Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2016, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2016, Blaðsíða 16
12 Eyjafréttir / Miðvikudagur 31. ágúst 2016 staða okkar betri gagnvart bæði Hollendingum og Tyrkjum. Það hefði verið í lagi að gera jafntefli í öðrum leiknum á móti Hollandi þannig að við gátum farið afslapp- aðir í þessa leiki sem munar svo miklu og var svo þægilegt.“ Allir lögðust á eitt Svo eruð þið komnir á EM og þá hefst alveg nýtt ævintýri sem þú hefur lýst sem móti þar sem allt gekk upp og engin leiðindi. Allir, leikmenn, þjálfarteymið og starfsmenn hafi lagst á eitt og öll umgjörð KSÍ hafi orðið til þess að þetta varð eitt stórt ævintýri. „Það er í rauninni enn mín skoðun en í dag getum við sagt að við hefðum getað gert ýmislegt betur. Ég held að 95% af því sem Sambandið gerði í undirbúningi, það sem leikmenn gerðu til að undirbúa sig og líka starfsfólkið hafi verið frábært þegar við lítum til baka. Við getum sagt að varla hefði verið hægt að gera mikið betur. Það er ekki oft í lífinu sem allt gengur upp en þetta var þannig tími og maður verður að kunna að njóta þess þegar svona margt gengur upp. Það er ekki hægt að ganga að því sem vísu að það gerist. Þarna spilaði inn í góður undir- búningur hjá öllum sem að þessu komu og að maður minnist nú ekki á stuðningsmennina sem voru í raun algjörir sigurvegarar í mótinu. Voru okkur og Íslandi til þvílíks sóma. Er með eindæmum hversu flottir þeir voru og umtalað hversu skemmti- legir og jákvæðir þeir voru og hvað mikill stuðningur var af þeim. Líka hvað þeir voru hreinlegir. Tóku upp dósir eftir sig sem ekki allir aðrir gerðu. Ég las hvergi staf þar sem Íslendingum var hallmælt og við fengum ótrúlega góða umfjöllun um landið okkar, á meðan á keppninni stóð og á eftir.“ Stærra en margur hélt Ég hafði ekki gert mér grein fyrir hvað þetta var stórt erlendis fyrr en ég kom til Noregs á meðan á mótinu stóð. „Ég er sammála þér. Margir sem voru erlendis segja sömu sögu. Ég talaði við Úlfar Steindórs hjá Toyota sem var í Bandaríkjunum á þessum tíma. Hann sagðist aldrei hafa trúað því hvað þetta var stórt. Það kom kannski fimm mínútna syrpa af jöklunum okkar í sjónvarpi bara af því að Ísland var að spila fótbolta. Þarna kostar auglýsingin meiri peninga en við getum gert okkur í hugarlund. Þar var bara allt í einu margra mínútna innslag um Ísland og hvað er fallegt hérna. Ég sagði fyrir mótið að þetta myndi gengishækka íslenskan fótbolta en ég held að það eigi ekki bara við fótboltann. Ég held að Íslendingar yfir höfuð séu hærra metnir eftir EM.“ Við eigum heima hérna Hver var stærsta stundin á mótinu? „Mér fannst fyrsti leikurinn skipta svo miklu máli. Þessi óvissa, að taka þátt í stórmóti í fyrsta skipti, byrja á að spila gegn sterkasta liðinu í riðlinum, Portúgal sem varð á endanum Evrópumeistari og standast álagið, skipti svo miklu. Auðvitað vorum við ekki betri aðilinn í leiknum en stóðumst samt þessa prófraun. Það var svo mikill léttir og var ástæðan fyrir því að menn fögnuðu að ná jafnteflinu þó það færi í taugarnar á sumum eftir leikinn. Sálfræðilega var þetta ótrúlega mikilvægur leikur fyrir okkur. Það styrkir trúna þegar þú getur sagt; -við eigum heima hérna. Fyrir mér var það stóri leikurinn sálfræðilega. Auðvitað voru þetta allt mikilvægir leikir og mikill tilfinningarússíbani. Leikur tvö á móti Ungverjalandi, sem flestir töldu að við ættum að vinna skipti líka miklu. Við vorum búnir að leikgreina þá og vissum hvað góðir þeir voru. Þeir enda með því að vinna riðilinn enda með mjög flott lið. Það var leikur þar sem við vorum yfir allan tímann en fengum á okkur mark í lokin. Þrátt fyrir að fá jafn mörg stig gegn þeim og Portúgal voru úrslitin okkur vonbrigði. Þá var það leikurinn á móti Austurríki sem varð þriðji rússíban- inn þar sem við erum nánast að detta út úr keppninni í um hálftíma. Þeir liggja á okkur og við verjumst ansi vel. Þeir brenna af víti, hefðu átt að fá annað og voru í raun betri úti á vellinum. Svo skorum við mark í lokin og með því vorum við áfram inni í keppninni auk þess að fá auka daga í frí og England í sextán liða úrslitunum. Þarna fór maður úr því að vera að deyja úr stressi í það að vera ánægðasti maður í heimi. Það var í fyrsta skiptið sem ég missti kúlið. Fagnaði eins og vitleysingur en það var búið að liggja mikið á okkur og svo mikill léttir að fá þetta mark í blálokin.