Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2016, Blaðsíða 31

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2016, Blaðsíða 31
15Eyjafréttir / Miðvikudagur 14. september 2016 / SJÁVARÚTVEGSBLAÐIÐ Reynsluboltarnir Valtýr, Kristján og Egill Guðni Púlsinn var tekinn á þremur sjómönnum Eyjaflotans, vélstjóra, stýrimanni og háseta. Þeir sem sátu fyrir svörum voru þeir Valtýr Bjarnason, Kristján Sigurðsson og Egill Guðni Guðnason. EInar KrIstInn HELGason einarkristinn@eyjafrettir.is Valtýr datt inn í pláss á Gullbergi Hvenær byrjaðir þú á sjó og hvað varstu gamall? Ætli ég hafi ekki verið á 18. ári þegar ég fór fyrsta túrinn minn á Gandí VE 171 sem var þá á dagróðrum á netum. Á hvaða bátum hefur þú verið? Fljótlega eftir að ég byrjaði á sjó datt ég inn í pláss á Gullbergi VE 292 og hef verið þar alveg síðan. En ég leysti af svona hér og þar, fór nokkra túra á Snorra Sturlusyni VE 28 sem var síðan seldur fljótlega eftir að ég fór að leysa af þar. Síðan hef ég alltaf kíkt aðeins yfir á félaga mína á Drangavík VE 80 þegar Gullbergið hefur stoppað í febrúar og mars síðustu ár. Ég hef einnig tekið eina loðnuvertíð á Ísleifi VE 63 og eina á Kap II VE 7. Hvað er heillandi við sjómennskuna? Það sem hefur verið mest heillandi síðan að ég byrjaði á sjó er að maður er alltaf að læra eitthvað nýtt og lenda í nýjum og krefjandi aðstæðum. Svo er mikill kostur að maður er alltaf að kynnast nýjum og skemmtilegum peyjum sem koma með manni á sjó. Er eitthvað sem hefur staðið upp úr á liðnu kvótaári? Það sem hefur staðið uppúr á þessu kvótaári er bara að það hefur gengið vel, góð veiði og svo höfum við fengið að róa stífar og sækja meira en síðustu ár sem er mikill kostur. Lítur þú á framtíðina í sjómennsku með björtum augum? Já, verður maður ekki að gera það ef maður ætlar að stunda þetta til frambúðar. Vonandi náum við sjómenn að fá fram góða samninga næst þegar verður samið og þá held ég að næstu ár á sjónum verði mjög björt og skemmtileg. Kristján ánægður með tekjur og félags- skap Hvenær byrjaðir þú á sjó og hvað varstu gamall? Ég byrjaði á sjó í maí 1999 og varð 16 ára gamall í fyrsta túrnum. Á hvaða bátum hefur þú verið? Þeir eru fjandi margir sem ég hef farið á. En þeir sem ég hef verið lengst á eru Albatross GK, Ágúst GK, Gandí VE, Vestmannaey VE og Bergey VE. Hvað er heillandi við sjómennskuna? Tekjurnar og svo er oft mjög góður félagsskapur á sjónum. Er eitthvað sem hefur staðið upp úr á liðnu kvótaári? Það er búið að ganga einstaklega vel hjá okkur á Bergey VE á seinasta kvótaári, góð veiði, lítið bilerí og frábær áhöfn. Lítur þú á framtíðina í sjómennsku með björtum augum? Já, ég er alltaf bjartsýnn þó svo að líklegt sé að það séu breytingar framundan sem gætu reynst erfiðar. Egill Guðni byrjaði tólf ára Hvenær byrjaðir þú á sjó og hvað varstu gamall? Árið 1981, þá 12 ár gamall þegar ég fékk fyrst laun fyrir sjómennsku. Á hvaða bátum hefur þú verið? Viltu fá alla? Ég hef verið víða og farið einn og tvo túra í afleysingum hér og þar. Bátar sem ég hef verið á eru Sæþór SU-175, Gnýr SU-371, Vöttur SU-3, Hólmanes SU-1, Eldborg HF-13, Guðrún Þorkelsdóttir SU-, Barði NK- ( ex. Júlíus Geirmundsson ÍS- ), líka á Sigurði Ólafsyni SF-44, Krossanesi SU-, Sunnubergi GK-, Sigli SI-250, Garðari II SF-, Vestmannaey VE-54 og VE-444, Bergey VE-544, Berg VE-44, Suðurey VE-12, Gandí VE-171, Frá VE-78, Brynjólfi VE-3, Jóni Vídalín VE-, Kap VE-7, Drangavík VE-, Gullbergi VE-, Olavur Nolsö (Færeyjum) og Dala-Rafni VE-508. Hvað er heillandi við sjómennskuna? Fjölbreytileikinn, það er alltaf eitthvað nýtt og það er alltaf von á öllu eða engu. Ekki hægt að ganga að neinu vísu þó að hlutir séu mismunandi líklegir eða ólíklegir. Er eitthvað sem hefur staðið upp úr á liðnu kvótaári? Gott veður. Lítur þú á framtíðina í sjómennsku með björtum augum? Já, ég verð að segja það. Nema að misvitrir stjórnmálamenn fara að umturna vinnuumhverfi sjómanna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.