Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2016, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2016, Blaðsíða 20
16 Eyjafréttir / Miðvikudagur 31. ágúst 2016 Saga Huld Helgadóttir flutti til Gautaborgar árið 2014 til þess að hefja mastersnám. Hún er búin að búa þar í tvö ár og er ekki á leið heim strax. Hún er ánægð með fjölbreytileikann í Svíþjóð og hversu lítil og krúttleg borgin er þrátt fyrir fjöldann. Fædd : 11. janúar 1991. Fjölskylda : Foreldrar Svanhvít Friðþjófs og Helgi Einarsson, stjúpfaðir minn er Egill Guðna, systkini Einar á ,,Fréttum” og Urður Eir. Hvar býrð þú: Gautaborg. Hvað ertu að gera þar: Ég er búin að vera í meistaranámi í applied physics við Chalmers en ég útskrifaðist þaðan í sumar og er núna að klára sumarvinnu þar sem ég fékk í framhaldi meistaraverk- efnisins míns. Af hverju fluttu þú þangað: Til að fara í nám, en mig hefur alltaf langað að búa í Svíþjóð. Hvað er það besta við borgina: Að þar búa tvöfalt fleiri hér en á öllu Íslandi, en samt er hún svo lítil og krúttleg. Hvað kom mest á óvart við borgina: Fjölbreytileikinn, sem mér finnst vera af hinum góða. Uppáhalds veitingarstaðurinn þinn í borgina: The Barn, mjög góðir hamborgarar og sjúkar sætkartöflu- franskar. Uppáhalds kaffihús: Ég fer aldrei á kaffihús. Mest geymda leyndarmál borgar- innar að þínu mati: Saltholmen, skerjagarður þar sem að hægt er að baða sig í sjónum og sigla út í margar litlar eyjar. Hvað mælir þú með að gera þar: Mér finnst skemmtilegast að hanga í Slottsskogen á góðum sumar- dögum en annars er gaman að fara til Saltholmen eða Liseberg (tívolí). Hvers saknarðu mest við heima- hagana fyrir utan vini og fjölskyldu: Náttúrufegurðarinnar og svo hef ég staðið mig að því að finnast ég vera að missa af einhverju þegar það eru stormviðvaranir annan hvern dag á Íslandi. Svíarnir eru líka heldur þolinmóðir fyrir minn smekk. Síðustu misseri hefur töluverð- ur fjöldi r ituunga fundist dauður á jörðu niðri þar sem þeir hafa einhverra hluta vegna hrakist niður úr hreiðri sínu. ingvar Atl i Sigurðsson, forstöðumaður náttúrustofu Suðurlands, segir þetta koma upp á hverju ári. „Sjálfur hef ég ekki farið að skoða þetta en þetta gerist á hverju ári. Kannski er meira um þetta í ár, ég er bara ekki með það á hreinu.“ Afar ól íklegt segir ingvar að um sé að ræða pest eins og upp hefur komið í Grímsey þar sem einungis sé um að ræða ungan fugl. „Eins og ég segi þá eru þetta bara ungar og er ástæðan að öl lum l íkindum fæðuskortur vegna hlýnunnar og þeirr i löskun á l í fr íkinu sem henni fylgir. Makrí l l inn leitar í sömu fæðu og margir fuglar eins og við vitum en það er ekki hægt að kenna honum um þar sem orsökin er fyrst og síðast hlýnunin,“ segir ingvar. :: Dauðir ritungar :: Gerist á hverju ári :: Afar ólíklegt að um sé að ræða pest :: Gerist á hverju ári og ástæðan að öllum líkindum fæðuskortur, segir forstöðumaður Náttúrstofu :: :: Eyjamenn í útlöndum, Saga Huld Helgadóttir :: Gautaborg er lítil og krúttleg Í Gautaborg búa tvöfalt fleiri hér en á öllu Íslandi, en samt er hún svo lítil og krúttleg. SARA Sjöfn GRETTiSdÓTTiR sarasjofn@eyjafrettir.is EinAR KRiSTinn HELGASOn einarkristinn@eyjafrettir.is Saga og Högna í Liseberg. Saga Huld, með mömmu sinni Svanhvíti og fósturpabba honum Agli.Saga Huld með sambýliskonum sínum. Saga og Högna eftir masterskynninguna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.