Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2016, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2016, Blaðsíða 10
10 Eyjafréttir / Miðvikudagur 14. september 2016 Gunnar Þór Geirsson er 35 ára gamall heimilislæknir sem hefur víða komið við á lífsleiðinni og segir aldrei auðvelt fyrir sig að svara þeirri spurningu hvaðan hann er af landinu. „Faðir minn var læknir þannig við fórum víða á sínum tíma en ég er fæddur í Reykjavík. Lengst af átti ég hins vegar heima í Garðabæ. Annars hef ég átt heima á Ísafirði og í Trollhättan, litlum bæ í Svíþjóð. Föðurfjölskyldan er vestan úr Dölum og var ég lengi í sveit þar hjá ömmu og afa á sumrin þannig að ég hef einnig sterka tengingu í Dalina. Móðurfjöl- skyldan er hins vegar úr Biskupstungunum og Flóanum á Suðurlandinu,“ segir Gunnar sem býr í Eyjum ásamt konu sinni Raquel Díaz frá El Salvador en hún vinnur í Þekkingarsetr- inu og sér þar um markaðsstörf. Gunnar útskrifaðist úr Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ og eftir það lá leiðin í Háskóla Íslands í áfram- haldandi nám. „Ég fór reyndar í verkfræði fyrsta árið mitt en skipti síðan yfir í læknisfræði og út- skrifaðist þaðan 2008. Eftir kandídatsárið 2009 fór ég til Svíþjóðar þar sem ég hóf sérnám í heimilislækningum en endaði svo á því að klára námið hérna heima á Íslandi núna í vor.“ Langaði alltaf einhver partur af þér að verða læknir? „Þetta er góð spurning. Það er náttúrulega þannig í læknisfræðinni að margir nemendur eiga foreldra sem voru læknar, að minnsta kosti í mínum bekk. Það er oft þannig að krakkar feta í fótspor foreldra sinna, hvort sem það eru sjómenn, kennarar eða læknar, hvort það sé meira um þetta í læknastéttinni er erfitt að segja,“ segir Gunnar. En hvernig kom það til að Gunnar ákvað að flytjast til Eyja? „Þetta byrjaði þannig að ég var að leysa af hérna og kunni ákaflega vel við mig, kunni vel við að vinna hér. Svo þegar ég var að klára mitt nám fór ég að velta fyrir mér hvar ég ætti að vinna í framtíðinni. Ég hafði verið að vinna mikið í Reykjavík en alltaf haft sterka tengingu við lands- byggðina og finnst mér afskaplega gott að vera úti á landi. Oft getur starf heilsugæslulækna verið fjölbreyttara úti á landi og þar af leiðandi skemmtilegra að mér finnst. Ég fór að ræða við Hjört Kristjánsson í lok árs 2015 og þá fór boltinn að rúlla. Hann bauð mér að vinna hér að staðaldri og við Raquel ákváðum bara að skella okkur á það, prófa eitthvað nýtt. Það hjálpaði náttúrulega til að ég hafði verið hérna áður og svo var einn móttökuritarinn á Heilsugæsl- unni í Efstaleiti frá Vestmanna- eyjum og talaði hún alltaf mjög vel um eyjuna sína. Svo hefur maður bara heyrt góða hluti um Vest- mannaeyjar, opið og gott fólk og mikið um að vera. Þegar maður leggur þetta allt saman þá var þetta eitthvað sem var spennandi að prófa,“ svarar Gunnar og heldur áfram: „Okkur hefur líkað vel hingað til en það tekur alltaf tíma að koma sér fyrir og komast inn í hlutina. Við erum enn að kynnast fólki og erum kannski ekki mikið komin inn í félagslífið þar sem það er búið að vera mikið að gera hjá okkur báðum í vinnunni. Nú er að ég held í fyrsta skiptið læknir að taka sérnám sitt hér á Heilsugæsl- unni og því