og létt. Síðasti ræðumaðurinn að þessu sinni var Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor og forstjóri Nýsköpunar- miðstöðvar Íslands. Hann ólst upp á Kirkjubæjarbrautinni og sagði á ljúfan hátt frá horfnum heimi, vinunum sem brölluðu oft hina ótrúlegustu hluti – frá því að stela hjóli yfir í að reyna að stela heilum kvenmanni. Í glugganum var svo afi gamli, Þorsteinn Víglundsson, sem áheyrendur fengu að kynnast með augum barnsins. Það var virkilega gaman að ganga á þennan hátt til móts við bernskuna í Eyjum, heimsækja enn á ný staði sem komnir eru undir hraun og rifja upp minningar frá annarri öld og að því er virðist annarri veröld. Eyjahjartað hittir sannarlega í mark með því að standa fyrir dagskrám af þessu tagi þar sem Vestmannaeying- ar nær og fjær koma saman í Safnahúsinu. Á næsta fundi sem haldinn verður 9. október munu þeir Egill Helgason, Guðmundur Andri Thorsson og Bubbi Morthens fjalla um veru sína í Eyjum. :: Eyjahjartað sló fastan takt í Einarsstofu á laugardaginn :: Gengið til móts við bernskuna í Eyjum :: Staðir sem komnir eru undir hraun heimsóttir :: Minningar frá annarri öld og að því er virðist annarri veröld :: ÓMAR GARðARSSOn omar@eyjafrettir.is Einar Gylfi í pontu. Fólk með hjartað á réttum stað, Einar Gylfi, Þorsteinn Ingi, Þuríður, Hildur, Hafliði og Kári. Bragi Magnússon útskrifaðist frá Framhaldsskólanum í Vest- mannaeyjum og hefur stundað nám við Háskóla Íslands síðan. Hvaða nám ertu að klára og við hvaða skóla? Er að klára MSc í Byggingarverk- fræði með áherslu á mannvirkja- hönnun frá Háskóla Íslands. Af hverju ákvaðstu að fara í þetta nám? Hefur þú alltaf stefnt að því? Ég var búinn að ákveða að ég ætlaði að fara í verkfræði mjög snemma, fannst það alltaf passa vel við mig og mína kosti. Ég hef alltaf verið mikið fyrir það að pæla í hlutunum og skapa eitthvað nýtt. Á meðan ég var í framhaldsskólanum vann ég í byggingarvinnu á sumrin og þá fann ég að byggingargeirinn heillaði mig og eftir það stefndi ég á námið. Á háskóladeginum eftir að ég útskrifaðist úr framhaldsskól- anum tók ég samt skyndiákvörðun og skráði mig í Hátækniverkfræði í Háskóla Reykjavíkur. Eftir fyrsta árið þar fann ég að þetta var ekki fyrir mig og eftir annað árið skipti ég yfir í byggingarverkfræðina í HÍ eins og ég hafði alltaf stefnt að. Hvernig l íkaði þér við skólann og námið almennt? Verkfræðinámið í HÍ er mjög gott og reyndar líka í HR. Í HR er maður meira í starfsþjálfun á meðan HÍ er fræðilegra til að byrja með. Á seinni árunum í BS-inu og í Masternum fer að fækka nemendum í tímunum og þá verður kennslan einnig áhugaverðari. Ertu kominn með vinnu sem hæfir þinni menntun? Já, fyrir sumarið var mér boðin vinna við afleysingar hjá Mannviti í Eyjum. Vitandi það að þeir höfðu ekki marga aðra með þessa menntun til að fara til Eyja nýtti ég tækifærið og sagðist vera reiðu- búinn til að taka starfið ef ég fengi fasta stöðu hjá þeim eftir afleysing- arnar. Þeim leist bara vel á það og er ég nú byrjaður að vinna hjá mannvirkjasviði Mannvits í Kópavogi. Áttu þér draumstarf ? Ég hef ekki alveg ákveðið hvort ég vilji vera áfram í hönnuninni eða fara meira yfir í verkefnastjórnun og þess háttar. Ég væri mjög ánægður ef ég gæti flutt starfið mitt sem ég er með núna til Eyja. Hvernig sérðu framtíðna fyrir þér? Vi ltu búa í Eyjum eða einhverstaðar annars staðar? Kærastan mín, hún Ragnheiður Perla, útskrifast næsta sumar og eftir það ætlum við að byrja að huga að flutningum heim. Við erum tveir hér hjá Mannviti sem viljum vera með starfstöð í Eyjum þó svo að við séum mest að vinna verkefni á fasta landinu. Yfirmaðurinn okkar er mjög jákvæður fyrir því og stefnum við að því að vera með skrifstofu hjá Þekkingarsetrinu þegar það flytur í Fiskiðjuna. :: Bragi Magnússon stundar nám við Háskóla Íslands :: Væri mjög ánægður ef ég gæti flutt starfið mitt til Eyja EinAR KRiSTinn HELGASOn einarkristinn@eyjafrettir.is Bragi og Ragnheiður Perla

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.