Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2016, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2016, Blaðsíða 11
Þegar litið er yfir þau 90 ár sem liðin eru frá stofnun Taflfélags Vest- mannaeyja 29. ágúst 1926 er hægt að staldra víða við. Frá upphafi hafa skipst á öflug tímabil með miklu lífi og einnig tímabil þar sem starfið lá að mestu niðri. Fram til 1930 var öflug starfsemi, en siðan tóku sex ár þar sem félagið var í hálfgerðum dvala. Árið 1936 tók félagið góðan kipp með öflugu starfi og þannig var staðan þegar síðari heimsstyrj- öldin hófst haustið 1939. Styrjöld- inni fylgdi fljótlega mjög aukin at- vinna sem dró úr félagslífi. Haustið 1944 hófst stutt en öflugt tímabil í sögu félagsins, en það varði ekki nema í tvö ár. Nokkrir þeirra sem stofnuðu félagið 1926 tóku þátt í félagsstarfinu þegar blásið var til leiks á ný á fjórða og fimmta ára- tugnum. Enn á ný kom tímabil þar sem formlegt félagsstarfið lá niðri þótt félagsmenn héldu áfram að tefla. Það var síðan 15. september 1957 fyrir tæpum 60 árum að ákveðið var að endurvekja starf- semi félagsins á fundi að Breiða- bliki. Frá þeim tíma hefur starfsemi Taflfélags Vm. verið samfelld, en auðvitað með sínum uppgangs- tímum og lægðum þess á milli. Víða komið Við í húsnæðismálum Starfsemi félagasamtaka byggist fyrst og fremst á áhuga og dugnaði félagsmanna. Margt annað getur haft áhrif þegar kemur áhugamál- um og tómstundum . Húsnæðismál fyrir æfingar og skákmót á vegum TV voru lengst af nokkuð snúin og var teflt mjög víða um bæinn og aðstaða mjög misjöfn. Á fyrstu árum félagsins var stundum teflt á Hótel Berg við Heimagötu og æf- ingar í Barnaskólanum. Vest- mannaeyjabær lagði til aðstöðu á Breiðabliki frá 1957-1965, en þetta virðulega og stóra íbúðarhús sem var byggt 1908, hýsti eftir 1930 Unglingaskóla og frá 1965 Stýri- mannaskólann í Vm. fram að eld- gosinu 1973. Félagið hafði aðstöðu í Gefjun við Strandveg 1965-1967 og síðar í Matstofunni í Drífanda 1968-1969, en 1970, var flutt í Félagsheimilið- Stúkuhúsið- við Heiðarveg og var þar teflt á nokkr- um stöðum. Haustið 1972 þegar starfsemin stóð í miklum blóma var flutt í sal á efstu hæð hússins og þannig var staðan þegar eldgosið hófst. Starfsemi TV komst í gang á ný eftir gos í ársbyrjun 1974 og var m.a. teflt í Eyverjasalnum vestast í Samkomuhúsinu. Frá 1975 fékk fé- lagið inni í góðum sal á efri hæð Alþýðuhússins, en 1982 var flutt á í herbergi á jarðhæð félagsheimilis- ins við Heiðarveg. Það húsnæði nýttist best fyrir æfingar og sem áhaldageymsla, en haldið áfram í Alþýðuhúsinu með skákmót. Haustið 2004 festi TV kaup á 110 fermetra sal á jarðhæð Heiðarvegs 9. Til þess að létta undir kaupum á húsnæðinu gerði TV samning við Vestmannaeyjabæ sem felur í sér í sér stuðning við félagið til að eign- ast húsnæðið og skyldur TV gagn- vart bæjarfélaginu. uPPGanGtíminn 2004-2012 Skákævintýrið í Eyjum sem hófst vorið 2004 og kaupin á húsnæðinu að Heiðarvegi 9 haustið 2004 markaði upphafið að blómatíma Taflfélagsins. Stuðningur