Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2016, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2016, Blaðsíða 10
10 Eyjafréttir / Miðvikudagur 31. ágúst 2016 Eyjamenn í framvarðarsveit KSÍ Það var gaman að fylgjast með EM, ekki síst að vera í Noregi þar sem strákarnir okkar voru líka strákar Norðmanna sem gerðu það sem þeir gátu til að eigna sér sem mest í velgengni Íslands. Verðskuldað að nokkru leyti. Já, það var gaman að vera Íslendingur í Noregi en líka var maður stoltur af þér og hinum Eyjamönnunum í hópnum, Jóa Ólafs, Einari Birni, Ómari Smára og Víði Reynis, allt menn sem ólust upp hér í Eyjum. Mér finnst þetta vera eitthvað sem við getum verið svo stolt af. „Einar er þarna vegna þess að hann er góður kokkur, Víðir er mjög hæfur í sínu starfi sem öryggis- fulltrúi eins og Ómar er fær upplýsingafulltrúi og Jói er í stjórn KSÍ og landsliðsnefnd karla, þannig að það er eðlilegt að þeir væru í kringum þetta. En ég er alveg sammála því að ÍBV getur framleitt meira en góða knattspyrnumenn,“ segir Heimir. Styrkurinn í sjálfboða- liðunum „Styrkur ÍBV liggur í öllum sjálfboðaliðunum, öllu þessu fólki sem er tilbúið að vinna fyrir félagið sitt. Sjálfur var ég ekkert sérstakur í fótbolta en félagið gaf mér alltaf stærri og stærri verkefni og tækifæri. Þau bjuggu mig til sem þjálfara með því að gefa mér þessi tækifæri. Ég þjálfaði samtals í 27 ár fyrir félagið, mest yngri flokka og ég er búinn að þjálfa alla flokka og bæði kyn í Vestmannaeyjum. Af þessu sést að ÍBV getur búið til miklu meira en íþróttafólk. Við erum með fólk sem stýrir stórum viðburðum sem hefur hlotið uppeldi innan félagsins. Þannig að ÍBV á stóran þátt í að þroska fólk upp í það að takast á við stór verkefni, eins og þjóðhátíð og fleira.“ Og hér elst þú upp og það hefur skilað sínu eins og þú segir en einhvern tímann sagðir þú mér að þegar þú varst peyi hafi Þórður stóri bróðir komið heim í hádeginu og gaf ekkert eftir í keppni við þig í fótbolta sem endaði með því að hann skildi þig eftir grenjandi. „Þetta var bara pína. Hann vildi sjálfur ekki tapa og það endaði alltaf með því að ég fór að grenja. Ég vann aldrei, ég man aldrei eftir að hann hafi leyft mér að vinna og uppeldislega er þetta ferlega rangt,“ segir Heimir og hlær. „En hefur örugglega að einhverju leyti mótað mann. Þannig var þetta bara en alltaf vildi maður fara aftur á móti Þórði.“ Hvað er þetta með Íslendinga Ísland er Ísland og Vestmannaeyjar eru Vestmannaeyjar. Einhvern veginn finnst mér stundum að við sem þjóð njótum ekki sannmælis hjá okkur sjálfum. Við eigum frábært listafólk og íþróttafólk og Íslendinga sem eru að vinna á alþjóðlegum vettvangi og starf þeirra vekur athygli. Mér finnst að gera mætti meira úr þessu og að við vera vera stoltari af þessu fólki öllu saman, bæði sem Eyjamenn og Íslendingar því við erum að gera það gott á svo mörgum sviðum. Félagið okkar ÍBV er með lið í efstu deildum karla og kvenna bæði í handbolta og fótbolta sem er ekki sjálfgefið. „Ég er sammála því að við eigum alveg ótrúlega gott íþróttafólk. Og það er svo sérstakt, eins og forsetinn og fleiri hafa sagt, að við skulum eiga svona öflugar sveitir í hópíþróttum. Sem er merkilegt því þar skiptir fjöldinn venjulegast máli. Þá erum við að tala um stórar íþróttagreinar eins og körfubolta, fótbolta og handbolta þar sem við erum með bæði karla- og kvennalið sem hafa verið að komast í lokakeppni EM síðustu árin. Þetta er allt fólk á sama aldursbili og það er eitthvað til að vera mjög stoltur yfir. Ég veit að það er í gangi sálfræði- rannsókn á því af hverju akkúrat þessi aldurshópur á Íslandi er að ná svona góðum árangri í hópíþróttum. Við hljótum að vera að gera eitthvað rétt. Við erum alltaf að leita erlendis af einhverjum módelum og fyrirmyndum en kannski erum við að leita langt yfir skammt. Við erum virkilega að gera eitthvað rétt og við verðum að passa upp á það og halda því áfram.