Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2016, Side 23

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2016, Side 23
19Eyjafréttir / Miðvikudagur 31. ágúst 2016 Íþróttir u M S j Ó n : GuðMunduR TÓMAS SiGfúSSOn gudmundur@eyjafrettir.is Knattspyrna | Mikið gengið á hjá meistaraflokki karla: Þjálfararaunir ÍBV í karlaboltanum Þegar litið er um öxl hafa síðustu fimm ár einkennst af tíðum þjálfaraskiptum hjá karlaliði ÍBV. Núverandi landsliðsþjálfari Íslands, Heimir Hallgrímsson tók við liðinu af Guðlaugi Baldurssyni árið 2006 þegar liðið sat í neðsta sæti deildarinnar með 11 stig eftir 12 umferðir. Guðlaugur hafði einungis klárað eitt og hálft ár af þriggja ára samningi sínum þegar hann rifti samningnum við félagið. Ekki tókst liðinu að bjarga sér frá falli og var spilað í næst efstu deild næstu tvo tímabil eftir. 2009 er liðið aftur komið upp í efstu deild þar sem það hefur verið síðan. Eftir að liðið hafði verið í titilbaráttu tímabilin 2010 og 2011, ákveður Heimir að stíga til hliðar eftir fimm ár í starfi. Inn kom Magnús Gylfason fyrir tímabilið 2012 en hættir skyndilega þegar þrjár umferðir voru eftir. Sögur segja að stjórnin hafi ætlað að láta hann fara eftir tímabilið því hann hafi misst klefann. Aðstoðar- þjálfarinn Dragan Kazic og Ian Jeffs tóku þá við keflinu þá leiki sem eftir voru af tímabilinu. Hermann Hreiðarsson tekur við tímabilið 2013 og skrifar undir tveggja ára samning. Eftir tímabilið greinir hann frá því að hann muni hætta með liðið og er ástæðan sú að erfitt reyndist að samræma fjölskyldulífið upp á landi við þjálfunina í Eyjum. Sigurður Ragnar Eyjólfsson tekur við af Hemma og og skrifar undir þriggja ára samning. Sigurður stýrir liðinu út tímabilið 2014 en hættir eftir það, aftur er ástæðan fjöl- skyldutengd. Jóhannes Harðarson er ráðinn fyrir tímabilið 2015 og skrifar hann undir þriggja ára samning en vegna veikinda fjölskyldumeðlims þurfti hann að taka sér leyfi frá störfum um tíma. Ingi Sigurðsson stýrði liðinu í þremur leikjum í fjarveru Jóhannesar sem síðar meir hætti alfarið. Þann 22. júlí tekur Ás- mundur Arnarsson við liðinu og stýrir því út tímabilið. Bjarni Jóhannsson tekur við liðinu fyrir tímabilið 2016 og gerir líkt og Jóhannes þriggja ára samning. Bjarni hættir hins vegar 20. ágúst eins og frægt er og í kjölfarið taka þeir Alfreð Elías Jóhannsson aðstoðarþjálfari og Ian Jeffs að sér þjálfun liðsins tímabundið. Karlal ið ÍBV fékk Þrótt Reykja- vík í heimsókn í fal ls lag á sunnudag í 17. umferð Pepsi- dei ldarinnar. fyrir leikinn voru Eyjamenn í t íunda sæti með 17 stig á meðan Þróttur sat á botninum með átta stig. Ljóst var fyrir leikinn að mikið var í húfi fyrir bæði l ið og ekki síst ÍBV sem gátu með sigri sl i t ið sig enn frekar frá l iðunum í fal lsætunum. Eft ir að Bjarni jóhannsson hætti skyndilega sem þjálfari eft ir síðasta heimaleikleik voru þeir Alfreð El ías jóhannsson og ian jeffs að stýra l iðinu í sínum öðrum leik en sá fyrri endaði með 1:2 tapi fyrir Víkingi Reykjavík. Ekkert hefur heyrst frá Bjarna varðandi brotthvarf