fylgir talsverð vinna. Á móti verður stofnunin meira aðlaðandi vinnustaður, meira í boði. Svo virðist alltaf vera einstaklega gott veður hér,“ segir Gunnar og hlær. Sérðu fyrir þér að vera hérna næstu árin? „Maður veit náttúrulega ekki fyrirfram hvernig manni líkar en við getum alveg séð það fyrir okkur, það er engin spurning. Eftir eitt til tvö ár tekur maður stöðuna. Þetta fer kannski bara eftir því hvernig maður nær að aðlagast. Nú erum við bara búin að vera sumarið og maður þarf að vera búinn að vera veturinn líka til að meta stöðuna. Veturinn er erfiðari og veðrið verra og samgöngurnar í takt við það þannig að þú verður eiginlega bara að taka viðtal við mig aftur næsta sumar. Það leiðinlegasta sem maður gerir er að flytja þannig að maður er ekkert æstur í að fara að flytja aftur í bráð,“ segir Gunnar. Er staðan á heilsugæslunni boðleg fyrir bæjarbúa? „Eins og þetta var fyrir minn tíma þá voru fjórir fastir læknar hér. Þar að leiðandi er hægt að veita betri þjónustu þar sem hver læknir getur sinnt sínum sjúklingum betur. Núna eru við komin með þrjá fasta lækna en ekki í 100% stöðu. Hjalti var hér fyrir en eins og maður segir fullbókaður, síðan komum við Kristina og þá höfum við náð að dekka svona 60-70% af íbúum Vestmannaeyja en þá náttúrulega sitja 30-40% eftir sem er ekki nógu góð staða en þó betri en var hér áður. Auðvitað væri betra að hafa einn lækni til viðbótar en það er ekki verið að auglýsa sérstaklega eftir slíkum. Maður otar stundum sjálfur að kollegunum að það gæti verið gaman að kíkja til Vestmanna- eyja,“ svara Gunnar. En þarf ekki að vera fæðingaþjón- usta og þar af leiðandi svæfinga- læknir í Vestmannaeyjum? „Það er kannski svolítið erfitt fyrir mig að svara þessu því þetta kemur meira við spítalann og er ég náttúrulega meira með heilsugæsluna. En þar fyrir utan þá er gallinn við að hafa svona starfsemi á litlum stað eins og Vestmannaeyjum sá að það þarf ákveðinn fjölda aðgerða til að halda fólki í æfingu. Sjálfsagt væri hægt að leysa þetta eins og hefur stundum verið, það að svæfinga- læknar komi hingað af Landspítal- anum en ef við ætlum að hafa fulla fæðingaþjónustu þá verður bara að vera skurðlæknir og svæfingalækn- ir. Menn verða bara að meta hvort það sé raunhæft eða ekki. Það er síðan annað mál að manna stöðurnar, það er ekki nóg að þær séu í boði. Það eru mikið af tilfinningum í þessu en ef ég horfi blákalt á stöðuna þá er mín persónulega skoðun sú að ólíklegt sé að regluleg skurðlæknaþjónusta verði hér aftur. Það yrði þá kannski einungis einhvern hluta mánaðarins en það er víst ekki hægt að stjórna því hvenær konur eiga börn eða hvenær fólk fær botnlangakast. Það er því lykilatriði að það séu góðar samgöngur,“ bætir Gunnar við. En verður þá ekki að vera sjúkra- flugvél í Eyjum? „Nú kemur vélin frá Akureyri og kosturinn við það er sá að með henni geta komið fagmenn sem eru ekki hér, t.d. svæfingalæknir, ljósmóðir eða fæðingalæknir. En á móti þá er kostur við að hafa vél hérna sá að auðvelt er að taka á loft að mér skilst. Það eru því kostir og gallar við báða möguleika en sjálfur hef ég ekki samanburðinn því vélin hefur bara verið fyrir norðan síðan ég byrjaði. Mikilvægt væri að þjónustan væri