Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2016, Blaðsíða 29

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2016, Blaðsíða 29
13Eyjafréttir / Miðvikudagur 14. september 2016 / SJÁVARÚTVEGSBLAÐIÐ Eitt af stefnumálum Pírata er að allur afli eigi að fara á fisk- markað. Sem þýðir að vinnsla getur ekki treyst á að fá afla af skipum félagsins til vinnslu. Ljóst er að slík breyting á fiskveiðistjórnunarkerfinu er mikil. En er hún til góða? Ein af skýringum sem Píratar gefa er að „lóðrétta samþættingin er á þann veg að aðilar selji [erlend- um] systurfyrirtækjum afurðir undir markaðsverði sem leiðir af sér að tekjurnar skila sér ekki til landsins“. Eyjafréttir höfðu samband við Björn Brimar Hákonarson, framleiðslustjóra hjá Ísfélagi Vestmannaeyja og Smára McCarthy, efsta mann Pírata á Suðurlandi. Verðmæti afurða mun minnka „Segja má að kaupendur erlendis stýri landvinnslunni með sínum pöntunum og landvinnslan þarf að stýra útgerðinni; hversu mikið er veitt, hvaða tegundir og hvenær. Mikilvæg samskipti milli veiða og vinnslu munu leggjast af ef menn hafa ekki langtímahagsmuni og viðskiptasamband milli veiða, vinnslu og kaupenda“ segir Björn og bætir við að verðmæti afurða muni eingöngu minnka með slíkum afskiptum ríkisins. „Það er vont að sjá í stefnuskrá Pírata að útgerðarmenn og starfsmenn þeirra séu upp til hópa glæpamenn, hlunnfari sjómenn og almenning, að við fáum of lág verð erlendis fyrir vöruna okkar og jafnvel skilji hagnaðinn eftir erlendis.“ segir Björn jafnframt. Samþjöppun í Noregi Björn segir að hann telji almennt séð að fyrirtæki eigi að hafa frelsi í því að ákveða hvernig virðiskeðjan þeirra er og ef útgerðarmenn vilji selja afla á fiskmarkaði þá ættu þeir að fá að gera það, og ef þeir vilja fá að selja beint í vinnslu þá ættu það að vera leyfilegt. „Ríkið á ekki að skipta sér með þessum hætti af fyrirtækjum, mikil samþjöppun hefur t.d. verið í Noregi í mjöl- vinnslugeiranum og er eitt fyrirtæki ráðandi þar núna með um 70% markaðshlutdeild, vegna þessa kerfis“ segir Björn að lokum. „Sjómenn hafa verið samninga- lausir í hátt á sjötta ár. Það er nánast eins og útgerðirnar hafi enga hagsmuni af því að sjómenn búi við viðunandi starfsskilyrði. Enda snýr dæmið þannig: sjómenn sem neita að fara á sjó verða atvinnulausir, útgerðir sem ná ekki að veiða kvótann sinn leigja hann bara út eða selja hann og ef allt fer í hart er Alþingi útgerðarinnar fljótt að setja lög á verkfallið,“ segir Smári McCarthy oddviti Pírata í Suður- kjördæmi sem vilja koma á uppboðsfyrirkomulagi í stjórn fiskveiða. „Undirliggjandi þessum hags- munaárekstri er fiskveiðistjórnunar- kerfi sem tryggir ekki á neinn hátt hagsmuni sjómanna, starfsfólks í fiskvinnslu, né samfélagsins. Það tryggir bara hagsmuni síminnkandi hóps útgerðarmanna. Nú er talað um annað sjómanna- verkfall í haust, líklega strax að loknum kosningum. Eðlileg spurning er því hvort nýkosið Alþingi muni setja lög á verkfallið eins og myndast hefur hefð að gera. Svarið er háð því hvaða flokkar ná stjórn eftir kosningar. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur til að mynda sýnt að hann mun verja hagsmuni útgerðarinnar fram yfir hagsmuni sjómanna í öllum tilvikum.