Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2016, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2016, Blaðsíða 12
2 TAflfélAg VeSTmAnnAeyjA 90 árA lengsta skák á skákþingi Lengsta skák sem tefld hefur verið á Skákþingi Íslands frá upphafi var viðureign þeirra jóns Garðars Viðarssonar skákmeist- ara (2335 stig) og jóhanns Hjartarsonar, stórmeistara (2585 stig) í 3ju umferð á Skákþingi Íslands sem fram fór í félags- heimilinu Ásgarði i Eyjum 23. ágúst til 3. sept. 1994. Skákin fór margoft í bið var tefld til þrautar og lauk með jafntefli eftir 183 leiki ! Í mótslok voru þeir jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson og Hannes Hlífar Stefánsson stórmeistarar allir með 8,5 vinn. af 11 mögulegum. Þurfti því útkljá mótið með aukakeppni milli þeirra þriggja og fór hún fram í fundarsal Sparisjóðs Vm. í október sama ár. Tefld var tvöföld umferð og fór svo að lokum að jóhann Hjartarson stóð uppi sem sigurvegari. Þess má geta að jóhann Hjartarson er einnig Skákmeistari Íslands 2016. Fyrr á þessu ári var leitað til Gunnars júlíussonar, Eyjamanns, grafísks hönnunar hjá Dynamit í Reykjavík um að gera tillögur að félagsmerki TV. Gunnar var með listsýningu á goslokum 2015 í húsnæði félagsins við Heiðarveg. Gunnari er margt til lista lagt og gerði hann meðal annars í framhaldinu mynd af Helga Ólafssyni , stórmeistara, Eyja- manns og var myndinni komið fyrir í húsnæði TV. Gunnar lagði fram nokkrar hugmyndir að félagsmerki og afmælismerki TV. Farið var yfir tillögur Gunnars og ein þeirra samþykkt og prýðir nú blaðið ásamt 90 ára afmælismerki TV. Gunnar færði TV merkin að gjöf, en þess má geta að Magnús Bergsson, bakarameistari í Tungu við Heimagötu sem sat í fyrstu stjórn TV fyrir 90 árum var afi Gunnars júlíussonar ( Magnússon- ar) TV færir Gunnari júlíussyni þakkir fyrir höfðinglega gjöf og velvild í garð félagsins. Á árunum 2004 og allt til 2012 stóð yfir mikið blómaskeið í skák í Vestmannaeyjum. Að mati undirritaðs hófst það allt haustið 2003 þegar ákveðið var að efna til öflugs skákmóts, sem sniðið væri fyrir skólakrakka og fékk nafnið Skákævintýri í Eyjum og efnt var til í fyrsta skipti vorið 2004 og endurtekið enn stærra ári seinna. Það sem gerðist í framhaldi af þessu var ævintýri líkast og átti sér nokkrar forsendur. Í fyrsta lagi var þó nokkur fjöldi krakka að tefla í félaginu á þessum tíma og voru þau sífellt að bæta sig. Í öðru lagi var forystusveit félagsins afar áhugasöm, formaður var Magnús Matthíasson og aðrir sem komu að þessari sömu framtíðarsýn voru þeir Sverrir Unnarsson og undir- ritaður. Ekki má gleyma því að félagið átti marga mjög öfluga fylgismenn, bæði skákmenn og aðra í bænum og má þar nefna Sigurjón Þorkelsson, Stefán Gíslason‚ Ólaf Tý Guðjónsson og Guðjón Hjörleifsson. Þá voru þeir Helgi Ólafsson og Björn Ívar Karlsson félagsmenn í félaginu og studdu dyggilega við bakið á starfinu. Í þriðja lagi voru fyrirtæki í Eyjum þess albúin að styðja við vaxandi starfsemi og má þar nefna Ísfélagið, Vinnslustöðina, Glófaxa, Huginn og Vestmannaeyjabæ. Framtíðarsýnin var skýr, við skyldum eignast skákkrakka sem gæfu krökkum á landsvísu ekkert eftir. Til þess þurfti að feta ákveðin stíg, þar sem feta þurfti eftir mörgum vörðum. Á sama tíma eða haustið 2004 festi félagið kaup á húsnæði undir starfsemina að Heiðarvegi 9A og er þar enn með aðstöðu rúmum áratug síðar. Húsnæðið tryggði félaginu ákveðið sjálfstæði til skipulagn- ingar á starfsemi sinni sem kom sér vel og oft var fullt út að dyrum í Skáksetrinu og í góðum veðrum var teflt úti á gangstéttinni fyrir framan. Ýmislegt var gert til að fjölga krökkum í félaginu og var efnt til alls kyns uppákoma, svo sem sunnudags- móta sem reyndar áttu sér lengri sögu, deildakeppni krakka, skákmaraþons, stúlknakákmót, skipulagðar hópferðir upp á land til þátttöku á mótum, þar sem gleði og samstaða var snar þáttur í ferðalaginu. skákstarfið Þá ákvað stjórn að vinna markvisst að því að finna mótherja við hæfi hverju sinni og þegar ljóst var að sveit okkar bestu krakka var við það að skipa sér í fremstu röð á islandsmóti barnaskólasveita var efnt til vinaskákmóts við öflugasta skólann á þeim tíma, Salaskóla, bæði í Kópavogi og í Eyjum. Ungum skákmönnum var boðið að taka þátt í kappskákum með þeim fullorðnu í félaginu og efldust þeir gífurlega við það að etja kappi við sér eldri og