Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2016, Blaðsíða 21

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2016, Blaðsíða 21
17Eyjafréttir / Miðvikudagur 31. ágúst 2016 Fab Lab eða stafræn smiðja snýst um að hvetja einstaklinga og frumkvöðla til að láta hugmyndir sínar verða að veruleika, skapa tækifæri til vinnu við frumgerðasmíð og vöruþróun með því að bjóða upp á aðgang að stafrænum framleiðslutækjum og búnaði af ýmsum toga, en aðstæðan er mjög flott í Fab Lab, allt frá saumavél upp í miklu flóknari tæki eins og þrívíddaprentara. Hugmyndin að Fab Lab kemur frá þekktum uppfinninga- og vísinda- manni, Neil Gershenfeld prófessor. Hugmynd hans var einföld, að bjóða upp á umhverfi, færni, háþróaða tækni og efni til að búa til hluti, á einfaldan og hagkvæman hátt hvar sem er í heiminum. Einnig að þessi möguleiki væri öllum aðgengilegur. Nú í dag eru Fab Lab verksmiðj- urnar orðnar um 700 talsins og eru staðsettar víða um heiminn. En sex Fab Lab verksmiðjur eru á Íslandi. Samstarfið er mikið á milli verksmiðja og var Frosti Gíslason verkefnastjóri Lab Lab í Vest- mannaeyjum nýkominn frá Kína af Fab Lab ráðstefnu þegar blaðamað- ur fór að heimsótti smiðjuna. Gott samstarf við Framhalds- skólann í Vestmannaeyjum Fab Lab í Vestmannaeyjum hefur verið starfrækt síðan 2008. Núna hefur smiðjan aðstöðu í Framhalds- skólanun, en hún fluttist þangað í fyrra haust. Flutningurinn var mikil- vægt skref í átt að sköpun í námi. Breytingar í atvinnulífinu kalla á breytingar í menntamálum og hvernig þjálfa megi hæfni sem nauðsynleg er á 21. öld í Fab Lab og samræmist markmiðum aðalnámskráa fyrir leik- grunn- og framhaldsskóla. Það hefur þegar verið tekið upp á að bjóða krökkum frá sjöunda bekk og upp úr að kynnast smiðjunni og læra á hana í gegnum skólann sinn. Frosti Gíslason verkefnastjóri sagði að aðstæðurnar eftir komu þeirra upp í Framhaldsskóla væru mjög góðar. „Það hefur gengið mjög vel og samstarfið við skólann er mjög gott. Einnig erum við alltaf að fá fleiri og fleiri nemendur sem eru að koma og nýta sér aðstöðuna, hvort sem það er á þeirra eigin tíma eins og í frímínutum eða í eyðum í stundatöflu og svo erum við einnig með formlega kennslu.“ En hvað er verið að kenna í fab Lab? „núna erum við að kenna fab Lab, stafræna framleiðslutækni sem er valáfangi og virki lega vinsæll meðal nemenda, l ist ir og menning sem er partur af skylduáföngum og svo er frumkvöðlafræðin þar sem nemendur taka þátt í nýsköp- unarkeppni framhalddsskólanna og munu gera það næsta vor.“ Sjöundi bekkur í Grunnskólanum er svo í svokölluðum lotum þar sem Fab Lab er komið inn. „Það sem flestir þekkja sem handvinnu og smíði er nú orðið, handavinna, smíði og Fab Lab. Þannig að allir krakkar í sjöunda bekk fá að kynnast Fab Lab sem er okkar ávinningur seinna meir. Krakkar í áttunda til níunda bekk hafa svo val um að taka Fab Lab tvær annir á þeim tíma. Þetta hefur sýnt okkur að krakkar sem hafa komið til okkar í grunnskóla eru að velja áfanga hjá okkur þegar komið er í framhalds- skóla og eru þar af leiðandi komnir með ágætan grunn fyrir því sem koma skal og gera þar með erfiðari og flóknari hluti sem gerir þau bara enn þá betur tilbúin fyrir atvinnu- markaðinn.“ Ávinningur út í lífið Frosti segir að Fab Lab opni nýjar víddir fyrir nemendur sem hafa jafnvel ákveðið að fara bara bóklegu leiðina í skólagöngu sinni. „Krakkarnir læra að koma hugmynd í framkvæmd alveg frá kroti og blaði í tilbúna vöru eða hvað eina annað sem það er og afla sér þá reynslu og þekkingu í leiðinni. Eins og til dæmis að gera mistök, það er mjög góð reynsla að hafa gert mistök og lært svo eitthvað af þeim.“ Ávinningurinn er eflandi fyrir krakka sem hafa farið í Fab Lab sagði Frosti. „Við höfum séð að krakkar sem hafa verið í Fab Lab taka með sér verklag og þekkingu frá okkur sem þau nýta í áframhald- andi námi eða fara með inn í fyrirtækin sem þau fara að vinna hjá. Hafa stundum komið og unnið hluti hjá okkur fyrir fyrirtækin sem þau starfa hjá. Betra var að vinna í einhverju tækjanna okkar heldur en í höndunum.“ Aðstaðan er til staðar fyrir alla Í Fab Lab eru krakkar að byrja ellefu til tólf ára að læra og hanna hugmynd í hugbúnaði sem er unnið við úti á vinnumarkaðnum, einnig læra þau ákveðið verklag og aga í Fab Lab. „Þegar líða tekur á önnina og allir eru komnir á fullt í sín verkefni er andrúmsloftið hérna eins og á venjulegum vinnustað. Það eru allir að sinna sínu verkefni og sinni stöð, ekkert vesen, reyndustu kennarar sem ég þekki vilja meina að agavandamál séu ekki til í Fab Lab,“ sagði Frosti. Aðspurður sagði Frosti að Fab Lab væri opið öllum. „Hér aðstoðum við sem dæmi frumkvöðla og fyrirtæki til þess að koma hug- myndum sínum í framkvæmd. Einnig einstaklinga sem vilja framkvæma ákveðna hluti, þá er aðstaðan opin þeim en hlutirnir eru samt sem áður undir einstaklingn- um komnir,“ sagði Frosti að endingu. :: Fab lab passar vel við aðra starfsemi Framhaldsskólans :: Opnar nýjar víddir fyrir nemendur óháð öðru námi :: Framkvæmd frá kroti :: Þekking og reynsla :: Mistök til að læra :: Þegar blaðamann bar að garði voru krakkarnir að vinna við að útfæra hönnun sína í viðeigandi forritum. Sem sagt hönnunarvinna á byrjunarstigi. SARA Sjöfn GRETTiSdÓTTiR sarasjofn@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.