“ Smári segir að í grunnstefnu Pírata standi: “Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðana- töku um málefni sem varðar þá.” „Í því felst að réttur fólks til að semja um eigin kjör er friðhelgur. Það er ekki hlutverk Alþingis að hrifsa af fólki þann rétt, enda hafa Píratar kosið gegn öllum slíkum tillögum hingað til. Píratar munu einnig vinna að því að bæta samningsstöðu sjómanna með því að gjörbreyta stjórn fiskveiða þannig að hagur sjómanna og þjóðarinnar verði tryggður.“ Smári segir að Vestmannaeyjar hafi sloppið betur en mörg önnur bæjarfélög við neikvæð áhrif fiskveiði-stjórnunarkerfisins. „En engu að síður er smábátaútgerð í sögulegu lágmarki, litlum útgerðum fækkar og ýmis bæjarfélög eiga á hættu að leggjast í eyði. En með uppboðsfyrirkomulagi á aflaheim- ildum í stað þess séreignakerfis á kvóta sem er til staðar í dag skapast rými fyrir samkeppni og nýliðun, ásamt því að samningsstaða sjómanna stórbatnar. Sjómenn munu þá hafa meira atvinnufrelsi en nú til að leita annað eða stofna eigin útgerðir ef kröfum þeirra er ekki mætt af sanngirni og að sama skapi minnkar svigrúm útgerðanna til að nota kvótabrask til að sneiða hjá því að þurfa að stunda útgerð. Uppboðsfyrirkomulag snýst nefnilega fyrst og fremst um sanngirni,“ sagði Smári að endingu. Í grein í Fiskifréttum árið 2013 segir Jóhannes Pálsson, núverandi forstjóri Skagen í Danmörku en þáverandi framleiðslustjóri hjá Norway Seafood þar sem hann starfaði í sex ár að norskur sjávarútvegur sé á margan hátt frábrugðinn íslenskum sjávarútvegi. Veiðar og vinnsla séu aðskilin og verðmyndun sé fiskveiðum í hag. Landvinnslan eigi erfitt uppdráttar. Í greininni vísar Jóhannes til þess að ekki ætti að skerða sveigjanleika í nýtingu veiðiheimilda innan fyrirtækja og á milli fyrirtækja. Einn stærsti ókosturinn við aðskilnað veiða og vinnslu í Noregi er sá að stór hluti ársaflans í þorski bærist á land toppmánuðina á vertíðinni. Nær allur þorskur kæmi á land á fjórum fyrstu mánuðum ársins þegar auðveldast væri að veiða hann. Þar af veiddust um 80 þúsund tonn í marsmánuði einum. Síðan væri sáralítið framboð af hráefni það sem eftir væri ársins. Þetta væri ólíkt því sem er hér á landi. „Hugsið ykkur hvað þarf marga bryggjumetra til að taka á móti öllum þessum fiski. Hugsið ykkur einnig hvað þarf marga fermetra af húsnæði til að koma þessum fiski í gegn. Hús sem standa svo tóm mestan hluta af árinu. Þetta leiðir til þess að afkoman hjá fiskvinnslunni er engin. Þetta er afleiðing af aðskilnaði veiða og vinnslu. Enginn sem vinnur fisk í landi vill hafa þetta kerfi“, sagði Jóhannes í greininni. Veiðar og vinnsla eiga saman „Hugmyndir Pírata um að allur afli verði að fara á fiskmarkað eru mjög vondar,“ segir Björn Brimar Hákonarson, framleiðslustjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja Bætum samningsstöðu sjómanna Smári McCarthy efsti maður á lista Pírata í Suðurkjördæmi 0% 10% 20% 30% Ágú Sep Okt Nóv Des Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Þorskveiða 2012/2013 eftir mánuðum Noregur Ísland Norðmenn hafa slæma reynslu af kerfinu Aðskilnaður veiða og vinnslu Síðustu árin hafa Norðmenn veitt þorsk í fjóra mánuði á ári þegar það hentar útgerðinni best, en alls ekki vinnslunni né markaðnum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.