Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2016, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2016, Blaðsíða 8
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 14. september 2016 Gott aðgengi er lykillinn að því að fatlað fólk geti verið fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Fötlun fólks getur verið marg- vísleg, svo sem skert hreyfigeta handa eða fótleggja eða sjónskerðing. Ennfremur þurfa flestir á sérstöku aðgengi að halda einhvern tímann á ævinni vegna tímabundinna aðstæðna eins og beinbrots, þungunar eða þegar fólk er með börn í kerru. Margir eldri borgarar þurfa líka á sérstöku aðgengi að halda vegna skertrar hreyfigetu eða sjónar. Blaðamaður fékk Jackie Cardoso og son hennar Bernharð Jökull Hlöðversson í lið með sér til að kanna stöðuna í Vestmannaeyjum. Bernharður notast við hjólastól í daglegu lífi, en hjólastólinn hans er um 250 kg að þyngd. Við fórum saman í göngu um bæinn svoauð- veldara væri að gera sér grein fyrir hindrunum sem verða á vegi hans þegar hann þarf að sækja í þjónustu sem fólk sem getur gengið óstutt þarf ekki að hugsa um í sínu daglega lífi. Legg í næsta lausa bílastæði Ef ég vil fara eitthvað, fá mér að borða, njóta menningar og þjónustu sem í boði er, versla í ákveðnum verslunum þarf ég ekkert að pæla í því hvort ég komist inn á staðinn eða hvort klósettið sé nothæft fyrir mig. Ég legg í næsta lausa bílastæði eða labba þá leið sem er styst eða hentar best. Þetta er oft ekki jafn auðvelt fyrir þann sem er í hjólastól. Gagnstétt- irnar á leiðinni geta verið of mjóar og gangstéttarhorn og brúnir ekki búnar þannig að þær henti stólnum. Kaffihúsaferð hjá Bernharð þarf mögulega að vera þaulskipulög hvað varðar leiðina á staðinn og aðgengi að klósetti á meðan hann situr á kaffihúsinu. Verslanir með skert aðgengi fyrir fatlaða Í Vestmannaeyjum eru þessir hlutir á margan hátt á réttri leið og við allar nýbyggingar eða viðgerðir á húsum á vegum sveitafélagsins er aðgengi fatlaðra haft í huga og sinnt af gaumgæfni. Í byggingarreglugerð nr.112/2012 er m.a. lögð áhersla á algilda hönnun sem gerir ráð fyrir að mannvirki séu þannig úr garði gerð að þau henti öllum. Sérstök áhersla er á að tekið sé tillit til þeirra sem eru hreyfihamlaðir eða búa við annars konar fötlun. Ljóst er við þessa óformlegu rannsókn, að þessi atriði eru höft til hliðsjónar við nýbyggingar í langflestum tilfellum. Það eru gamlar byggingar sem eru vandamálið. Margar verslanir við Bárustíg, Strandveg og víðar eru með skert aðgengi fyrir fólk sem notast við hjólastól. Oftar en ekki eru þetta ein til tvær tröppur sem auðvelt væri að gera aðgengilegar öllum. En það ber að nefna að hjólastóll eins og Bernharður notast við sem er 250 kíló, lyftir enginn upp eina eða tvær tröppur. Aðgengi til fyrirmyndar Almennar verslanir bera sjálfar ábyrgð á aðgengi að sínum verslunum en veitinga- og kaffi- húsum ber skylda til þess að hafa þetta í huga hvað varðar aðgengi fyrir alla. Hótel Vestmannaeyjar og Einsi Kalda eru dæmi um breytingar á eldra húsnæði sem eru til fyrir- myndar hvað varðar aðgang fatlaðra. Í nýjum byggingum eins og hjá Bónus, í Baldurshaga, hjá Geisla, Kviku og Eldheimum er aðstaða fyrir aðgengi fatlaðra í lagi, enda þessar byggingar byggðar eða endurgerðar á tímum þar sem þetta er hreinlega í reglugerðum. Einnig var áhugavert að sjá að allar verslanir sem hér opna en hafa höfuðstöðvar á höfuðborgasvæðinu eru með gott aðgengi fyrir hjóla- stóla og má taka Bónus, Krónuna, Húsasmiðjuna og Subway sem dæmi. Meðal mikilvægustu mála- flokka Haft var samband við Elliða Vignisson, bæjarstjóra í aðdraganda þessara skrifa og fagnaði hann umfjölluninni og bauð fram aðstoð sína og tæknideildar sem til að mynda fékk úttekt fyrir skömmu á einhverjum þáttum þessarar þjónustu. Hann hafði þetta um málið að segja. „Málefni fatlaðra eru meðal mikilvægustu málaflokka hvers sveitarfélags. Hér í Eyjum höfum við seinustu ár sérstaklega beint orkunni að aðgengismálum í stofnunum okkar sem og á og við götur sveitarfélagsins,“ sagði Elliði. „Enn eru verk sem bíða þótt mörg stór skref