Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2016, Side 1

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2016, Side 1
Eyjafréttir VÍÐA POTTUR BROTINN SjáVARúTVegSBlAÐIÐ SéRBlAÐ hANdBOlTINN fARINN AÐ RúllA >> 12 >> 8 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Vestmannaeyjum 14. september 2016 :: 43. árg. :: 37. tbl. :: Verð kr. 490 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is Eyjamennirnir, Páll Magnússon og Ásmundur Friðriksson geta vel við unað niðurstöðu í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Suðurkjördæmi sem fram fór á laugardaginn. Páll var öruggur í fyrsta sæti og Ásmundur fékk góða kosningu í annað sætið. Vilhjálmur Árnason hélt sínu þriðja. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra sem sóttist eftir að leiða listann áfram hafnaði í fjórða sæti. Hefur hún tilkynnt að hún taki ekki sæti á listanum og sé hætt afskiptum af stjórnmálum. Unnur Brá Konráðs- dóttir, alþingismaður, sem er í öðru sæti í dag hafnaði í því fimmta. Þriðji Eyjamaðurinn, Árni Johnsen, fyrrum alþingismaður lenti neðar á listanum. Páll fékk 1771 atkvæði í fyrsta sæti eða 45,4%, Ásmundur fékk 1928 atkvæði í fyrsta og annað sæti eða 49,4%, Vilhjálmur fékk 1826 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti eða 46,8% og Ragnheiður Elín fékk 2020 atkvæði eða 51,8% í fjórða sæti. Í fyrsta sæti fékk Ragnheiður Elín 1021 atkvæði eða 26,2%. Unnur Brá fékk 2036 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti sem gera 52,2%. Á kjörskrá voru 9568, atkvæði greiddi 4051 og auð og ógild voru 150. Í Vestmannaeyjum greiddu hátt í 1100 manns atkvæði sem er tvöföldun frá prófkjörinu 2013. Það er mjög sérstakt að tveir Eyjamenn hafi náð þeim árangri að ná tveimur efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á laugardaginn. Er Páll fyrsti Eyjamaðurinn til að leiða listann frá kjördæmabreyting- unni 1959 en fram að því voru Vestmannaeyjar sér kjördæmi. Guðlaugur Gíslason, Guðmundur Karlsson, Árni Johnsen náðu því að vera í öðru sæti og Guðjón Hjörleifs- son var neðar. Ásmundur er í þriðja sæti listans núna en færðist upp í annað sætið og á toppnum trónir Páll eins og áður segir. „Ég gaf kost á mér í fyrsta sætið og fékk það með miklu meiri og viðtækari stuðningi en ég hafði nokkurn tímann gert mér í hugarlund að gæti orðið niðurstaðan. Þannig að ég hlýt að vera mjög ánægður með þetta,“ sagði Páll í viðtali við mbl.is. „Stjórnmálin hafa verið minn starfsvettvangur í tæpa tvo áratugi. Ég var aðstoðarmaður ráðherra í níu ár í þremur ráðuneytum, hef verið þingmaður í tæp tíu ár bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, verið þing- flokksformaður og ráðherra. Ég hef tekið þátt í að skrifa söguna og verið í forystu í stjórnmálum á gríðarlega miklum umbrotatímum í sögu þjóðarinnar. Það hefur verið stórkostlegt að vinna við það að bæta samfélagið, sjá hugmyndir verða að veruleika,“ segir Ragnheiður Elín í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér á sunnudaginn þar sem hún kvaddi stjórnmálin og sagðist ætla að snúa sér að öðrum verkefnum. :: Prófkjör Sjálfstæðismanna :: Páll og Ásmundur geta verið sáttir :: Fyrsti Eyjamaðurinn til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í suður kjördæmunum :: Eftir kjördæmabreytinguna 1959 hafa Eyjamenn komist hæst í annað sætið í Suður- og Suðurlandskjördæmi :: Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Páll fagnar úrslitunum með konu sinni Hildi Hilmarsdóttur á fjölmennri kosningavöku á laugardagskvöldið. Mynd: Addi í London

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.