Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2016, Blaðsíða 26

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2016, Blaðsíða 26
10 Eyjafréttir / Miðvikudagur 14. september 2016 / SJÁVARÚTVEGSBLAÐIÐ Langa fiskþurrkun og það fyrsta sem þú hugsar er ef til vill vond lykt og venjulegt fiskvinnslufyrir- tæki. Vonda lyktin er til staðar, en aðstaða og aðbúnaðurinn er til fyrirmyndar og betri en þekkist í mörgum fiskvinnslu- fyrirtækjum. Langa þurrkar fiskafurðir fyrir Nígeríumarkað og selur þangað aðallega í gegnum LavaSeafood ehf. Fyrirtækið var upphaflega stofnað árið 2006 og hét þá Ystiklettur. Í ársbyrjun 2011 komu nýir eigendur til skjal- anna, gáfu fyrirtækinu nafnið Langa ásamt því að þeir hafa endurnýjuðu tækjakostinn og efldu reksturinn svo um munar. En aðstaðan fyrir starfsfólkið var öll tekin í gegn og var tilbúin í apríl í fyrra og verður að segjast að vel hafi tekist til. „Langa er eingöngu í að þurrka fisk, þetta eru hausar, bein og afskurðir frá Godthaab, Vinnslu- stöðinni og Narfa ehf. ásamt því að við kaupum frá nokkrum fyrirtækjum annarsstaðar frá,“ sagði Víkingur Smárason framleiðslustjóri fyrirtækisins. Frá því að fiskurinn kemur í hús og er sendur aftur af stað líða um það bil tvær til þrjár vikur. „Byrjað er á því að setja fiskinn á grindur, þaðan fer hann inn í þurrkklefa og þar er hann í tvo til þrjá sólahringa, fer eftir stærðinni á fiskinum. Síðan er hann sleginn af grindunum og settur í eftirþurrkun og er þar í einn til þrjá daga, fer eftir tegundum. Fisknum er svo komið fyrir í stærri kassa og settir í jöfnunarrými, þar sem hann er geymdur í tíu daga áður en honum er pakkað og þá tekur útflutningur við. Þessa leið fara hausarnir, beinin hins vegar og afskurðurinn fara í færibandaklefa, sem sagt tveggja, þriggja vikna vinnsla,“ sagði Víkingur. Framleitt er u.þ.b. einn til einn og hálfur gámur á viku, hélt Víkingur áfram „ Við getum samt framleitt alveg þrjá gáma á viku í fullum afköstum. Í fyrra tókum við á móti 12 þúsund tonnum, en höfum tekið um 20% minna það sem af er þessu ári og er ástæðan ástandið í Nígeríu.“ Nígeríumarkaður Langa, líkt og aðrar fiskþurrkanir, hefur átt á brattan að sækja gagnvart yfirvöld í Nígeríu. Þar ytra varð efnahagslegt hrun og ný ríkisstjórn tók skreið af lista fyrir þá sem fá fyrirgreiðslu hjá Seðlabankanum í Nígeríu. Því hefur reynst erfitt að koma vörunni inn í landið, en þetta ástand varð vegna verðlækkunar á olíu í heiminum. „ Þeir telja að botninum sé náð og að þetta eigi að fara uppá við núna ,“ sagði Halla Björk Hallgrímsdóttir mannauðs- stjóri. En hvað er verið að gera við skreiðina í Nígeríu? Skreiðin er mjög mikilvæg fæða í Nígeríu. „Þau nota þetta mikið í súpur sem dæmi og þá eru hausarnir notaðir eins og við notum súpukraft í okkar mat. Einnig fæst talsvert prótein úr hausunum. Þegar þau sjóða hrísgjrón setja þau sem dæmi smá brot af beini með til að bragðbæta, hrísgrjónin verða þá töluvert beisk, bragð sem þarf vel að venjast,“ segir Víkingur. Gæðin á hausunum eru einnig ólík og vita heimamenn alveg hvað er góð vara og hvað er síðra. Alveg eins og þegar við veljum okkur kjöt úr kjötborði sem dæmi. „Þau