hafi verið stigin. Mikið af húsnæði í eigu sveitarfélagsins var fyrir skömmum tíma illa til þess fallið að þjónusta þá sem áttu erfitt með gang eða voru bundnir við hjólastól. Meðal annars með þetta að leiðarljósi höfum við fjárfest fyrir tugi milljóna í lyftum og breytingum á húsnæði. Settum lyftu í Barnaskólann, Menningar- og tómstundahúsið Kviku og Safnahúsið sem m.a. hýsir Bóka- safnið og sögusýninguna Sagn- heima. Allar nýbyggingar eru einnig með fullt og gott aðgengi fyrir hjóla- stóla, þar með talið lyftur, og vísast þar til að mynda til Eldheima. Í viðbót við þetta eru verklagsregl- urnar hjá okkur að í hvert skipti sem unnið er í gangstéttum þá eru gangstéttarhorn og brúnir við gangbrautir niðurteknar til að auðvelda hjólastólaumferð.“ Greið leið um miðbæinn Elliði sagði að nú sé svo komið að nánast allur, ef ekki allur, mið- bærinn sé þannig útbúinn að hjólastólar eiga greiða leið um helstu gangstéttir. „Víða í út- hverfum er þetta líka í lagi. Til viðbótar við þessar stóru fram- kvæmdir þá höfum við á seinustu árum stækkað hurðir og sett skábrautir við stofnanir svo sem Þórheimilið sem hýsir ma. skóla- dagheimili, Rauðgerði sem hýsir Félagsmiðstöð, tæknideild o.fl. Ráðhúsið er ekki vel til þess fallið að taka á móti hjólastólum og ræður þar mestu að húsið er friðað og því hefur ekki verið mögulegt að koma fyrir stokki utan á það. Hinsvegar er skábraut að kjallaranum sem hýsir félags- og skólaskrifstofu og stjórnsýslan nýtir skrifstofur þar þegar fólk í hjólastólum á erindi við hana. Það er þó ánægjulegt að segja frá því að verið er að skoða breytingar innanhúss í tengslum við allsherjar viðhaldsaðgerðir á Ráðhúsinu þar sem meðal annars er horft til þess að koma lyftustokk fyrir. Þá höfum við einnig lagt áherslu á að stofnanir sem við tengjumst óbeint svo sem Þekk- ingarsetur Vestmannaeyja fari í húsnæði þar sem fullt og gott aðgengi er fyrir fatlaða og ánægju- legt að núna er stutt í að sú mikilvæga stofnun fari í nýtt húsnæði í Fiskiðjunni sem að sjálfsögðu verður með lyftu og gott aðgengi fyrir fatlaða. Gera má betur Elliði segir að hjá Vestmannaeyjabæ viti menn að betur má alltaf gera, og má þar til að mynda nefna að enn þarf verulegar úrbætur í Tónlistarskólanum. „En við erum um leið stolt af þeim stóru skrefum sem stigin hafa verið. Fullur og einlægur vilji er til að halda þessari vinnu áfram og hætta ekki fyrr en boðlegt aðgengi verður um allar stofnanir sveitafélagsins. Það sem út af borðinu stendur er aðgengi fatlaðra að verslunum og annarri þjónustu hér í Eyjum sem eru í eigu og á ábyrgð einkaaðila. Þar er sannarlega víða þörf á úrbótum. Við höfum fullan skilning á því að mikið af slíkum þjónustu- fyrirtækjum eru í gömlu húsnæði sem byggt var í takt við þann tíðaranda sem þá var ríkjandi. Um leið og við höfum verið að hvetja til úrbóta höfum við boðið fram samstarf þar sem slíku er viðkomið og slíkt hefur þegar skilað nokkrum árangri. Sem sagt við getum öll gert betur og það er ekki nokkur vafi að bæði Vestmannaeyjabær og einkaaðilar hafa fullan vilja til að halda áfram að gera gott betra. Það á enda að vera keppikefli samhents bæjarfélags eins og hér að allir íbúar geti nýtt sér alla þjónustu á greiðan og góðan máta,“ sagði Elliði. Margt vel gert Það er því augljóst að margt er verið að gera vel í þessum málum þó margt megi bæta. Mörg fyrirtæki hér í bæ geta bætt sína aðstöðu með einföldum leiðum. Fjölbreytileikinn er alltaf að verða meiri og með síauknum ferða- mannastraum má áætla að fleira fólk sem notast við hjólastól eða eru með skerta líkamsgetu heim- sæki bæinn. Þó málið snúist fyrst og fremst um gott aðgengi handa öllum Vestmannaeyingum þá þarf að horfa á málið í heild sinni öllum til hagsbóta. :: Aðgengi fatlaðra í Vestmannaeyjum :: Á ferð með Bernharði Jökli sem er í hjólastól :: Kaffihúsaferð þarf mögu- lega að vera þaulskipulögð :: Eldri hús vandamálið :: Bærinn tekið á málinu :: Allar nýbyggingar með fullt aðgengi :: Sara SjöFn GrETTiSdÓTTir sarasjofn@eyjafrettir.is Benni með Jackie, móður sinni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.