Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2016, Blaðsíða 22

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2016, Blaðsíða 22
18 Eyjafréttir / Miðvikudagur 31. ágúst 2016 Fimmtudaginn 25. ágúst lauk Ecco mótaröðinni hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja. Spilað var á fimmtudögum í sumar og töldu fjórir bestu hringirnir hjá hverjum spilara. Alls náðu 22 kylfingar að skila inn fjórum hringjum eða meira, en tæplega 50 kylfingar tóku þátt í mótinu. Alls tóku 72 þátt Íslandsbanka- mótinu sem fram fór í bl íð- skaparveðri sl. föstudag. Keppt var með svoköl luðu Texas Scramble fyrirkomulagi og var keppnin mjög jöfn og spenn- andi. Úrslit urðu eftirfarandi: 1.sæti Finnur Bogi Hannesson og Aðalheiður Björgvinsdóttir. 2.sæti Sigurjón Hinrik Adólfsson og Þór Ísfeld Vilhjálmsson. 3.sæti Sigbjörn Þór Óskarsson og Jóhann Benónýsson. Allir keppendur fengu teiggjafir í upphafi móts og veitt voru nándar- verðlaun fyrir allar par 3 holur vallarins. Þá voru einnig dregin út verðlaun úr skorkortunum. Einsi kaldi sá um veitingar að móti loknu sem gerður var góður rómur að enda kokkurinn búinn að vera í Frakklandi í allt sumar að viða að sér uppskriftum. Ekki var tekin mynd af verðlauna- höfum en hér er mynd af þeim sem halda með Leeds Utd. og tóku þátt í mótinu. Á myndina vantar Bjarna Ólaf Guðmundsson. :: Golf :: Ecco-mótaröðin :: Rúnar Gauti, Sigurjón og Guðmunda best Úrslit urðu eftirfarandi : 1. Rúnar Gauti Gunnarsson með meðalskor uppá 40 punkta (39,41,40,40). 2. Sigurjón Birgisson 39,3 punktar (38,41,38,40). 3. Guðmunda Áslaug Bjarnadóttir 38,5 punktar (45,36,37,36). 4. Valur Már Valmundsson 37,8 punktar (46,39,34,32). 5-6. Ágúst Ómar Einarsson 37,3 punktar (37,42,35,35). 5-6. Kristófer Tjörvi Einarsson 44 punktar (38,29,38,44). Styrktaraðili mótsins var Ecco umboðið og voru glæsilegir vinningar afhentir í mótslok fyrir 6 bestu spilarana. Kylfingar voru allir á sama máli með að fimmtudagsmótin hefði verið nýbreytni sem áhugavert væri að halda áfram með næsta sumar. Golfklúbburinn þakkar Ecco umboðinu fyrir stuðninginn. Mótsnefnd. :: Íslandsbankamótið í golfi :: Góð þátttaka :: Finnur Bogi og Aðalheiður í fyrsta sæti Hrönn Harðardóttir sigraði í Magnúsínumótinu Guinot Open kvennamótið eða Magnúsínumótið fór fram um helgina í skínandi góðu veðri í Vestmannaeyjum. Keppnisform var punktakeppni og alls voru 68 kvenkylfingar sem tóku þátt. Glæsileg verðlaun voru veitt fyrir fimm efstu sætin. En það voru vörur frá Guinot sem er franskt gæða snyrtivörumerki sem er einstakt í sinni röð og er þekkt út um allan heim. Nándarverð- laun voru á öllum par 3 holum og dregið úr fjölda skorkorta í mótslok. Sigurvegari í mótinu var heima- konan, Hrönn Harðardóttir, GV, en hún var með 39 punkta og betri á seinni 9 (19 20), en Hrönn hefur verið að ganga vel í golfinu í sumar. GR-ingurinn Margrét Þorvalds- dóttir, sem varð í 2. sæti á sama punktafjölda, 39 punktum (20 19). Í 3. sæti varð Hólmfríður G. Kristinsdóttir, GR á 34 punktum; Katrín Harðardóttir, GV varð í 4. sæti á 33 punktum og í 5. sæti varð síðan Þórkatla Aðalsteinsdóttir, GR á 32 puntkum (16 16). Golf1.is greindi frá.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.