með sama standard og fyrir norðan ef út í það yrði farið að breyta um staðsetningu. En eins og í akút tilfellum þá er engin spurning að það væri betra að hafa vél hérna ef upp kæmi t.d. hjarta- áfall, heilablófall eða álíka. Að lokum vill Gunnar bæta við að ekki megi einblína bara á það neikvæða því vissulega sé margt jákvætt í gangi líka. „Starfsfólkið hérna er alveg frábært, bæði á spítalanum og á heilsugæslunni, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, geislafræðingar og fólk í afgreiðsl- unni og matsal. Ég vil bara lýsa yfir ánægju minni með það, ég er stoltur af mínu fólki,“ segir Gunnar. :: Gunnar Þór Geirsson er nýr yfirlæknir á Heilsugæslunni :: Byrjaði í afleysingum og líkaði vel að vinna hér :: Oft getur starf heilsugæslulækna verið fjölbreyttara úti á landi :: Þar af leiðandi skemmtilegra :: Gunnar Þór Geirsson. Einar KriSTinn HELGaSon einarkristinn@eyjafrettir.is SpænSka fyrir byrjendur Vilt þú geta bjargað þér á spænsku næst þegar þú ferð í frí til Spánar? Ef svo er, þá er þetta námskeið tilvalið fyrir þig. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa litla sem enga undirstöðu í spænsku. Áhersla verður lögð á framburð, málfræði og að byggja upp orðaforða ásamt nytsamlegum orðum og frösum sem gagnast í ferðalaginu. Staður: Húsnæði Visku að Strandvegi 50. kennari: Bryndís Stefánsdóttir BA í spænsku. Tími: Samtals 40 kennslust. (26 klukkustundir) Verð: 35.000 kr. Stefnt er að því að hafa kennsluna síðdegis, tvisvar í viku. Starfsmennasjóðir niðurgreiða námskeið. ÍSlenSka fyrir úTlendinga 1 60 kennSluST. (40 klukkuST.) Áfanginn er ætlaður byrjendum í íslensku. Lögð er áhersla á að kynna nemendum uppbyggingu tungumálsins með hlustun, lestri, frásögn og samræðum eftir því sem orðaforðinn leyfir. Unnið er með auðvelda texta sem tengjast daglegu lífi til að auka orðaforða nemenda og þjálfa framburð. Lögð er áhersla á að fjölbreyttum aðferðum í tungumálakennslu skuli beitt, (sbr. námskrá íslenska fyrir útlendinga - grunnnám, Mnr, 2008). leiðbeinandi/instructor: Jóhanna Lilja Eiríksdóttir. lengd/length: 60 stundir - 60 lessons. Verð/price: 37.000 kr. Vinsamlegast hafið samband við Visku í síma 4811950 til að fá frekari upplýsingar og til innritunar. please contact Viska tel. 481-1950 for further information. ÍSlenSka fyrir úTlendinga 2 60 kennSluST. (40 klukkuST.) Áfanginn er ætlaður þeim sem hafa nokkra undirstöðu í íslensku. Haldið er áfram að vinna með þá þætti sem tengjast daglegu lífi og starfi einstaklingsins til að auka orðaforða nemenda. Lögð er áhersla á að nemendur geti gert sig skiljanlega í verslun, bakaríi, banka, pósthúsi og veitingahúsi og tekið þátt í einföldum samræðum um dagleg málefni, svo sem veður og áhugamál. Eins og áður er lögð áhersla á að kynna nemendum uppbyggingu tungumálsins með hlustun, lestri, ritun, frásögn og samræðum. Haldið áfram að þjálfa íslensk hljóð og framburð. Fjölbreyttum kennsluaðferðum í tungumálakennslu beitt. Leitast er við að gera verkefnin þannig úr garði að þau reyni á hæfni nemandans við raunverulegar aðstæður. kennari/teacher: Jóhanna lilja Eiríksdóttir. lengd/lenght: 60 stundir. Verð/price: 37.000.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.