taka hausana og skoða augun, ef augað er tært, gult að lit og augasteininn svartur þá vita þau að hausinn var nýr og ferskur þegar hann var þurrkaður, en ef augað er grátt og ekki eins tært eru gæðin verri og varan ódýrari. Aldrei liðið eins vel á nokkrum vinnustað Sonja Andrésdóttir matráður í Löngu var að undirbúa hádegismat dagsins þegar viðtalið átti sér stað. En starfsmenn Löngu fá hafragraut á morgnanna og heitan mat í hádeginu, þeim að kostnaðarlausu. Eldhúsið sem Sonja eldar við er af bestu gerð og segist hún virkilega ánægð í starfinu. „Mér hefur sjaldan liðið eins vel á vinnustað, hér er allt ekkert mál og góður andi.“ Eins og áður hefur komið fram er lyktin af skreiðinni ekki góð og eftir að aðstöðunni var breytt var komið fyrir mjög öflugu loftræsikerfi þannig lyktin er að mestu inní vinnslunni. Starfsfólkið fær vinnugalla sem er þveginn og tilbúin fyrir þau á morgnana og áður en þau fara heim komast þau í sturtu og geta farið í sín hreinu föt. Aðstaðan fyrir starfsfólk kom því virkilega á óvart og ljóst er að vel var vandað til verka við endurbætur á húsnæðinu. Það var ekki að ástæðulausu að eigendur vildu gera vel við starfsfólk sitt. „Þau eru bara svo dugleg, vinna mikið, oft langa daga og það er aldrei neitt mál. Þau eru líka afar þakklát fyrir það sem þau fá,“ sagði Halla Björk. Vantar starfsmannastefnu í stórum fyrirtækjum í Vest- mannaeyjum Það er mikill metnaður hjá stjórnendum fyrirtækisins að hafa aðstöðuna sem besta, sagði Halla Björk, en hún var áður að vinna í starfsmannamálum hjá Actavis. „Þeir eru til að mynda mjög þakklátir starfsfólkinu hvað það er duglegt og öfugt, þannig verður samvinnan góð og öllum líður vel á vinnustaðnum.“ Inni í kjörum starfsmanna Löngu er eins og áður sagði morgunmatur og hádegismatur, en við vitum öll að holl og góð fæða veitir manni meiri orku sem skilar sér í meiri afköstum. „Það er oft á tíðum hreinlega lítil sem engin starfsmannastefna í mörgum fyrirtækjum í Vestmanna- eyjum, það hefur verið lenska að ef menn eru ekki sáttir þá geta þeir bara fundið sér vinnu annarsstaðar en þannig á þetta ekki að vera. Það eru breyttir tímar og margar rannsóknir hafa sýnt að fyrirtæki gengur miklu betur ef starfsfólkið er ánægð í vinnunni, sem verður hagnaður fyrir alla,“ sagði Halla Björk að lokum. Heimsókn til Nígeríu Forsvarsmenn Löngu ferðuðust fyrir þremur árum til Nígeríu til að kynna sér aðstæður og hitta kaupendur. Það var að vonum mjög sérstök reynsla þar sem menningar- heimarnir eru afar ólíkir og þau þurftu að ferðast með lífverði með sér allt sem þau fóru. Langa heldur sjó þrátt fyrir erfiðleika á mörkuðum í Nígeríu Ef augað er tært, gult að lit og augasteinninn svartur er varan góð Starfsmannaaðstaða til fyrirmyndar – Morgunmatur og hádegismatur í boði – Ánægt starfsfólk, meiri afköst sara sjöFn GrEttIsdÓttIr sarasjofn@eyjafrettir.is Engin flutningatæki eru fyrir kaupendur og burðast þeir með poka af skreið á bakinu en pokarnir eru um 30 kg. Á markaði í Nígeríu þar sem skreið er meðal annars í boði. Víkingur Smárason, framleiðslustjóri Halla Björk Hallgrímsdóttir mannauðsstjóri

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.