Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2016, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2016, Blaðsíða 1
Eyjafréttir Helga klár í slaginní baráttu við kerfið >>11 >> 8 >> 10 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. blóð, sviti og tár Vestmannaeyjum 21. september 2016 :: 43. árg. :: 38. tbl. :: Verð kr. 490 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Karlalið ÍBV mætti Breiðabliki í Kópavogi á mánudag eftir að hafa ferðast með Lóðsinum til Land- eyjahafnar. Bæði lið þurftu nauðsyn- lega á stigum að halda, Breiðablik í baráttunni um Evrópusæti og mögulega Íslandsmeistaratitil og ÍBV á hinum enda deildarinnar í fallbaráttu. Hafsteinn Briem, miðvörður Eyjamanna, kom ÍBV yfir á 38. mínútur leiksins þegar hann stangaði hornspyrnu Jóns Ingasonar í netið, spurning hvort reynsluboltinn Gunnleifur Gunnleifsson hefði getað gert betur. Eyjamenn fóru sáttir inn í hálfleik- inn með eins marks forystu en hún dugði skammt því Höskuldur Gunnlaugsson jafnaði metin fyrir Breiðablik í upphafi síðari hálfleiks. Höskuldur var þá einn og óvaldaður inni í teig Eyjamanna og skoraði af stuttu færi, góð innkoma hjá honum en hann hafði einungis verið inná vellinum í þrjár mínútur. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og niðurstaðan jafntefli. Breiðablik gat þar með ekki náð FH sem urðu í kjölfarið Íslandsmeistarar annað árið í röð og í áttunda skiptið á þrettán árum. ÍBV heldur 10. sætinu með eins stigs forskot á Fylki í 11. sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Næsti leikur ÍBV er gegn Val í Eyjum sunnudaginn 25. september en á sama tíma mun Fylkir mæta Þrótti R. sem er í neðsta sæti deildarinnar. :: Pepsi-deild karla :: Breiðablik 1:1 ÍBV :: Ekki tókst að hrista af sér fall- drauginn en þó spor í rétta átt Alls bárust tólf tilboð í smíði og rekstur á nýrri Vestmannaeyjaferju og átti norska fyrirtækið Moskenes- straumen AS lægsta tilboð í smíði og rekstur nýrrar ferju. Var það langt undir kostnaðaráætlun. Lægsta boð eingöngu í smíði ferjunnar átti Nantong Rainbow Offshore and Egineering frá Kína en litlu munaði á því tilboði og boði frá Fiskerstrand Verft AS frá Noregi. Tilboðin voru opnuð hjá Ríkiskaupum í síðustu viku. Þetta kemur fram á vef Vegagerðar- innar en útboðið var tvíþætt, bjóða mátti í annarsvegar nýsmíði ferjunnar og hinsvegar í einkaframkvæmd þar sem boðið var í smíði ferjunnar og rekstur í tólf ár. Í smíði ferjunnar bárust alls tólf tilboð en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 27,5 milljónir evra eða ríflega 3,5 milljarða íslenskra króna. Lægst boð kom frá Nantong Rainbow Offshore and Egineering frá Kína upp á 21.420.000 evrur, eða 2,764 milljarðar íslenskra króna. Næst- lægsta boð átti Fiskerstrand Verft AS frá Noregi upp á 21.850.000 evrur eða 2,819 milljarðar. Lægsta boð í smíði og rekstur ferjunnar átti norska fyrirtækið Moskenesstraumen AS og hljóðaði það upp á 7,14 milljarða íslenskra króna en kostnaðaráætlun nam rúmum 13,22 milljörðum króna. Næstlægst bauð Eimskip Ísland ehf., og Sæferðir ehf. en það boð hljóðaði upp á rúmar 8,12 milljarða íslenskra króna. Farið verður yfir tilboðin og þau borin saman eftir ákveðnum reglum hvort sé hagstæðara að smíða ferjuna eingöngu eða taka tilboði í einka- framkvæmd, þ.e.a.s. smíði og rekstur ferjunnar. Farið verður yfir hvort tilboðin eru gild sem og mat á skipasmíðastöðinni. Einnig þarf að taka með í reikninginn fjarlægðarálag vegna nýsmíðinnar sem gert verður í samræmi við útboðsskilmála. :: Nantong Rainbow Offshore and Egineering með lægsta boð í smíði eingöngu :: :: Tilboð í rekstur og smíði nýrrar Vestmannaeyja- ferju opnuð :: Moskenesstrau- men AS með lægsta boð í smíði og rekstur sem er langt undir kostnaðar- áætlun Mynd: Hafliði Breiðfjörð Hafsteinn Briem fagnar hér marki sínu gegn Breiðablik í síðasta leik ÍBV.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.