Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2016, Side 14

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2016, Side 14
Þegar eldgosið hófst á Heimaey aðfaranótt 23. janúar 1973 var Skákþingi Vestmannaeyja 1973 rétt að ljúka. Teflt var mánudags- kvöldið 22. janúar í Félagsheim- ilinu við Heiðarveg þar sem nú er Vinaminni ný og glæsileg félagsaðstaða eldri borgara í Eyjum. Teflt var í 1. og 2. flokki og var keppni í öðrum flokki þá nýlokið. Keppendur í 1. flokki voru tólf og þegar gosið hófst voru fjórar skákir ótefldar úr síðustu umferð og einnig átti eftir að klára eina biðskák. Var það skák þeirra Helga Ólafssonar og Andra Hrólfssonar. Engan óraði fyrir kvöldið fyrir gos því að sú skák myndi loks verða kláruð 20 árum síðar!. Helgi var kvöldið fyrir gos kominn með 9 vinninga úr níu skákum og þurfti aðeins hálfan vinning úr þeim tveimur skákum sem hann hafði ekki lokið. Össur Kristinsson, var kominn með 9 vinninga en hafði lokið öllum sínum skákum. Af eðlilegum ástæðum var ekki ekki staður né stund til að ljúka Skákþingi 1973 meðan á eldgosinu stóð. Veturinn 1974 fór starfsemi TV af stað á nýjan leik og lítið minnst á að klára Skákþingið 1973, enda voru keppendur sem áttu eftir að ljúka sínum skákum ekki allir til staðar í Eyjum. Það átti einnig við um þá félaga Andra og Helga. ég minnist þess að hafa gossumarið 1973 minnst á það við Helga og Andra sem báðir voru þá við störf í Eyjum að klára biðskákina. En sem betur fer varð ekkert úr því. Haustið 1992 kom upp sú hugmynd þegar styttast fór að 20 ár voru liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey að klára Skákþing Vestmannaeyja 1973, laugardag- inn 23. janúar 1993. Einnig var ákveðið að halda öflugt hraðskák- mót sama dag, gekk hvorttveggja eftir og var teflt í fundarsal Sparisjóðs Vestmannaeyja við Bárustíg. Biðskák Helga Ólafssonar og Andra Hrólfssonar vakti mikila athygli í fjölmiðlum og birtist biðstaðan meðal annars í Morgunblaðinu 23. janúar 1993. Á þessum tuttugu árum sem liðin voru hafði Helgi tekið stórstígum framförum og löngu kominn í hóp sterkustu skákmanna Íslands. Við hinir minni spámennirnir sem áttu eftir að tefla við hann voru í besta falli á svipuðum slóðum og kvöldið fyrir eldgos. Helgi vann biðskákina við Andra og einnig skákina við undirritað- ann og fékk í mótslok titilinn Skákmeistari Vestmannaeyja 1973 – þótt liðin væru 20 ár frá fyrirhug- uðum mótslokum. tók 20 ár að ljúka skákinni myndin er tekin 23. janúar 1993 og sýnir Andra Hrólfsson til hægri gefast upp í biðskákinni við Helga Ólafsson stórmeistara, en þá voru liðin 20 ár frá því skákin fór í bið. Í bakgrunni frá vinstri ámundi Þorsteinsson , málari, Tryggvi jónason, fyrrv. form. TV, Sigurjón Þorkelsson, þáv. form. TV guðjón Hjörleifsson, þáv. bæjarstjóri og georg Þór Kristjánsson, þáv. bæjarfulltrúi, . Í forgrunni er Arnar Sigurmundsson en hann tefldi frestaða skák við Helga frá Skákþinginu 1973. lokaumferðin fór fram í fundarsal Sparisjóðs Vm. við Bárustíg ljósm. Sigurgeir jónasson. Arnar Sigurmundsson formaður TV 4 TAflfélAg VeSTmAnnAeyjA 90 árA Sendum Taflfélagi Vestmannaeyja innilegar hamingjuóskir á 90 ára afmælinu ÞEKKINGARSETUR V E S T M A N N A E Y J A rannsóknir - menntun - nýsköpun Frár VE Merki Eimskips / The Eimskip Logo EYJABLIKK Bergur ögmannstofa Vestmannaeyja mars ehf.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.