“ Ekkert eðlilegt við fyrri hálfleikinn á móti Frökkum Kom einhvern tíma upp það sem kalla má dapurt tímabil í keppn- inni? „Jú, auðvitað. Fyrri hálfleikurinn á móti Frökkum sem var svo út úr karakter hjá okkur. Ég held að leikmenn eins og við hafi gert sér grein fyrir því að það var ekkert eðlilegt við að það að vera að tapa stórt í fyrri hálfleik. En það sýndi karakter hjá þeim að koma til baka. Þú ert að spila leik þar sem þú ert nánast búinn að tapa, staðan 4:0 fyrir Frakkana í hálfleik. Þú veist að þú skorar ekki fimm mörk í hálfleik á móti svona sterku liði. En þeir gerðu heiðarlega tilraun til jafna leikinn, voru okkur algjörlega til sóma og björguðu andliti sínu og okkar allra með frábærri frammistöðu í seinni hálfleik og lokatölur 5:2. Auðvitað var dapurlegt að spila ekki betur í fyrri hálfleik en eins og ég sagði áðan gekk mest megnis eftir það sem við lögðum upp með. Það er náttúrulega alveg frábært. Ekki oft sem það gerist.“ Erfiðara að komast á HM en EM nú er Lars hættur og þú orðinn einn landsl iðsþjálfari. nú er það HM eftir tvö ár. Ætl ið þið að gleðja okkur þá, árið 2018 eins og þið gerðuð á árinu 2016? „Ég ætla að vona að við getum glatt alla með því að komast á HM í Rússlandi. Það vita allir að það er erfiðara að komast á HM en EM því það eru helmingi færri Evrópu- lönd sem komast inn í lokakeppn- ina. Efsta liðið í hverjum riðli fer beint inn og auðvitað er það bara næsta verkefni. Hvað gerist eftir það er best að vera ekkert að ræða. Með því að ná takmarki sem hefur ekki náðst áður í sögunni þá vilja Íslendingar að landsliðið þeirra sé alltaf á lokamótum. Við erum bara þannig að kröfurnar eru orðnar meiri en það er markmið okkar allra að vera áfram í lokakeppnum. Hvað sem svo gerist 2018 verður bara að koma í ljós. EM var skemmtileg lífsreynsla og við viljum allir upplifa hana aftur.“ Vona að ég geti alltaf sagt að ég eigi heima í Vestmanna- eyjum Þú kemur t i l með að f lytja héðan. „Ég vona að ég þurfi aldrei alveg að flytja frá Eyjum en ég veit að ég þarf að vera miklu meira í burtu frá Vestmannaeyjum en ég hef verið. Þetta ár hefur verið þannig að ég hef verið meira í burtu en hér heima. Ég vona að ég geti alltaf sagt að ég eigi heima í Vestmanna- eyjum en auðvitað verð ég að eiga tvö heimili næsta eitt og hálfa árið að minnsta kosti.“ Hafa einhverj ir stórir klúbbar rætt við þig? „Nei. Enda er ég með samning þannig að það er ekkert um að ræða.“ Ég á mér draum um að eft ir f imm ár verðir þú orðinn þjálfari Liverpool og leiðir þá t i l s igurs í Meistaradeildinni. Þetta fannst Heimi asnalegt en sagði þó: „Þeir eru með einn besta þjálfara í heimi og ég vona að hann verði langlífur þar eins og hann var hjá Dortmund,“ segir Heimir um Jürgen Klopp og hlær. finnurðu einhvern mun á sjálfum þér í dag eða fyrir t íu árum? „Já,“ segir Heimir með semingi. „Ég á auðveldara með margt. Á auðveldara með að taka gagnrýni. Veit að fjölmiðlar stjórna um- ræðunni en þeir stjórna ekki hvernig mér líður eða hvað ég hugsa. Ég held ég hafi meiri þekkingu og reynslu en ég hef haft. Meira sjálfstraust og skýrari hugmynd um hvernig hlutirnir eiga að vera. Hvort sem það er svo rétt eða rangt þá hef ég þessa sýn. Hérna áður vildi maður gera allt. Vera góður í öllu en ég hef lært að það er ekki hægt. Hjá landsliðinu erum við svo heppin að vera með gott fólk í kringum okkur sem er fært, hvert á sínu sviði. Það er sigurinn í þessu öllu saman að vita sín takmörk. Fá einhvern sem bætir þig. Það er okkar happ hversu gott fólk er í kringum okkur. Allt þetta ferli ásamt lokakeppninni hefur kennt okkur svo mikið. Hvort sem þú ert í sjúkrateyminu, sérð um samskipti við fjölmiðla, tengist þjálfuninni eða stjórnuninni. Allt hefur þetta þroskað og bætt okkur öll sem á eftir að skila sér síðar. Þjálfarateymið var átta manna hópur sem lærði hver af öðrum, lærði af reynslunni og vonandi skilar það sér aftur í íslenska boltann. Það var einn tilgangurinn, að við yrðum betri eftir keppnina og ég er nokkuð viss um að það hafi tekist.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ hefur ekki verið óumdeildur frekar en aðrir sem taka að sér forystuhlutverk en honum hefur tekist að velja með sér mjög hæft fólk. „Já, takk fyrir það,“ segir Heimir og hlær. „Ég lít á þetta sem hrós en Geir er með ára og áratuga reynslu sem framkvæmdastjóri og formaður KSÍ og fátt sem kemur honum á óvart. Hann veit að það koma gusur en Geir er klókur og vinnur þetta oft með hægðinni,“ segir Heimir Hallgrímsson sem nú er einn við stjórnvölinn hjá karlalandsliðinu þar sem næsta verkefni er leikur á móti Úkraníu sem er fyrsti leikurinn í undankeppni heimsmeistaramótsins í Rússlandi 2018. Örlagastund. Birkir Bjarnason fylgist með félaga sínum, Arnór Yngva Traustasyni koma boltanum í mark gegn Austurríki. Tólfan, dyggustu stuðningsmenn íslenska landsliðsins voru sér og íslensku þjóðinni til mikils sóma.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.