Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2016, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2016, Blaðsíða 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. september 2016 Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. ritstjóri: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is. blaðamenn: Einar Kristinn Helgason - einarkristinn@eyjafrettir.is Sara Sjöfn Grettisdóttir - sarasjofn@eyjafrettir.is Guðmundur Tómas Sigfússon - gudmundur@eyjafrettir.is ábyrgðarmaður: Ómar Garðarsson. Prentvinna: Landsprent ehf. ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. símar: 481 1300 og 481 3310. netfang: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: www.eyjafrettir.is Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppn­um,­Vöruval,­Herjólfi,­Flughafnar­versluninni,­ Krónunni, Kjarval og Skýlinu. Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum. Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir „Vegna tilboðanna í nýja Vestmannaeyjaferju sem opnuð voru í síðustu viku vil ég benda á samþykkt bæjarstjórnar frá því í janúar sl. þar sem segir að siglingar í Landeyjahöfn séu þjóðvegurinn til Eyja. Einkafram- kvæmdir í vegakerfinu hafi eingöngu verið farnar þegar val er um aðra leið,“ segir Stefán Jónasson, oddviti E-listans í bæjarstjórn og nefnir í því sambandi jarðgöngin undir Hvalfjörð. „Það er eðlileg og sanngjörn krafa að þjóðvegurinn til Eyja gegni sömu lögmálum. Bæjarstjórn hefur eindregið lagst gegn því að ferjan verði í einkaeigu og það var ítrekað á fundi hennar í janúar,“ bætir hann við. Í fyrrnefndri samþykkt bæjar- stjórnar er lagst eindregið gegn því að samið verði um rekstur ferjunnar til lengri tíma en þriggja til fimm ára í senn og þá með skýrum og virkum uppsagnarákvæðum. Þá var gerð sú krafa að gjaldtaka í Herjólf taki mið af því að um er að ræða þjóðveginn til Eyja. Þannig ætti eingöngu að greiða fyrir bíl sambærilegt verð og kostar að aka þessa leið. Ekki eigi að rukka sérstaklega fyrir farþega í bílunum og fargjaldi fyrir aðra farþega verði stillt í hóf. „Ég hef ekki breytt um skoðun frá því í janúar sem er að skipið eigi að vera eign hins opinbera og að reksturinn verði í höndum Vega- gerðarinnar. Það er verið að tala um að þetta kosti svo og svo mikið en allar framkvæmdir í samgöngum kosta sitt. Vil ég í því sambandi benda á tengingu frá Þingvallavegi yfir í Borgarfjörð. Alls um 60 km vegur sem á að kosta 2,5 til 3 milljarða króna og gert er ráð fyrir að 115 bílar fari um veginn að meðaltali á dag. Það þarf ekki að borga krónu fyrir þessa 115 bíla á meðan það kostar okkur stórpening að fara á milli lands og Eyja,“ segir Stefán. Hann segir að ekki séu öll vandamál að baki með nýrri ferju. „Það er ljóst að frátafir verða áfram en vonandi ekki eins og við þekkjum í dag. Á meðan verið er að vinna að endurbótum á Landeyja- höfn verðum við að hafa gamla Herjólf hér áfram í að minnsta kosti tvö ár. Annað kemur ekki til greina í mínum huga,“ sagði Stefán að lokum. :: Stefán Jónasson oddviti E-listans ::Þetta er þjóðvegurinn okkar :: Einkaframkvæmd kemur ekki til greina :: Verðum við að hafa gamla Herjólf hér áfram í að minnsta kosti tvö ár :: „Í þessum tilboðum felast nátt- úrulega nokkur tíðindi. Fyrir það fyrsta vekur athygli að almennt sagt eru tilboðin umtalsvert lægri en búist var við og þau lægstu verulega undir áætluðum kostnaði. Nú er sem sagt góður kostur fyrir ríkið að láta slag standa og klára þetta. Í öðru lagi þá kemur nú í ljós það sem ég og félagar mínir í bæjarstórn höfum margítrekað bent á, að það er og verður ætíð hagstæðast að