Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2016, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2016, Blaðsíða 9
9Eyjafréttir / Miðvikudagur 31. ágúst 2016 ÓMAR GARðARSSOn omar@eyjafrettir.is :: Heimir Hallgrímsson þjálfari karlalandsliðsins :: ÍBV þroskar fólk upp í það að takast á við stór verkefni :: Var ekkert sérstakur í fótbolta en félagið gaf mér alltaf stærri og stærri verkefni og tækifæri :: Bjuggu mig til sem þjálfara með því að gefa mér þessi tækifæri :: Þjálfaði samtals í 27 ár fyrir ÍBV :: Alla flokka og bæði kyn :: Frá Shellmóti á EM í Frakklandi á tíu árum :: Næsta takmark er HM í Rússlandi 2018 :: Heimir Hallgrímsson, þjálfari A-landsliðs karla og tannlæknir hefur verið mikið í sviðsljósinu síðustu ár sem náði hámarki þegar hann ásamt Lars Lagerbäck kom liðinu í átta liða úrslit á EM í Frakklandi í sumar. Frábær árangur sem vakti heimsathygli og beindi athygli erlendra fjölmiðla að Íslandi og þar var Eyjamaður- inn Heimir frábær fulltrúi lands og þjóðar. Heimir lék með ÍBV upp alla flokka og þjálfaði fyrir félagið í 27 ár. Það er sá grunnur sem hann byggir á sem þjálfari í dag. Nú eru Heimir og landsliðið að hefja nýjan kafla þar sem heims- meistaramótið í Rússlandi 2018 er lokatakmarkið. Um þetta og miklu meira ræðir hann í spjalli við Eyjafréttir. Fyrir tíu árum síðan varstu að þjálfa peyja á Shell- mótinu. datt þér í hug þá, að tíu árum síðar yrðir þú að stýra karlalandsliði íslands á Evrópumeistara- móti? „Nei,“ svarar Heimir eftir nokkra umhugsun. „Og ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá var ég ekki einu sinni að spá í hvar ég yrði eftir tíu ár. Þá hugsaði ég að þjálfa meistaraflokk karla hjá ÍBV væri stærsta verkefnið á þessu sviði sem ég gæti hugsað mér að taka að mér. Þar var metnaðurinn á þeim tíma og ég sá ekki heldur lengra en að vera hér áfram sem tannlæknir. Þá var hugurinn hjá ÍBV og ég í leiðinni að þjálfa meistaraflokk kvenna og líka sjötta flokk. Ég get með hreinni samvisku sagt, að ég var ekki að hugsa eitthvað lengra en það,“ segir Heimir. Allan þennan tíma ert þú að viða að þér þekkingu í fótbolta, sækir námskeið sem í boði voru og varst um tíma hjá Liverpool. fórstu eins langt og hægt er í að afla þér þekkingar sem knattspyrnuþjálfari? „Ég hef alltaf viljað gera vel það sem ég geri. Og af því að þú byrjaðir á að nefna sjötta flokk og fimmta flokk sem við Íris vorum að þjálfa í fjögur ár er gaman að nefna það hér, að kannski fyrir utan EM, er árangur sjötta flokks ÍBV fyrir tíu árum sá besti sem ég hef náð sem þjálfari. Að fara með lið frá litlum stað eins og Vestmannaeyjum í úrslitaleik á Shellmóti í A-liðum, B-liðum og C-liðum er eitthvað sem mun aldrei verða leikið aftur. Þetta lið varð Íslandsmeistari í sjötta flokki og þessi hópur fékk bikarinn í fimmta flokki á Akureyri fyrir besta samanlagðan árangur í A-, B-, C-, D- og E-liðum sem er fáránlegt í ljósi þess að hér búa rúmlega 4000 manns. Það var ótrúlega góður árangur. Við lögðum okkur líka fram um að gera eins vel sem þjálfarar eins og við gátum,“ segir Heimir og það skilaði sér. Meðal annars gáfu hann og Íris út disk með tækniæfingum með strákunum. „Það var æðislega gaman. Við sýndum myndbandið í Bíóinu og buðum foreldrunum upp á popp og kók. Þannig að ég hef alltaf haft brennandi áhuga á þjálfun. Hafir þú ástríðu fyrir einhverju viltu gera það eins vel og hægt er. Ég hef alltaf viljað læra meira og eitthvað nýtt en er ekkert feiminn við að viðurkenna að ég veit ekki helminginn af því sem ég vil vita.“ Frábær árangur með kvennaliðið Þú nærð líka frábærum árangri bæði með meistaraflokk karla og kvenna ÍBV. „Þetta byrjaði með því að ég var með kvennaliðið í fimm ár. Við bættum okkur á hverju ári og þetta var mjög skemmtilegur tími. Stjórnunin í kringum liðið varð alltaf betri og betri, metnaður meiri og stelpurnar bættu alltaf árangur sinn á hverju ári. Síðasta árið sem ég var með stelpurnar urðum við bikarmeistarar, deildarbikarmeist- arar og urðum svo í öðru sæti í deildinni sem var smá svekkelsi.“ Eitt tap norður á Akureyri ef ég man rétt réði þar miklu? „Já, tap fyrir norðan sem var svona óvænt. Það var í raun eini leikurinn sem olli okkur vonbrigðum þannig að þetta var ofsalega skemmtilegur tími,“ segir Heimir sem tók svo við karlaliðinu við heldur erfiðar aðstæður sumarið 2007. Þjálfaði hann meistaraflokk ÍBV til ársins 2012. Fótboltinn hjá ÍBV var gjaldþrota „Ég kom inn í þetta í lok tímabils en Guðlaugur Baldursson þjálfari liðsins hætti eftir slæmt gengi. Við féllum um haustið og þá var ekkert annað að gera en að reyna að leiðrétta það. Við komumst aftur upp í efstu deild í annarri tilraun en segja má, að þegar ÍBV féll var liðið leikmanna- og peningalega gjaldþrota að öllu leyti. Bæði áttum við fáa leikmenn, engan pening og skulduðum mikið. Það varð að byrja á öllu frá grunni og hugsa aðeins öðru vísi þegar farið var af stað. Það var rosalega erfiður tími, léleg umgjörð og allt heldur fátæklegt,“ segir Heimir en þarna liggur leiðin upp á við hjá ÍBV. Leiðin liggur upp á við „Smá saman safnast góður kjarni í kringum liðið og eru sumir þeirra jafnvel enn að. Það er nauðsynlegt ef lið á að halda sjó, að það sé stöðugleiki í því sem verið er að gera. Það tókst og síðustu tvö árin mín með liðið áttum við möguleika á að verða Íslandsmeistarar í síðasta leik. Þetta var mjög skemmtilegur tími en ég fann að það þurfti að gera meira til að ÍBV gæti orðið Íslandsmeistari. Fannst mér, að félagið væri ekki tilbúið að stíga næsta skref. Ákvað því að hætta og lét ráðið vita þegar tímabilið var um það bil hálfnað. Þá fórum við að leita að þjálfara og Maggi Gylfa tók við. Hann náði svo þriðja sætinu eitt ár til viðbótar. Þannig að ÍBV var í Evrópukeppni í þrjú ár í röð.“ Fjölskyldan, Kristófer, Íris og Heimir. Hallgrímur elsti sonur þeirra var fjarri góðu gamni. Mynd úr einkasafni. Heimir og Lars á bekknum í leik Íslands og Ungverjalands í Marseille. Myndir: Skapti Hallgrímsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.