reyndari skákmenn og áunnu sér á unga aldri skákstig, sem á þeim tíma var fremur sjaldgæft á landsvísu. Þá tók félagið á hverju vori og hausti þátt í deildakeppni Skáksambandsins, en mest vorum við með 5 sveitir í þeirri keppni og eitt sinn vorum við með sveitir í öllum 4 deildum keppninnar. Þar fengu ungir krakkar úr Eyjum tækifæri til að etja kappi við öfluga skákmenn alls staðar af að landinu. Ekki þarf að tíunda hversu geysiöflug A sveit félagsins var á þessum tíma og ávallt í toppslagnum, náðu verðlaunasæti ár eftir ár, en aldrei lönduðum við titlinum sjálfum. Sveitin hlaut silfurverðlaun alls 5 sinnum 2003, 2006, 2007, 2010 og 2011 oftast undir stjórn hins geðþekka liðsstjóra Þorsteins Þorsteinssonar. Félagið hafði á að skipa fjölmörgum erlendum stórmeisturum í þessum rimmum og öflugu íslensku stórmeistarap- ari með Helga Ólafssyni og Henrik Danielsen. Ýmislegt var gert til að efla áhugann, nokkrum sinnum stóð félagið fyrir útgáfu á blaðinu Skákeyjunni, þar sem starfsemin var kynnt bæjarbúum og var slík útgáfa alger nýlunda, þar sem athyglinni var fyrst og fremst beint að skákbörnum. Í Eyjum voru haldin fjölmörg skákmót fyrir utan þau sem nefnd hafa verið, þ.á.m. Íslandsmót barna, unglingameistaramót Íslands, norðurlandamót barnaskólasveita, Sparisjóðsmótin, Vinnslustöðvar- mótin, Volcano mót á gamlársdag og hið víðfræga jólaskákmót sem er eina skákmótið á landinu sem haldið er á jóladag. áranGurinn Með þrotlausri vinnu í barnastarf- inu fór árangurinn brátt að koma í ljós og fyrsti titillinn kom í janúar 2005 þegar Nökkvi Sverrisson var Íslandsmeistari barna. Titlunum átti eftir að fjölga og tveimur árum síðar vann Kristófer Gautason sama titill og endurtók það svo fyrstur allra árið eftir. Árið 2006 vann sveit frá Eyjum íslandsmót barnaskólasveita og yngri drengir endurtóku það afrek svo árið eftir. Keppendur frá Eyjum fóru á erlend skákmót, þrisvar sinnum tóku sveitir héðan þátt í Norðurlanda- móti barnaskólasveita og náðu þar tvisvar í silfurverðlaun. Tvisvar sinnum tókum við þátt í Evrópu- móti barnaskólasveita og náði sveit Eyjamanna 5. sæti á EM árið 2006 og á norðurlandamótunum í skólaskák sem haldið er til skiptist á norðurlöndunum áttum við á árunum 2007-2014 nær árlega keppendur, en þrír einstaklingar fóru á þau mót; Nökkvi Sverrisson (tvisvar 3 sæti) og Kristófer Gautason fóru á nokkur slík mót og Róbert Aron Eysteinsson einu sinni. Þá tók Kristófer þátt í heimsmeistaramótinu 2009 í Tyrklandi. Afrek skákkrakka í Vestmanna- eyjum á þessum árum byggðust ekki bara upp í kringum einn eða tvo krakka, heldur voru hér á tímabili vel á annan tug skák- krakka sem gátu skákað hverjum jafnaldra sem var á landinu. Fyrir utan þessa þrjá ofangreindu má hér nafngreina eftir aldri þau Ágúst Sölva Hreggviðsson, Bjart Tý Ólafsson, Alexander Gautason, Sindra Frey Guðjónsson, Hallgrím júlíusson, Daða Stein jónsson, Val Marvin Pálsson, Sindra jóhanns- son, Baldur Haraldsson, Nökkva Dan Elliðason, Ársæl Guðjónsson, jörgen Frey Ólafsson, Sigurð Arnar Magnússon, Hafdísi Magnúsdóttur, Eyþór Daða Kjartansson og Guðlaug Gísla Guðmundsson. lokaorð Lærdómurinn af þessu þessum mikla árangri sem náðist í þessu afskekkta bæjarfélagi er fyrst og fremst sá að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Með mikilli vinnu, samstarfi og stuðningi margra er unnt að ná gífurlegum árangri á ekki stærri stað en í Vestmanna- eyjum. Virkja þarf þann meðbyr sem menn sjá oft í smærri afrekum eða hæfileikum sem sýna sig, byggja upp í kringum hið smáa og láta gleðina fleyta mönnum áfram til stærri sigra og uppbyggingar. Lengi lifi Taflfélag Vestmannaeyja. blómaskeið taflfélagsins 2004-2012 Útgefandi Eyjasýn fyrir hönd Taflfélags Vm. | Ritnefnd Arnar Sigurmundsson, ábm. og Karl Gauti Hjaltason | Umbrot Eyjasýn ehf. | Prentun Landsprent ehf. 9 0 á r A A F M æ L i S B L A ð TA F L F é L AG S V E S T M A N N A E y j A | D R E i F T M E ð E y j A F R é T T U M 3 1 . Á G ú S T 2 0 1 6 Karl gauti Hjaltason fyrrv. formaður TV nýtt félagsmerki taflfélags Vestmannaeyja frá afhendingu málverksins af Helga Ólafssyni í skákheimilinu vorið 2016. frá vinstri Þórarinn Ingi Ólafsson, Sigurjón Þorkelsson, gunnar júlíusson , Karl gauti Hjaltason og Arnar Sigurmundsson. Stúlknaskákmót haustið 2008 í skákheimili TV við Heiðarveg

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.