“ Vestmannaeyjar eru Ísland í skýrara ljósi finnur þú fyrir því í samskipt- um við blaðamenn og fólk innan fótboltans að það sé að spá í þessu? „Nei. Ég held að við Íslendingar séum lausir við það að velta okkur upp úr því af hverju við erum góð í einhverju. Við viljum alltaf verða betri og leita að næstu leið til að verða ennþá betri. Það er einkenni okkar frekar en við séum að spá í af hverju erum við góð. Viljum alltaf meira sem ég held að sé að vissu leyti jákvætt. Þú varst að tala um Ísland og Vestmannaeyjar áðan. Mér finnst Vestmannaeyjar vera Ísland í skýrara ljósi. Þú getur yfirfært allt sem er að gerast á Íslandi yfir á Vestmannaeyinga en það er aðeins ýktara hér. Þá er ég að tala um dugnað og vinnusemi en svo er það ættjarðarástin, manni finnst allt aðeins betra heima hjá sér. Mér finnst krakkarnir hér vinna aðeins meira, leggja aðeins meira á sig til að vera í íþróttum. Þess vegna held ég að það sé ákveðinn karakter í okkur er umfram aðra. En þetta er einkenni á Íslendingum almennt.“ Þá verður annað svo lítið Það er alveg rétt og hér þurfa krakkar í íþróttum að þvælast á milli í allskonar veðrum yfir vetrartímann og spjallið á eftir er hvað hver ældi oft í Herjólfi og þetta er ekkert mál. „Þetta er bara hluti af því að alast upp í Eyjum og vekur athygli. Það voru ótrúlega margir erlendir blaðamenn sem vildu tala við mig. Ég sagði þeim að þeir yrðu að koma til Vestmannaeyja og sjá hvernig þetta er hjá okkur. Það er ótrúlega jákvæð umfjöllun sem Eyjan okkar fékk í fjölmiðlum, sjónvarpi og blöðum í kringum Evrópukeppnina. Það er alveg ómetanlegt og væri gaman að sjá hversu oft Vestmanna- eyjar koma upp í allri umfjöllun út um allan heim. Það sem blaða- mennirnir voru mest undrandi á, var þegar þeir vissu að litlir krakkar voru að fara spila einn fótboltaleik uppi á landi og það tæki þá jafnvel þriggja tíma siglingu og klukkutíma rútuferð að komast á leikinn. Þú þarft að vera virkilega áhugasamur ef þú ætlar að gera þetta aftur og aftur. Krakkar hér í Eyjum eru jafnvel í fótbolta, handbolta og líka kröfubolta og þurfa að gera þetta allt árið í allskonar veðrum. Það segir manni að þau eru í þessu af því að þau hafa áhuga. Það þarftu að hafa ef þú þarft að ganga í gegnum allt þetta,“ segir Heimir. „Þú og ég röflum yfir því að fara til Reykjavíkur vitandi, að þurfa að fara með skipinu í þrjá tíma í Þorlákshöfn. Við finnum okkur ástæðu til að kvarta yfir því en krakkarnir gera þetta aðra hvora viku allan uppvöxtinn. Þegar þú getur lagt svona mikið á þig auk þess að vera í íþróttagreininni þá verður svo lítið mál að gera annað. Ég held að þetta móti okkur og sé ein af ástæðunum fyrir því að ÍBV er í efstu deild í öllum íþróttagrein- um. Við framleiðum kannski ekki marga toppmenn en það er fullt af fólki sem hefur karakterinn þó hæfileikana skorti. Er tilbúið til að leggja meira á sig en meðaljóninn.“ Eyjar í brennidepli erlendra fjölmiðla Þú nefndir fjölmiðlaumfjöl lun, veistu eitthvað hvað hún var miki l , hvað mikið af þessum stóru blöðum og sjónvarps- stöðvum sem komu hingað? „Hingað kom fólk frá einum sjö eða átta blöðum og tímaritum, L'Équipe, Le Monde, France Football, blaði frá Japan, tvö sænsk tímarit, norsk sjónvarpsstöð og fleiri og fleiri. Þetta var fyrir utan alla sem tóku viðtöl við okkur í Reykjavík og erlendis líka. Vestmannaeyjar bar oft á góma og myndir héðan fylgdu með þannig Íris og Heimi á EM. Íris var fyrirliði ÍBV þegar konurnar urðu deildar- og bikarmeistarar 2004 og Heimir var þjálfari. Saman þjálfuðu þau ÍBV yngri flokka í mörg ár. Tekið undir í íslenska þjóðsöngnum fyrir leikinn í Nice gegn Englandi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.