Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2016, Blaðsíða 24
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 14. september 2016 / SJÁVARÚTVEGSBLAÐIÐ
Þrautseigja og þor í 115 ár
G
U
N
N
A
R
JÚ
L
A
RT
Unnar Hólm Ólafsson tók til starfa í
byrjun febrúar 2015 sem aðstoðar-
verksmiðjustjóri Fiskimjölverk-
smiðju VSV. Þann 1. september sl.
um einu og hálfu ári síðar, tók hann
svo við sem verksmiðjustjóri af
Sigurði Friðbjörnssyni sem hafði
gegnt því starfi í um 25 ár.
Hvernig hefur árið verið í Gúa-
nóinu? „Þetta miðast mikið út frá
því hvernig loðnuvertíðin er hjá
okkur og í ár var hún lítil miðað við
það sem menn vonuðust eftir,
fjórum sinnum minni en í fyrra. Við
tókum á móti um 10.000 tonnum
sem var bara kúttuð loðna sem fór í
hrognatöku líka. Eins og ég segi þá
var vertíðin hjá okkur í ár ekkert
sérstök,“ segir Unnar Hólm,
verksmiðjustjóri Fiskimjölverk-
smiðju VSV og bætir við að
makrílvertíðin hafi verið skömminni
skárri.
„Það hefur gengið bara mjög vel
með makrílinn. Við erum að keyra
verksmiðjuna í byrjun viku og enda
viku, tökum tarnir þar sem við
bræðum það sem kemur frá
frystingunni,“ segir Unnar.
Hvaða nýungar hafa verið á þessu
ári? „Á þessu ári höfum við gert
stórtækar endurbætur á hreinsistöð,
sem við tókum í notkun í febrúar.
Hún hreinsar mun betur það sem
við sendum frá okkur í frárennslis-
kerfi bæjarins. Við erum þannig
farnir að hreinsa allan vökva frá
verksmiðjunni áður en því er dælt
út fyrir Eiði,“ segir Unnar.
Grænni með meiri rafmagns-
notkun
Er gúanóið sem sagt orðið grænna?
„Ég veit ekki hvort það sé hægt að
segja grænna að því leyti en
vonandi umhverfisvænna. Við erum
græn verksmiðja að því leyti að við
framleiðum hluta af gufunotkun
verksmiðjunnar með rafmagni og
með nýrri spennustöð og auknu
rafmagni til Eyja opnast möguleikar
á að gera enn betur, það veltur bara
á því hvernig þetta á eftir að ganga
hjá þeim í HS Veitum og hversu
mikið rafmagn fer í bæjarfélagið,“
segir Unnar sem segir það ávallt
vera stefnan að gera betur í
umhverfismálum, ekki bara hjá sér
heldur hjá fyrirtækinu í heild sinni.
Hvað er á döfinni hjá gúanóinu?
„Austanmegin við okkur mun rísa
ný mjölskemma sem við getum
vonandi tekið í notkun í byrjun árs
2017. Með því minnkar öll keyrsla
á Strandveginum, við erum búnir að
vera svolítið sýnilegir þar upp á
síðkastið og þetta verður allt önnur
aðstaða fyrir okkur upp á mjölið að
gera. Við erum einnig að reisa tank
hérna úti og er stefnt á annan tank
að honum loknum, fjórða tankinn í
röðinni. Vonandi verður hægt að
byrja á grunninum fljótlega þegar
fer að róast í framkvæmdum
uppsjávarvinnslunnar,“ segir Unnar.
Hvernig lítur framtíðin út í
sambandi við loðnuna? „Það er
erfitt að spá fyrir um það og er fullt
af sérfræðingum í því þannig ég læt
það vera að bætast í þann flota.
Maður vonar náttúrulega alltaf það
besta, að loðnan sýni sig og að við
fáum góða vertíð,“ segir verk-
smiðjustjórinn að lokum, vongóður
með framhaldið.
Unnar Hólm er nýr verksmiðjustjóri í Fiskimjölsverksmiðju VSV
Umhverfisvænni með endurbótum á hreinsistöð
Léleg loðnuvertíð en gengið vel með makrílinn í sumar
EInar KrIstInn HELGason
einarkristinn@eyjafrettir.is
Kristján Ingi Sigurðsson, Ágúst Sævar Einarsson og Friðþjófur Sturla Másson.