Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2016, Síða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2016, Síða 18
14 Eyjafréttir / Miðvikudagur 31. ágúst 2016 Kynning :: Ásmundur Friðriksson Nýsköpun tryggir ný vel launuð störf í Eyjum Það ríkir almenn velsæld í Eyjum og ég finn það sterkt þegar ég kem heim hvað atvinnulífið er öflugt og mikil uppbygging á sér stað. Það nægir að fara um hafnarsvæðið og sjá hvað er í gangi. Uppbygging frystiklefa Ísfélagsins, lifraniður- suða á gamla Eyjabergshúsinu, Vinnslustöðin byggir uppsjávar- vinnslu og iðnaðar og þjónustu- bygging á Eiðinu rís svo fátt eitt sé talið. Umsvifin eru mikil. Skipa- lyftan og þjónustufyrirtæki í Eyjum við skipaflotann og atvinnulífið í landi er rekin með blóma. Hvert farþegametið er slegið með Herjólfi á eftir öðru og tækifærin liggja víða. Það er bjart framundan í Eyjum þó vissulega séu hlutir sem enn þarf að bæta eins og heil- brigðisþjónustan. Ég hef skrifað um það síðustu vikur og bæti ekki við það að sinni, en þar er verkefnið að auka þjónustu við íbúa í Eyjum, áhættusækið atvinnulífið og fæðingahjálpina verður að bæta með auknu fé í heilbrigðismál. Frumkvöðlar Það liggur fyrir að störfum í fiskveiðum og vinnslu muni fækka á næstu árum. Það mun gerast með aukinni hagkvæmni og nýsköpun í veiðum og vinnslu sem enn er innistæða fyrir í Eyjum. Ísfélagið og Vinnslustöðin hafa í eigin nafni og krafti stöðu sinnar haldið úti skipum til tilraunaveiða suður af Íslandi. Það er ekki í hendi að árangurinn af slíkum veiðum skili sér strax. En það er í skjóli öflugra fyrirtækja með fyrirsjáanleika í starfsemi sinni að hægt er að leggja í þann mikla kostnað sem slíkum tilraunaveiðum fylgir. Áræðni stjórnenda þessara fyrirtækja er enn einn kaflinn í sögu Vestmannaeyja þar sem frumkvöðlar í veiðum og vinnslu og öryggismálum sjómanna hafa í gegnum árin verið fremstir í flokki þegar kemur að framtíðarsýn, bættum aðbúnaði og hverskonar tækninýjungum við veiðar og vinnslu. Færri starfsmenn Við sjáum þegar færri, stærri og fullkomnari fiskiskip sem verða með færri menn í áhöfn. Vinnslan er í sífelldri þróun og þar munu afköstin og verðmætasköpunin halda áfram að aukast en starfs- fólkinu fækka. Þess gætti þegar Ísfélagið byggði upp sína upp- sjávarvinnslu og það sama gerist hjá Vinnslustöðinni sem er að byggja upp glæsilega uppsjávarvinnslu. Jákvæðu afleiðingarnar ættu að vera betri afkoma fyrirtækjanna og möguleikar til að greiða færri starfsmönnum hærri laun. Nei- kvæðu afleiðingarnar eru fækkun starfa og hvert á það fólk að leita sér að nýjum starfsettvangi. Ég hef sagt það við forystumenn í atvinnulífi í Eyjum að mikil ábyrgð hvíli á fyrirtækjunum að leggja reynslu og fé í uppbyggingu nýrra atvinnutækifæra og nýsköpunar sem skapað getur fjölda vel launaðra starfa í Eyjum. Vissulega eru góðir hlutir í gangi en það eru ónotuð tækifæri sem þarf að beisla með hugviti og framsýnni dug- mikilla Eyjamanna. Höldum í atgervið Bæjarfélagið er lykilaðili í slíkri uppbyggingu sem tengiliður atvinnulífs, menntastofnana og aðila í nýsköpun og klasasamstarfi eins og sjávarklasans. Uppbygging Þekkingarseturs Háskólans og Fiskiðjunnar er rétt skref í þá átt. Þangað sækir ungt fólk af lands- byggðinni til að mennta sig og undirbúa fyrir framtíðina. Ætli það muni ekki eiga það sama við og þegar Stýrimannaskólinn í Eyjum var stofnaður, en þá sagði Björn Guðmundsson, Bjössi á Barnum að kosturinn við skólann væri að til Eyja kæmu efnilegir sjómenn að læra og stelpurnar í bænum héldu þeim síðan í Eyjum. Þetta voru orð að sönnu og margir af okkar fremstu skipstjórnarmönnum og sjómönnum í Eyjum komu einmitt í Stýrimannaskólann og voru síðan klófestir af ungum blómarósum í Eyjum. Sú saga er saga uppbygg- ingar þar sem við löðum að ungt atgervisfólk frá fastalandinu til Eyja. Þekkingarsetrið getur tekið við því hlutverki sem Stýrimanna- skólinn hafði og unga fólkið í Eyjum heldur í útskrifaða náms- mennina og styrkir stöðu sam- félagsins í Eyjum eins og Stýri- mannaskólinn gerði. Fjölgum vel launuðum störfum. Í Eyjum er gríðarleg þekking og reynsla þjónustufyrirtækja við sjávarútveginn og atvinnulífið og ég tel þá aðila ekki síður lykilaðila í frekari uppbyggingu nýsköpunar sem mun í enda dagsins efla þau fyrirtæki enn frekar og treysta starfsemi þeirra til framtíðar. Í mínum huga er fjölgun vel launaðra starf í Eyjum stærsta mál samfélagsins á næstu misserum og árum. Árangurinn af því verkefni ræðst af samstarfsvilja og sameigin- legri sýn atvinnulífs og sveitar- félagsins. Náist sú samstaða koma allir í mark sem sigurvegarar. Kjósið