Vest- mannaeyjabæjar ásamt miklum krafti forystusveitar lyfti öllu starf- inu. Tekin var upp skákkennsla barna í GRV og einnig í húsnæði TV. Skilaði þetta átak miklum árangri og náðu Eyjakrakkar toppárangri á barna- og unglingamótum í nokkur ár. Hægt er að fullyrða að mesta blómaskeiðið í sögu Taflfélagsins hafi verið árin 2004-2012. Helstu forystumenn TV á þessum tíma voru Karl Gauti Hjaltason, Magnús Matthíasson og Sverrir Unnarsson. Skákkennsla í 1.-5. bekk GRV- Ham- arsskóla hafði mikil og jákvæð áhrif og þar vegur mikið hlutur Björns Ívars Karlssonar, skákkennara og nú Alþjóðslegs meistara. Taflfélagið var á sama tíma og raunar allt til vorsins 2015 með skáksveit í efstu deild Íslandsmóts skákfélaga sem var skipuð innlendum og erlendum meisturum, auk þess að vera með 1-2 sveitir í neðri deildum. Vorið 2015 var ákveðið að rifa seglin og senda ekki sveit í efstu deild vegna mikils kostnaðar, en haldið áfram í neðri deildum. Þess í stað var ákveðið að vinna að því að tekin verði upp á ný skákkennsla í yngri bekkjum Grunnskóla Vestmanna- eyja og er þess vænst að formleg skákkennsla á vegum Skákaka- demíunnar verði tekin upp í haust. Stefán Bergsson og Björn Ívar Karls- son kynntu skák í Hamarssskóla sl. vetur. Sigurlás Þorleifsson skóla- stjóri GRV og bæjaryfirvöld eiga þakkir skyldar að taka upp þráðinn í skákkennslu á nýjan leik. Hlutverk TV verður að fylgja kennslunni eftir með góðri húsnæðisaðstöðu og mótshaldi fyrir börn og unglinga. Regluleg skákkennsla barna í Grunnskóla er mjög gagnleg og ýtir undir stærðfræðiáhuga þeirra og rökhugsun. tæknibyltinGin Gjörbreytti umhVerfinu Öll aðstaða til skákiðkunar hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Allt aðgengi til að fylgjast með innlendum og erlendum skák- viðburðum hefur gjörbreyst. Svo er upplýsingabyltingunni að þakka. Til nokkra ára hefur verið hægt að tefla á netinu við skákforritin í tölv- unni og/eða andstæðinga um víða veröld. Beinar útsendingar frá inn- lendum og erlendum alþjóðlegum skákmótum og landsmótum eru algengar og einnig er hægt að fylgjast með öflugum hraðskák- mótum á netinu. Á Íslandi skiptir vefurinn skák.is sem Skáksamband Íslands heldur úti mjög miklu máli, en Gunnar Björnsson forseti SÍ sér um vefinn. Allar þessar breytingar hafa mikil áhrif á starfsemi skák- félaga og hefur sannarlega komið mjög niður á hefðbundnu starfi og þáttöku í skákmótum á síðustu árum. Upplýsingabyltingin felur því i sér ógnanir fyrir hefðbundna starfsemi skákfélaga og jafnframt mikil tækifæri að fylgjast með mót- um og tefla á netinu. Skákin sjálf, sem list og íþrótt stendur vel að vígi á heimsvísu. Allar reglur eru fastmótaðar en að- staðan hefur gjörbreyst og komið er til móts við breytta tíma. Biðkák- ir eru aflagðar og Fischer skák- klukkan hefur valdið byltingu í allri keppni. Bréfskákir milli manna eru eingöngu á netinu og keppni í símskákum milli bæjarfélaga eru löngu dottnar upp fyrir. Fjöltefli skákmeistara sem voru áður fyrr snar þáttur í