Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2016, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2016, Blaðsíða 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 14. september 2016 útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. Ritstjóri: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is. Blaðamenn: Einar Kristinn Helgason - einarkristinn@eyjafrettir.is Sara Sjöfn Grettisdóttir - sarasjofn@eyjafrettir.is Guðmundur Tómas Sigfússon - gudmundur@eyjafrettir.is ábyrgðarmaður: Ómar Garðarsson. Prentvinna: Landsprent ehf. ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. Símar: 481 1300 og 481 3310. Netfang: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: www.eyjafrettir.is Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppn­um,­Vöruval,­Herjólfi,­Flughafnar­versluninni,­ Krónunni, Kjarval og Skýlinu. Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum. Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir „Ég vil byrja á því að þakka öllum sem þátt tóku í prófkjörinu og Eyjamenn sýndu enn og aftur að þeir kunna að bregðast við þegar kallið kemur og standa saman. Mikil þátttaka í Eyjum gefur okkur byr undir báða vængi fyrir komandi kosningar og ég hlakka til að vinna með Páli Magnússyni forystumanni okkar á listanum. Við höfum rætt saman og ég veit að samstarfið verður gott, við höfum þekkst í áratugi og Eyjahjartað slær í okkur báðum. Ég vil þakka þeim sem studdu mig, annað sætið á listanum er góður árangur og ég er afar sáttur og þakklátur ykkur öllum,“ sagði Ásmundur Friðriksson, alþingis- maður sem hafnaði í öðru sæti í prófkjör Sjálfstæðisflokksins á laugardaginn. Þú barðist fyrir fyrsta til öðru sæti og hafnar í öðru með rétt um helming atkvæða. Er það ekki ásættanleg niðurstaða fyrir þig? „Það er auðvitað mjög góður árangur að ná öðru sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Ég er líka að fá góða almenna kosningu og yfir 70% þátttakenda völdu mig í sæti á listanum sem sýnir góða breidd. Þegar ég lít til baka er ég sáttur við þá vinnu sem ég og stuðningsmenn mínir lögðum í prófkjörið. Við höfðum að leiðarljósi þau verk sem ég hef unnið í þinginu og kjördæminu og gleðina sem var ósvikin allan tímann. Ég og Sigga viljum þakka öllu því góða fólki sem studdi mig og vann langan vinnudag til að ná þessum árangri sem ég hefði aldrei náð nema vegna þeirra. Ég mun halda mínu striki og undirbúningur fyrir næstu kosningar hófst strax á mánudagsmorgun með heimsókn í tvö fyrirtæki áður en ég fór á morgunfundi í þinginu, þingmennska er endalaus vinna ef árangur á að nást og ég mun ekki slá af.“ Á eigin forsendum Þú ferð upp um sæti og sitjandi ráðherra húrrar niður, styrkir það ekki stöðu þína innan flokksins? „Í þessu prófkjöri fór ég algjörlega á eigin forsendum, bauð mig fram í 1. til 2. sætið á listanum og náði öðru sætinu. Það voru 4000 manns, helmingur konur og helmingur karlar sem völdu listann og ég treysti því að það fólk hafi kosið af ábyrgð og við virðum niðurstöðuna. Mín prófkjörsbarátta gekk út á að ræða um mig sem þingmann, hvað ég stæði fyrir og mín störf. Slík vinna skilar árangri nú eins og áður.“ Listinn verði sigurstranglegur Áttu von á breytingum á listanum með tilliti til konuleysis? „Þegar ég svara þessari spurningu veit ég ekki hvaða stefnu það mál kann að taka. Í prófkjörinu var kosið um verk stjórnmálamanna, ekki kyn fólks. Það er mikilvægt að konur sitji í efstu sætum listans en samkvæmt reglum flokksins er enginn öruggur með sæti sitt sem ekki fær bindandi kosningu. Bindandi kosning er þegar frambjóðandi fær meira en 50% fylgi í viðkomandi sæti og ég var með tæp 50%. Mikilvægast er að listinn verði skipaður konum og körlum sem ætla að vinna saman sem liðsheild. Það höfum við Páll rætt saman um og ég veit að það verður mikil breyting frá því sem var og hlakka sannarlega til þess. Fólk hefur almennt áhyggjur af því að breytingar verði en það er mikilvægast í dagslok að listinn verði sigurstranglegur og kjósendur í kjördæminu vilji styðja sigur- stranglegan lista skipaðan konum, körlum og ungu fólki af báðum kynjum. Við munum standa saman um slíkan lista.“ Á hvað munt þú leggja áherslu í komandi kosningabaráttu? „Fyrir utan mál er varða stöðu- leika í samfélaginu og betra heilbrigðiskerfi fyrir alla þá er ég persónulega með mál eldra fólks á minni könnu. Kjör þeirra eru mér kappsmál og ég vil leggja mig fram í þeim málaflokki eins og ég hef gert lengi. Varðandi Eyjar sérstak- lega eru heilbrigðis- og samgöngu- málin þau mikilvægustu. Sömu fargöld til Landeyjahafnar og Þorlákshafnar og fé til rannsókna á höfninni í Landeyjum til að tryggja öruggar siglingar þangar allt árið þegar ný ferja verður komin 2018. Heilbrigðisstofnunina í Eyjum þarf að styrkja, auka þjónustu og bæta fæðingahjálpina og sannarlega verður lögð áhersla á þau mál,“ sagði Ásmundur að endingu. :: Ásmundur Friðriksson :: Þakklátur fólkinu sem studdi mig :: Höfðum að leiðarljósi þau verk sem ég hef unnið í þinginu og kjördæminu :: Líka gleðina sem var ósvikin allan tímann, segir Ásmundur um prófkjörsslaginn Ásmundur og Dagmar Róbertsdóttir og Viðar Breiðfjörð sem sýndi verk sín á kosningaskrifstofunni hans.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.