Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2016, Side 8

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2016, Side 8
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 31. ágúst 2016 1. Það er algjört forgangsmál að tryggja eðlilegar samgöngur milli lands og Eyja. Eina raunhæfa lausnin eru jarðgöng milli lands og Eyja og það hefur verið unnið markvisst í þeim efnum án þess að það hafi farið hátt, en innan tíðar munu koma fram mjög jákvæðar upplýsingar um þann möguleika. Í millitíðinni verður væntanlega boðin út smíði á skipi sem hefur verið ótrúlega lengi í burðarliðnum og flestir vita að það mun ekki leysa samgönguvandann við Eyjar. Stjórnvöld hafa ekki haft döngun í sér til þess að hugsa stórt og af metnaði. Það tekur 6 ár að gera göngin og þau eru magnað viðskipta- tækifæri. Í millitíðinni þarf að treysta á siglingar og opna nýja möguleika í þeim efnum. Þar hafa athafnamenn í Eyjum ákveðnar hugmyndir og til þess þarf að opna leiðir og afnema einangrun og einokun Landeyjahafnar og tryggja jafnræði í þátttöku ríkissjóðs. Úrlausn í þessum efnum þolir enga bið, en menn verða að þora. 2. Það er mjög mikilvægt að Flugfélag Íslands hefji á ný áætlunarflug til Eyja, því þar liggja miklir möguleikar í tengingu við ferðaþjónustuna heima og heiman. 3. Það þarf að koma á aftur sjúkraflugþjónustu með vél staðsettri í Eyjum. Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms sveik sjúkraflugið frá Eyjum. 4. Styrkja þarf sjúkrahúsið í Eyjum með föstum stöðum svæfingalæknis og skurðlæknis auk annars sem eðlilegt telst. 5. Ljúka þarf greinargerðum um stórskipahöfn í Eyjum, rannsóknum er lokið, en síðasta vinstri stjórn einangraði lausn á málinu í samgöngunefnd þótt meirihluti væri í nefndinni fyrir málinu. Þeir hleyptu málinu ekki til atkvæðagreiðslu á þinginu. 6. Tryggja þarf skattfríðindi sjómanna vegna vinnu fjarri heim- ilis, en sjómenn eru núna eina stéttin í landinu sem nýtur ekki slíkra fríðinda sem er fáránlegt. 7.Ýmis gæluverkefni mætti nefna, menningarhús á gamla Heimatorgi við gömlu Rafstöðina, ljúka steypu höggmyndar af Ása í Bæ, stofna tónlistarakademíu Eyjanna því hvergi á landinu er annað eins úrval af söngvurum og lagasmiðum, opna safn með myndum Sigurgeirs Jónassonar og opna safn með teikningum Sigmund. Þetta eru verðmæti sem mega ekki liggja í skúffum. 8. Efla og styrkja nýsköpun og fullvinnslu sjávarafurða á heimaslóð. 9. Það á við um Eyjar eins og önnur byggðarlög á landinu að höfuðkapp verður að leggja á að styrkja stjórn efnahagsmála, metnað og framsækni, bæta verður kjör eldri borgara og öryrkja svo mannsæmandi sé. 10. Í einu og öllu þarf að verja stíl og stefnu Vestmannaeyja, sérstöðuna og rótgróna þætti í menningu Vestmannaeyja. Árni Johnsen er einn af reyndustu núlifandi alþingismönnum og afköst hans á liðlega 20 ára þingsetu eru einsdæmi. Fáir ef nokkur þingmaður Íslandssögunnar hefur mælt fyrir fleiri málum og hann hefur náð mun fleiri málum í gegn en flestir. Í mörgum stór- málum á landsmælikvarða hefur hann verið frumkvöðull, en sérsvið hans hefur verið Vestmannaeyjar. Hér birtast 33 helstu verkefnin sem hann var með á sinni könnu tengd Eyjum og fylgdi fastar á eftir til árangurs en allir aðrir en hann lagði alla tíð áherslu á að eiga sæti í fjárlaganefnd og samgöngunefnd þar sem hann var formaður um skeið og það hefur aldeilis skilað sér til Eyjanna. 1. Allt vegakerfi Eyjanna utan þröngra bæjarmarka var malbikað 20 árum á undan áætlun vegna fylgni Árna. 2. Baráttan fyrir nýjum Herjólfi var harðsækin og Árni var harðfylginn í útvegun fjármagns fyrir móttöku- svæði Herjólfs. 3. Árni beitti sér fyrir fjármagni í uppbyggingu golfvallarins. 