hans og hefur ÍBV að sama skapi l í t ið vi l ja tjá sig um málið. Aðeins 517 manns mættu á Hásteinsvöl l í miki l l i veðurbl íðu og voru aðstæður eins og best verður á kosið, ekki að sjá að haustið sé á næsta leit i . ÍBV var sterkari aði l inn í fyrri hálf leik og voru ekki l iðnar nema níu mínútur þegar fyrsta mark leiksins leit dagsins l jós. Þar var að verki Elvar ingi Vignisson, oft kenndur við uxa, eft ir sendingu frá Simon Kol lerup Smidt. Einfalt en áhrifaríkt. ÍBV óð í færum al lan hálf leikinn og í rauninni ótrúlegt að mörkin hafi ekki orðið f leir i miðið við yfirburði l iðsins. Seinni hálf leikurinn spi laðist ekki eins vel fyrir Eyjamenn og komu gestirnir sterkari t i l leiks. Það var síðan á 71. mínútu að Þróttarar jöfnuðu leikinn með marki frá Aroni Þórði Alberts- syni. Markið skrifast á mark- manninn derby Rafael Carri l lo sem missti boltann í gegnum klofið. Bæði l ið fengu sín færi en þeim tókst ekki að gera sér mat úr þeim. Á loka mínútum leiksins fékk Elvar ingi upplagt tækifæri t i l að gera út um leikinn en honum brást boga- l ist in. Einnig vi ldu Eyjamenn fá vítaspyrnu ekki löngu seinna en Gunnar jarl dómari var á öðru máli og dæmdi markspyrnu. Eins og fyrr segir þá náðu Eyjamenn ekki að fylgja eft ir góðri frammistöðu í fyrri hálf leik og endaði leikurinn með 1:1 jafntefl i . Svekkjandi niðurstaða fyrir bæði l ið. Óbreytt staða á botninum eftir þessa umferð þar sem Eyjamenn eru með fjögurra stiga forskot á fylki í sætinu fyrir neðan þegar f imm leikir eru eft ir. Knattspyrna | Pepsídeild karla :: ÍBV 1:1 þróttur :: Sterkari í fyrri hálfleik lakara liðið í þeim seinni Framundan Miðvikudagur 31. ágúst Kl. 17:00 ÍA - ÍBV Pepsi-deild kvenna Föstudagur 2. september Kl. 18:00 Fylkir - ÍBV/Selfoss 3. flokkur kvenna Kl. 17:00 ÍBV - HK 4. flokkur karla - úrslitakeppni Laugardagur 3. september Kl. 14:00 Breiðablik - ÍBV 4. flokkur karla - úrslitakeppni Sunnudagur 4. september Kl. 12:00 ÍBV/Keflavík - Grindavík 2. flokkur kvenna Kl. 14:00 Þróttur - ÍBV/KFR 3. flokkur karla Kl. 12:00 Fylkir - ÍBV 4. flokkur karla - úrslitakeppni Mánudagur 5. september Kl. 17:30 Grótta - ÍBV 2. flokkur karla Þriðjudagur 6. september Kl. 17:30 Breiðablik - ÍBV Pepsi-deild kvenna Stjarnan 13 11 1 1 34 - 7 34 Breiðablik 13 8 5 0 25 - 6 29 Valur 13 8 3 2 30 - 10 27 Þór/KA 13 6 4 3 22 - 16 22 ÍBV 13 7 0 6 22 - 17 21 Fylkir 13 3 4 6 12 - 20 13 FH 13 4 1 8 7 - 24 13 Selfoss 13 3 1 9 16 - 30 10 ÍA 13 2 2 9 7 - 25 8 KR 13 1 3 9 10 - 30 6 Pepsídeild kvenna FH 17 11 4 2 26 - 11 37 Breiðablik 17 9 3 5 22 - 14 30 Valur 17 8 4 5 36 - 18 28 Fjölnir 17 8 4 5 33 - 20 28 ÍA 17 9 1 7 25 - 25 28 Stjarnan 17 8 3 6 31 - 25 27 Víkingur R. 17 7 3 7 22 - 26 24 KR 17 6 5 6 19 - 18 23 Víkingur Ó.17 5 4 8 19 - 29 19 ÍBV 17 5 3 9 16 - 21 18 Fylkir 17 3 5 9 17 - 29 14 Þróttur R. 17 2 3 12 12 - 42 9 Pepsídeild kvenna Traustir boltapeyjar. Hvað sem þjálfaramálum ÍBV líður þá láta þessir sig ekki vanta. Elvar Ingi í baráttu við spræka Þróttara. Óskar í baráttu um boltann.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.