Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2016, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2016, Blaðsíða 11
11Eyjafréttir / Miðvikudagur 14. september 2016 Gleraugna Gallerí ehf. Eyravegi 7 800 Selfoss Sími 482 1144 info@gleraugnagalleri.is www.gleraugnagalleri.is Erum á Facebook: gleraugnagalleri Umgjarðir í miklu úrvali. Dag –og mánaðarlinsur á lager. Sjáðu í sundi! Sundgleraugu með styrkleika. Sjónmælingar á staðnum alla virka daga. Gleraugna Gallerí er glæsileg gleraugnaverslun að Eyravegi 7, Selfossi Berglind Hafsteinsdóttir, sjóntækjafræðingur Sendi um allt land! Uppbyggingarsjóður öllum opinn Boðið var til hádegis- súpufundar í húsakynnum Þekkingaseturs Vest- mannaeyja á mánudaginn þar sem fram fór kynning á Uppbyggingarsjóði og starfsemi SASS, Sam- taka sunnlenskra sveita- félaga, í Vestmannaeyjum. Fundurinn var vel sóttur og mátti þar finna gesti hvaðanæva úr atvinnu- lífinu samankomna til að gæða sér á súpu og hlusta á áhugaverðan fyrirlestur Þórðar Freys Sigurðssonar, sviðsstjóra þróunarsviðs SASS. SASS hefur umsjón með Uppbyggingarsjóði Suður- lands sem veitir verkefna- styrki á sviði nýsköpunar, menningar og atvinnuþró- unar á Suðurlandi. Opið er fyrir umsóknir tvisvar á ári og er umsóknarfrestur fyrir haustmisseri til og með 27. september. Til ráðstöfunar eru 40 milljónir og eru eng- in takmörk fyrir því hversu lítið eða stórt verkefnið má vera. Síðustu ár hafa ýmis fyrirtæki og einstaklingar frá Vestmannaeyjum nýtt sér sjóðinn, t.d. Sigva Media, Eyjablikk ehf., Einsi Kaldi-veisluþjónusta, Bókasafnið, Grímur kokkur ehf. og SegVeyjar ehf. svo að einhver séu nefnd. Einar KriSTinn HELGaSon einarkristinn@eyjafrettir.is Pink Floyd tónleikar á Háaloftinu Laugardaginn 17. september verða Pink Floyd tónleikar á Háaloftinu sem munu hefjast kl. 22:00. Áður hafa tónleikarnir farið fram í Landa- kirkju fyrir fullum sal og nú síðast í Keflavíkurkirkju og var sama uppi á teningnum þar. Miða á tónleikana er að finna í forsölu í Tvistinum og kostar stykkið 2500 krónur. „Það verða tekin lög af fjórum plötum hljómsveitarinnar, The Dark Side of the Mooon, The Wall, Animals og Wish You Were Here,“ segir Gísli Stefánsson einn af meðlimum hljómsveitarinnar. „Þetta verður ekki alveg með sama sniði og áður þar sem það verður eitthvað auka efni sem við höfum ekki spilað áður,“ bætir Gísli við og lofar í kjölfarið frábærri skemmtun. Ásamt Gísla, sem spilar á gítar í hljómsveitinni, er Biggi Nielsen á trommur, Kristinn Jónsson á bassa, Helgi Tórshamar á gítar, Þórir Ólafsson og Matthías Harðarson á hljómborð, en Matti mun einnig sjá um um saxafónleik. Sæþór Vídó og Jarl Sigurgeirsson munu síðan sjá um söng. „Það var fullt út úr dyrum bæði í Landakirkju og Keflavíkur- kirkju þannig ég hvet fólk til þess að tryggja sér miða sem fyrst en miðasalan gengur vel eftir því sem ég best veit,“ segir Gísli að lokum. Þórður Freyr flutti erindi en á fundinum voru um 40 manns.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.