4. Um helming kostnaðar við björgunarskipið Þór var aflað frá fjárlaganefnd þar sem Árni átti sæti um 15 ára skeið. 5. Stafkirkjan á Skansinum var hugmynd Árna sem hann fylgdi í höfn. 6. Stytting Hörgaeyrargarðsins bætti innsiglinguna, en hugmyndin um súluvita Gríms Marinós var Árna. 7. Árni fylgdi fast eftir endurbygg- ingu Sjúkrahússins, fjáröflun var torsótt en tókst. 8. Eftir gos heimtu Eyjamenn aftur annað prestsembættið sem var tekið af þeim. Árni gaf ekki tommu eftir. 9. Fármagn í uppbyggingu Týsheimilisins og Þórsheimilisins kom úr Íþróttasjóði. Árni fylgdi því eftir. 10. Árni var aðalbaráttumaður fyrir byggingu nýju flugstöðvarinnar. Hann sat lengi í Flugráði. 11. Þegar loka átti fyrir allt næturflug til Eyja náði Árni því í gegn að leiðarljós voru sett á Blátind, Klif, Heimaklett, Eldfell og Helgafell og Vestmannaeyjaflug- völlur varð sólarhrings þjónustu- völlur. 12. Ákveðið var í Flugráði að tillögu Árna að byggja tækja- geymslu vallarins. 13. Árni kom byggingu Bakkaflug- vallar í framkvæmd. 14. Rannsóknasetur Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum, fyrsta fræðaseturs landsins var hugmynd og verk Árna, en það varð fyrir- mynd fræðasetra landsins. 15. Þegar Árni tók sæti í fjárlaga- nefnd hafði Náttúrugripasafnið fengið 50 þúsund á ári, en það hækkaði snarlega í 3 milljónir króna. 16. Bygging verkmenntaálmu Framhaldsskólans og fjáröflun kostaði mikla baráttu okkar manns. 17. Árni var einn aðalfrumkvöðull- inn fyrir endurnýjun þyrluflotans með kaupum á Puma þyrlum. 18. Árni sýndi mikil klókindi og fylgni við smíði nýja lóðsins. 19. Árni var formaður nefndar um uppbyggingu útivistarsvæðisins í Herjólfsdal. 20. Frumkvæðið að verkefni 25 skandinavískra steinhöggvara, Hraun og menn kom frá Árna. 21. Bygging Kleifabryggjunnar var harðsótt mál í samgöngunefnd, en þar sat Árni í nokkur kjörtímabil. 22. Málefni Byggðasafns Vest- mannaeyja komust á réttan kjöl fyrir áeggjan Árna, en hallað hafði á Eyjamenn í þeim efnum. 23. Brimbrjóturinn á Eiðinu gekk eftir vegna baráttu Árna. Hann hefur bjargað miklum verðmætum. 24. Það tók langan tíma og eftirfylgni að ná stórátaki í uppbyggingu Vestmannaeyjahafnar, 700 milljóna króna átak. 25. Eitt fyrsta mál Árna á þingi var tillaga um endurmenntun fisk- vinnslufólks og hefur það skilað miklum árangri og hlunnindum. 26. Árni náði í gegn staðsetningu útibúss Hafró í Vestmannaeyjum að ósk Hafsteins Guðfinnssonar. 27. Flugráð og fjárlaganefnd ásamt samgöngunefnd samþykktu tillögu Árna um endurbyggingu vallarins og malbikun. 28. Árni hratt af stað og stýrði útgáfu á öllum lögum og verkum Oddgeirs Kristjánssonar með afkomendum hans. 29. Árni gaf út tvo geisladiska með öllum lögum og textum Ása í Bæ. 30. Árni og pabbi hans Bjarnhéðinn Elíasson skipstjóri og útgerðarmað- ur gáfu kirkjuskipið Áróru í Landakirkju. 31. Hugmyndin af byggingu Herjólfsbæjar, en hann ásamt Halldóri Sveinssyni og Gunnlaugi Grettissyni stóðu að framkvæmd- inni. 32. Árni gaf út tvo geisladiska með liðlega 40 sjómannalögum, mörgum kunnum Eyjalögum. 33. Landeyjahöfn var fylgt eftir af Árna frá A-Ö, enda hans hugmynd- hann hefði jarðgöng milli lands og Eyja í forgang. Margt fleira mætti nefna. Kynning :: Árni Johnsen í prókjöri Sjálfstæðisflokksins 10. september :: Eyjamenn, takið þátt, sækjum rétt okkar :: Verkin tala :: Ótrúleg afköst Árna í þágu Eyjanna :: Það borgar sig að kjósa svona mann, sagði Einar í Betel 10 brýnustu forgangsmál Eyjanna í næstu þinglotu að mati Árna ÓMAR GARðARSSOn omar@eyjafrettir.is Stafkirkjan á Skansinum var ein margra hugmynda Árna sem hann fylgdi í höfn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.