Ása til forystu Ég er bjartsýnn fyrir hönd Eyja- manna á framtíðina. Hún er að mestu undir þeim sjálfum komin. Sterkt samfélag sem byggir á traustu atvinnulífi, sterkum einstaklingum, sögu sem allir geta verið stoltir af og stóru Eyjahjarta sem nær þangað sem það ætlar sér. Gangið þá vegferð saman, atvinnu- lífið, einstaklingar og sveitarfélagið fyrir opnum tjöldum í takt, þá farnast öllum vel. Það er mikilvægt að tryggja að á Alþingi sitji þingmenn með reynslu úr atvinnulífinu. Ég hef langa og víðtæka reynslu sem verkstjóri hjá Viðlagasjóði af verklegum fram- kvæmdum, sjómaður og verkstjóri í Vinnslustöðinni þegar hvert metaflaárið rak annað. Þá rak ég sjálfur fiskverkun í 18 ár og sú reynsla verður aldrei frá mér tekin og er lærdómur sem ég tek með mér og get notað á jákvæðan hátt. Þá nær þátttaka mín og forysta í félags- málum í Eyjum og á landsvísu aftur til ársins 1975 eða í rúm 40 ár. Það opnuðust dyr og ég fékk óvænt tækifæri til að vera í forystu fyrir sjálfstæðismenn á Suðurlandi og ákvað því að bjóða mig fram í 1.-2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og skora á mitt fólk í Eyjum til að kjósa mig til forystu í prófkjörinu 10. september nk. Ég er klár. Ásmundur Friðriksson. Ferðasjóður íþróttafélaga hefur fengið árlegt framlag á fjárlögum Alþingis, allt frá árinu 2007. Sjóðurinn er til úthlutunar til íþrótta- og ungmennafélaga í landinu vegna keppnisferða innanlands. Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands var falin umsjón á útreikn- ingi og úthlutunum úr sjóðnum. Það var Stefán Jónasson bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum sem átti þessa frábæru hugmynd um ferðasjóð íþróttafélaga. Stefán hefur verið ötull talsmaður íþróttahreyfingar- innar í Eyjum og menn koma ekki tómir til baka eftir að hafa leitað í smiðju til Stefáns. Það þarf ekki að ræða um það í dag hvaða áhrif þessi sjóður hefur haft á starfsemi íþróttafélaganna á landsbyggðinni. Ferðasjóði Íþróttafélaga hefur vaxið fiskur um hrygg á undaförnum árum og það er mikilvægt fyrir landsbyggðarþing- mann að styðja við frekari fjárfram- lög til sjóðsins. Þór Í. Vilhjálmsson í stjórninni. Styrkjum er úthlutað eftirá, í febrúar hvers árs - vegna keppnis- ferða ársins á undan og öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrk úr sjóðnum. Markmið sjóðsins er að koma til móts við íþróttafélög vegna kostnaðar þeirra af ferðalögum innanlands, sérstaklega þeirra sem eiga um langan veg að fara til þess að taka þátt í viðurkenndum mótum. Markmið sjóðsins er að stuðla að öruggum ferðamáta íþróttafólks. Staða sjóðsins hefur farið batnandi á undanförnum árum og nú er mikilvægt að tryggja sjóðnum meira fé til stuðnings við íþrótta- félögin af landsbyggðinni og mun ég áfram leggja mitt af mörkum til að svo verði. Eyjamenn eiga mann í úthlutunar- nefnd Ferðasjóðs íþróttafélaga og er það Þór Ísfeld Vilhjálmsson formaður IBV hérðssambands. Ásmundur Friðriksson Það er hægt að velja þá leið að vera sáttur og hlýða á skoðanir annarra án þess að taka eiginlega afstöðu. Þessi lýsing á ekki við Ásmund Friðriksson. Ásmundur hlustar á álit annarra sem hann metur eftir eigin upplifun á sinni lífsleið. Ég hef þekkt Ásmund eins langt aftur í tímatali og ég man. Ætíð glaðlynd- ur, hugmyndaríkur og yfir höfuð skemmtilegur félagi og satt best að segja á stundum of góður golf- leikari. Það síðastnefnda hefur ekki reynt á í þó nokkurn tíma en má alveg bæta úr síðar. Af öllum þeim þingmönnum sem tilheyra Suðurkjördæmi voru aðeins tveir þingmenn sem sýndu þá áræðni að hlusta á rök, sem lúta að þeirri glórulausu hugmyndafræði að samgöngur við Vestmannaeyjar verði öllu Suðurlandi, já og öllu landinu, til framdráttar til langrar framtíðar. Ásmundur var annar þeirra, ég virði hans staðfestu í þeirri ákvörðun. Það sýnir kannski fremur hversu langt Ásmundur er tilbúinn að horfa til framtíðar. Framtíðar sem skiptir verulegu máli fyrir alla íbúa þessa lands, ekki bara íbúa í Vestmannaeyjum, eins og látið er í veðri vaka í þeirri umræðu. Ég styð því við bakið á Ásmundi í þeirri ósk hans og markmiði að sækjast eftir forystusæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjör- dæmi. Von mín er að hann verði kosinn í 1. sætið og leiði lista Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum. Vestmannaeyjum og kjördæminu öllu veitir ekki af að fá jarðýtu til að draga vagninn! Friðrik Björgvinsson Styrkjum Ferðasjóð Íþróttafélaga Ásmundur Friðriksson alþingismaður Fá jarðýtu til að draga vagninn Ásmundur í ræðustól Ásmundur Friðriksson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.