starfseminni heyra nú að mestu sögunni til Nýjar út- færslur hafa komið til og má þar sem nefna svokallaðar atskákir þar sem tímamörk eru mun rýmri en í hraðskák, en mun styttri en í kapp- skákum hafa rutt sér nokkuð til rúms. lokaorð Þótt mesti uppgangtíminn í 90 ára sögu TV var sannarlega 2004-2012 hafa komið öflug tímabil svo sem 1970 og fram að eldgosinu 1973. Þá hafði félagið mikla aðkomu að Alþjóðlegu skákmóti sem haldið var í Safnahúsinu 1985, Skákþingi Íslands 1994 í Eyjum og Íslands- móti skákfélaga haustið 2001 í veitingahúsinu Höllinni við Löngu- lág. Allir slíkir atburðir ásamt fjöl- mörgum fjölteflum með alþjóðleg- um meisturum höfðu ávallt jákvæð áhrif á starfsemi félagsins. Framundan er 90 ára afmælis at- skákmót TV. 10.-11. september nk. , þá tekur við þátttaka í Íslandsmóti skákfélaga 2016-2017 í Reykjavík 30. sept. – 2. okt. nk., en þar verður félagið eina sveit. Skákþing Vest- mannaeyja 2016 hefst síðar í haust og að auki verða æfingar og hrað- skákmót. Til framtíðar skiptir gríðarlegu mál að vel takist til við skákkennslu í Grunnskóla Vm. og að skákkennsl- an skili sér áfram á önnur skólastig. Þannig verður til endurnýjun í fé- laginu og hægt að horfa til fram- tíðar í starfinu. Á þessum tímamótum nota ég tækifærið og þakka Vestmannaey- jabæ og þeim fjölmörgu einstak- lingum og fyrirtækjum innanbæjar og utan sem hafa stutt starfsemi félagsins með einum eða öðrum hætti í gegnum tíðina. Án þess stuðnings væri félagið ekki starf- andi í dag. starfsemin hefur verið sveiflukennd allan tímann Arnar Sigurmundsson formaður TV 9 0 á r A A F M æ L i S B L A ð TA F L F é L AG S V E S T M A N N A E y j A | D R E i F T M E ð E y j A F R é T T U M 3 1 . Á G ú S T 2 0 1 6 fyrsta stjórn tV Á stofnfundi Taflfélags Vestmannaeyja 29. ágúst 1926 sem fram fór í húsinu Reyni við Bárustíg voru eftirtaldir kosnir í fyrstu stjórn TV: Hermann Benediktsson, verkstjóri, Godthaab, síðar Bergholti, formaður, Kristinn Ólafsson, lögfræðingur, þáv. bæjar- stjóri á Reyni , ritari og Magnús Bergsson, bakarameistari Tungu við Heimagötu , gjaldkeri. Stofnendur félagar voru níu talsins, en viku eftir stofnfundinn bættust ellefu í hópinn og voru félagsmenn 20 talsins þegar regluleg starfsemi félagsins hófst í byrjun september 1926. heiðurs- félagi tV Sigmundur Andrésson, bakarameistari, - Simmi bakari - var veitt nafnbótin heiðursfélagi Taflfélags Vestmannaeyja árið 1988. Simmi sem er fæddur 1922 gekk til liðs við félagið 1975-1976 og gerðist fljótlega mikil driffjöður í starfinu. Simmi hélt utan um skákæfingar og annaðist skákkennslu barna og og ungmenna á vegum TV frá 1980 til margra ára. Simmi bakari var virkur í starfsemi TV vel fram yfir 2000. Sigmundur Andrésson dvelur nú á Hraunbúðum. Fjórlitur 76c + 8m 100c + 65m + 30k Letur svart Fjórlitur 76c + 8m 100c + 65m + 30k Sendum Taflfélagi Vestmannaeyja innilegar hamingjuóskir á 90 ára afmælinu Frá skákmaraþoni í Vestmannaeyjum haustið 2008 Glófaxi

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.