Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2016, Síða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2016, Síða 9
9Eyjafréttir / Miðvikudagur 14. september 2016 Afmælismót Taflfélags Vest- mannaeyja sem haldið var í tilefni 90 ára afmælis TV fór fram um síðustu helgi. Mótið var mjög vel skipað og kepp- endur voru 24 talsins, þar af tíu félagsmenn í TV. Meðal kepp- enda voru fimm skákmeistarar með alþjóðlega titla, þar af einn stórmeistari. Keppt var í skákheimili TV við Heiðarveg og var mótið svokallað atskákmót, umhugsunartími 20 mínútur á skák á hvorn keppenda og 5 sekúndur til viðbótar fyrir hvern leik. Hver umferð tók um 60 mínútur. Mótið hófst kl. 12.00 á laugardag og voru þá tefldar fimm umferðir. Keppendum var boðið í rútuferð um Heimaey að loknum fyrri degi. Á sunnudag voru tefldar fjórar umferðir og lauk mótinu síðdegis með verðlaunaafhendingu. Landsbankinn var helsti styrktar- aðili afmælismótsins. Sigurvegari á afmælismótinu varð Helgi Ólafs- son, stórmeistari með átta vinninga af níu mögulegum. Í öðru til þriðja sæti urðu Davíð Kjartansson og Oliver Jóhannesson, báðir FIDE meistarar með 6,5 vinninga. Í fjórða til sjötta sæti urðu Stefán Bergsson, Sævar Bjarnason, alþjóðlegur meistari og Ólafur Hermannsson, félagi í TV allir með 5,5 vinninga. Í mótslok flutti sigurvegarinn Helgi Ólafsson ávarp og sagði frá uppvaxtarárum sínum í skákinni í Eyjum, 1968 til 1973. Fjölskylda Helga bjó hér um árabil og faðir hans Ólafur Helgason var banka- stjóri útibús Útvegsbanka Íslands í Eyjum á miklum umbrotatímum í tengslum við eldgosið 1973 og uppbygginguna í kjölfar þess. Helgi hefur ávallt verið í góðu sambandi við sitt uppvaxtar- félag í skákinni og oft á tíðum teflt fyrir félagið á Íslandsmóti skák- félaga. Arnar Sigurmundsson formaður TV lýsti ánægju sinni með framkvæmd mótsins og þakkaði Vestmanna- eyjabæ og fjölmörgum fyrirtækjum fyrir stuðninginn við félagið á liðnum árum. Þá sagði hann mjög ánægjulegt að nú er hafin á ný formleg skákkennsla í Grunn- skóla Vestmannaeyja og kennari við GRV orðinn skákkennari. Stefán Bergsson hjá Skákakademíunni í Reykjavík sem var mótstjóri á afmælismóti TV kom til Eyja sl. föstudag við undirbúning skák- kennslu í Hamarsskóla, en margir skólar á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi eru með skákkennslu á námsskrá í ákveðnum árgöngum. Verðlaunaafhending í mótslok. Frá vinstri Helgi Ólafsson, Davíð Kjartansson, Oliver Jóhannesson, Arnar Sigurmundsson form. TV og Stefán Bergsson, mótsstjóri. Þungt hugsi í upphafi skákar. Arnar Sigurmundsson formaður félagsins. Helgi Ólafsson sigraði á 90 ára afmælismóti TV Páll Marvin Jónsson, form. bæjarráðs Vm. undirbýr sig að leika fyrsta leikinn fyrir Helga Ólafsson , stórmeistara í skák hans við Andra Hrólfsson í 1. umferð. Þeir félagar tefldu báðir á Skákþingi Vm. 1973, en skák þeirra fór í bið kvöldið áður en eldgosið á Heimaey hófst, 23. janúar 1973. Skákinni lauk loks 23. janúar 1993 réttum 20 árum síðar með sigri Helga og hlaut hann þá loks nafnbótina Skákmeistari Vm. 1973.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.