Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2016, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2016, Blaðsíða 20
4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 14. september 2016 / SJÁVARÚTVEGSBLAÐIÐ Í tilefni þessa uppgjörs Eyjafrétta við liðið kvótaár hefur blaðamaður ákveðið að taka púlsinn á nokkrum sjómönnum hér í Eyjum. Þrír viðmælendanna eru tiltölulega nýútskrifaðir úr Skip- stjórnarskólanum og hafa verið að róa reglulega síðan en það eru þeir Hjálmar Viðarsson, Einar Ottó Hallgrímsson og Guðni Freyr Sigurðsson. EInar KrIstInn HELGason einarkristinn@eyjafrettir.is Hvað segja sjómenn í dag? Nýútskrifaðir stýrimenn, Hjálmar, Einar Ottó og Guðni Freyr Hjálmar segir erfitt fyrir unga stýrimenn að fá pláss Kom aldrei neitt annað til greina en að verða sjómaður? Jú,jú þegar maður var yngri, svo fór maður fyrsta skiptið á sjó og þá kom ekkert mikið annað til greina. Hvenær fórstu fyrst á sjó og á hvaða bátum hefur þú verið? Fór fyrst á sjó árið 2008 minnir mig á Huginn VE 55, annars hef ég verið á Kristjbörgu VE 70, Smáey VE, Gandí , Vest- mannaey VE444, Frú Magnhildi 1644, Suðurey ÞH, Faxa RE 9, Berg og VE, Kap II. Hvað heillar mest við sjómennskuna? Það er svo margt. Æðislegir strákar og stundum getur launaseðillinn verið skemmtilegur ef það fiskast vel. Svo er líka fínt að komast aðeins í burtu frá raunveruleikanum. Hvenær kláraðir þú Skipstjórnarskólann (hvað ertu búinn með mikið)? Ég kláraði 2015 minnir mig. Er búinn með allan stýrimanna- skólann en á einungis eftir ensku áfanga í stúdentspróf. Var hægt að taka einhvern hluta af náminu í Eyjum? Já, allavega þegar ég var í náminu, veit ekki hvernig það er í dag. Hver er þín upplifun af Skipstjórnarskólanum? Fyllerí og almenn skemmtun. Sem sagt mjög góð upplifun. Er erfitt fyrir unga stýrimenn að fá pláss og öðlast reynslu í starfinu? Já, það er mjög erfitt í dag. Einar Ottó er með ótakmörkuð alþjóðleg réttindi Kom aldrei neitt annað til greina en að verða sjómaður? Jú, jú, það var bara frekar auðvelt að komast á sjó og það virkaði bara að vera á sjó. Hvenær fórstu fyrst á sjó og á hvaða bátum hefur þú verið? Ég var 15 ára. Ég er búinn að fara á frekar marga, bæði botnveiði skip og uppsjávarskip. Hvað heillar mest við sjómennskuna? Útborgun. Hvenær kláraðir þú Skipstjórnarskólann (hvað ertu búinn með mikið)? Ég kláraði D stig í vor sem er ótakmörkuð alþjóðleg réttindi. Var hægt að taka einhvern hluta af náminu í Eyjum? Ég veit ekki hvernig það er núna en það var ekki hægt þegar ég var í skólanum og þá vorum við sjö Eyjamenn í skólanum upp á landi. Hver er þín upplifun af Skipstjórnarskólanum? Þetta er mjög skemmtilegur og þægilegur skóli, maður er að kynnast fullt af peyjum með sama áhugamál og því vinna allir saman. Bæði uppi í skóla og niðri í bæ. Er erfitt fyrir unga stýrimenn að fá pláss og öðlast reynslu í starfinu? Það var ekki erfitt fyrir mig og hina Eyjapeyjana sem að voru með mér í skólanum. Við erum allir í flottum plássum hér í Eyjum. Nýjar áskoranir og krefjandi augnablik segir Guðni Freyr Kom aldrei neitt annað til greina en að verða sjómaður? Í sjálfu sér var það aldrei eini möguleikinn, en það heillaði mikið þegar ég var yngri og ég fór oft á sjó með pabba. Í dag er enn opið að fara að læra eitthvað annað og prufa eitthvað nýtt. Hvenær fórstu fyrst á sjó og á hvaða bátum hefur þú verið? Líklega var ég 13 ára gamall þegar ég fór fyrst á sjó. Síðan þá hef ég verið á hinum og þessum skipum, t.d. Berg VE, Dranga- vík VE, Qavak Gl og Suðurey VE. Hvað heillar mest við sjómennskuna? Hver dagur er frábrugðinn deginum á undan, það koma ávallt upp nýjar áskoranir og krefjandi augnablik sem brjóta upp hversdagsleikann, það heillar mikið. Var hægt að taka einhvern hluta af náminu í Eyjum? Það var þegar ég byrjaði en í mjög takmörkuðu magni, eftir tvær annir hætti skólinn í Eyjum með áfanga tengda Skip- stjórnarskólanum. Það væri gaman að sjá FÍV taka þetta nám aftur upp með alvöru krafti líkt og þeir hafa gert með Vél- skólann. Hver er þín upplifun af Skipstjórnarskólanum? Skipstjórnarskólinn er gríðarlega fínn skóli, en líkt og hjá mörgum öðrum skólum þá vantað fjármagn til þess að uppfæra kennslugögn í verklegri kennslu. Er erfitt fyrir unga stýrimenn að fá pláss og öðlast reynslu í starfinu? Það virðist vera að koma tímabil núna þar sem það vantar orðið menn á sjó. Á meðan svoleiðis tímabil varir er auðveld- ara fyrir þá sem eru lærðir að komast að. En annars er það bara misjafnt milli skipa. Stundum auðvelt og stundum erfitt.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.