Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2016, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2016, Blaðsíða 4
4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 31. ágúst 2016 AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: Mánudagur: kl.20.30 Miðvikudagur: kl.20.30 Fimmtudagur: kl.20.30 Föstudagur: kl.23.30 Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur Sunnudagur: kl.11.00 Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 >> Smáauglýsingar Matgæðingur vikunnar Landakirkja Fimmtudagur1. september: Kl. 20.00 Æfing Kórs Landakirkju. Sunnudagur 4. september Kl. 11.00 Kveðjumessa sr. Kristjáns Björns- sonar. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács. Sóknar- nefnd Landakirkju býður kirkju- gestum að þiggja kirkjukaffi að lokinni athöfn. Þriðjudagur 6. september Kl. 10.00 Kaffistofan. Kl. 20.00 Fyrsta samvera Kven- félags Landakirkju þennan veturinn. Miðvikudagur Kl. 10.00 Bænahópurinn góði kemur saman eftir frí. Kl. 17:30 Kyrrðarbænin. Kl. 20.00 Fyrsti Aglow-fundur vetrarins. Hvítasunnu- kirkjan Dagana 1. - 4. september 2016 Fimmtudagur kl. 20:00 Bænastund. Sunnudagur kl. 13:00 Samkoma, gestirnir Lena Løebner, Miriam Sloth og Snorri í Betel. Lena spilar og syngur af nýjum geisladisk. Lena er dönsk en fædd í Tansaníu og ferðast mikið um til að syngja. Kaffi og notalegt spjall á eftir. Allir hjartanlega velkomnir. Kirkjur bæjarins: Aðvent- kirkjan Laugardagur Kl. 12:00 Samvera. Allir velkomnir. Eyjamaður vikunnar golfið ekki bundið við aldur, mikil fjöl- breytni og maður er ekki bara að keppa við mótherjann heldur líka við sjálfan sig rúnar gauti gunnarsson er efnilegur golfari sem á framtíðina fyrir sér. Hann var efstur af öllum í Vestmannaeyjum í Ecco mótaröðinni sem er frábær árangur. rúnar gauti er Eyjamaður vikunnar. Nafn: Rúnar Gauti Gunnarsson. Fæddur: 28.12 2002. Fæðingarstaður: Reykjavík, því miður.... Fjölskylda: Gunnar Friðfinnsson er pabbi minn, Betsý Ágústsdóttir er mamma mín og svo á ég eina systur, Jennu. Vinna: Vann á golfvellinum í sumar. Aðaláhugamál: Golf, Rubik's kubbar, snóker og borðtennis. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera: Að vera í golfi. Uppáhalds matur: Fahitas og pizzur. Versti matur: Súr hákarl. Uppáhalds tónlist tónlist: Öll tónlist nema lagið úr teiknimynd- inni Kúlugúbbarnir. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar eru alltaf fallegar en La Galiana golfvöllurinn á Spáni er mjög fallegur. Uppáhalds íþróttamaður og félag: Ronnie O'Sullivan og ÍBV. Uppáhalds sjónvarpsefni: Snóker og golf S. Hvað finnst þér skemmtilegast að lesa: Spennusögur, svo hef ég lesið nokkrar Útkalls bækur og finnst þær áhugaverðar. Hvað ertu búinn að æfa lengi golf? Átta ár. Hvað finnst þér skemmtilegast við golfið? Félagsskapurinn og útiveran. Golfið er ekki bundið við aldur, fjölbreytni og maður er ekki bara að keppa við mótherjann heldur líka við sjálfan sig. Hvet alla til að prófa golfið! Gómsætur kjúklingur 2-4 kjúklingabringur 1 rauð paprika 1 rauðlaukur 1 bbq sósa 1 blár doritos 1 poki rifinn ostur 1stk sýrður rjómi 1stk mild salsa sósa. Skerðu kjúklinginn niður í bita, hitaðu hann á pönnu þar til að hann er ekki lengur hrár. Saxaðu niður laukinn og paprikuna smátt. Settu kjúklinginn, paprikuna og laukinn saman í eldfast mót, stráðu vel af bbq sósunni yfir og blandaðu þessu vel saman, síðan mylurðu niður doritosið og stráir því yfir, því næst setur þú ostinn yfir. Þetta inn í ofn þar til osturinn bráðnar, berð þetta fram með sýrðum rjóma og salsa. Eftirréttur Döðlugott m/ lakkrís 500 g döðlur saxaðar smátt 250 g smjör 120 g púðursykur 5-6 bollar rice crispies 400 g rjómasúkkulaði 2 pokar lakkrískurl. Aðferð: Döðlur og smjör brætt saman í potti. Púðursykurinn er bræddur með þangað til döðlurnar eru orðnar mjúkar. Blandið Rice crispies og lakkrískurli saman við og setjið í form í frysti í 10 mín. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Hellið yfir rice crispiesblönduna og frystið í u.þ.b. 30 mín. skora á stóra bróður minn, hann aron Huga Helgason, undur og stórmerki verða til þegar hann fer í eldhúsið og matreiðir. Trúi ekki öðru en að hann komið með skothelt plan. gómsætur kjúklingur og Döðlugott sr. Kristján kveður á sunnudag Arney Lind Helgadóttir er matgæðingur vikunnar ÍBÚÐ TIL LEIGU 3ja herbergja íbúð að Heiðarvegi 3 (efri hæð). Laus strax. Upplýsingar veitir Jón Ingi í s. 896-3426. ------------------------------------------- Eyjafréttir vilja eindregið hvetja brúðhjón til að senda inn mynd til birtingar sem og foreldra nýrra Eyjamanna. Myndir og upplýsingar sendist á frettir@eyjafrettir.is Börn og brúðhjón Rúnar Gauti Gunnarsson er Eyjamaður vikunnar Sr. Kristján Björnsson sóknar- prestur okkar Eyjamanna til margra ára syngur kveðjumessu sína nk. sunnudag, 4. septem- ber kl. 11:00 í Landakirkju. Kór Landakirkju syngur undir stjórn okkar færa organista, Kitty Kovács. Sr. Kristján var skipaður sóknar- prestur í Vestmannaeyjum hinn 1. september árið 1998. Hann fór svo í leyfi frá Landakirkju 1. júlí 2016 til þess að sinna afleysingum í Eyrarbakkaprestakalli og hafði þá starfað sem sóknarprestur í Vestmannaeyjum í rétt tæp 18 ár. Þegar staða sóknarprests í Eyrar- bakkaprestakalli var svo auglýst til umsóknar í mars sl. hreppti Kristján embættið. Starfsfólk og sóknarnefnd Landa- kirkju vill óska Kristjáni áframhald- andi góðs gengis á nýjum stað og þakkar góðar stundir í gegnum árin. Sóknarnefnd Landakirkju býður kirkjugestum til kirkjukaffis að lokinni athöfn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.