ríkið eigi ferjuna,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri. „Ég tel því langlíklegast að niðurstaðan verði að semja um smíði á ferjunni sérstaklega en ekki að blanda því saman við reksturinn. Í þriðja lagi þá eru það öflug fyrirtæki sem standa að tilboðunum. Ég hef lítillega kynnt mér þessi fyrirtæki og tilboð þeirra. Án þess að geta fullyrt neitt þá tel ég líklegast að fyrsti kostur verði að taka upp samræður við Fiskestrand sem er gríðarlega öflugt norskt fyrirtæki sem smíðað hefur fjölmargar ferjur og önnur sjóför sem reynst hafa vel við erfiðar aðstæður. Það er því fátt því til fyrirstöðu að hægt verði að klára þennan hluta verkefnisins núna á næstu dögum.“ Elliði sagði það gríðalega mikilvægt að Vestmannaeyjar sem samfélag fái nú tækifæri til að horfa til framtíðar. „Þetta ástand síðan 2010 er búið að vera erfitt og vonbrigðin mikil. Við vitum nú sem er að þessi nýja ferja mun ekki leysa öll vandamál sem við stöndum frammi fyrir. Ferjan er til að mynda talvert minni en við myndum vilja. Stærri ferja myndi hinsvegar þýða meiri frátafir og það viljum við ekki. Við viljum fyrst og fremst að samgöngur við Vest- mannaeyjar verði sem mest í gegnum Landeyjahöfn. Við í bæjarstjórn höfum talið að eðlilegast væri að leysa þennan vanda með því að vera með tvö skip af svipaðri stærð og ef til vill mætti nýta núverandi skip til móts við hið nýja yfir sumartímann eða skipta á því og öðru minna og heppilegra sem gæti sett undir lekann þegar vandinn er mestur.“ Elliði sagði að vitað væri að áfram verða frátafir. „Við höfum orðað það svo að nýtt skip sé nauðsynleg en ekki nægjanleg forsenda þess að ná tökum á verkefninu. Auðvitað þarf að halda áfram að þróa Landeyjahöfn eins og allar aðrar hafnir við strendur landsins. Þær breytingar eru hinsvegar því miður langt því frá að vera í hendi og enn hef ég ekki fengið að sjá neina verkfræðilega lausn sem leysa myndi vanda Landeyjahafnar. Við hér heima skellum oft fram frösum eins og það þurfi „bara“ þetta eða „bara“ hitt. Bara að færa garðana utar, bara að byggja aðra garða utan um þessa eða bara eitthvað annað. Þegar til kastanna kemur er það samt verkfræðin sem ræður og á meðan verkfræðilegar lausnir liggja ekki fyrir verður ekki ráðist í framkvæmdir. Það kann því vel að vera að til að koma hreyfingu á þessi mál verðum við heimamenn að skoða slíkt,“ sagði Elliði sem telur einnig að út af borðinu standi enn að bæta ástandið til 2018 þegar nýja ferjan kemur. „Það er til að mynda fráleitt að rukka okkur meira fyrir siglingu til Þorlákshafnar sem er bæði erfiðari og verri kostur fyrir alla. Sá kostnaður á ekki að falla á farþega. Ég myndi einnig vilja sjá ríkið gera alvöru úr því að tryggja samgöngur um Landeyjahöfn þegar Herjólfur tekur upp fastar siglingar í Þorláks- höfn. Jafnvel að boðnar yrðu út ferþegasiglingar á minna, hrað- skreiðara og grunnristara skipi sem gæti betur siglt eftir veðri, sjólagi og sjávarföllum. Slíkt skip gæti þá haldið uppi þjónustu svipaðri því og gert var með flugi á Bakkaflugvöll með mjög góðum árangri. Gleym- um því ekki að það fóru hátt í 30.000 manns um Bakkaflugvöll, og það var áður en allur þessi vöxtur varð í ferðaþjónustu. Eftirspurnin eftir styttri ferðatíma milli lands og Eyja er því til staðar.“ Að lokum sagði Elliði það lykilatriðið fyrir Eyjamenn að slíðra ekki sverðin í baráttu fyrir betri samgöngum heldur að sameinast í baráttunni. „Beinum sverðum okkur að þeim sem ábyrgðina bera en ekki að hvert öðru. Staðreyndin er sú að það er hægt að gera langtum betur en gert hefur verið. Ábyrgðin á því liggur hinsvegar ekki hjá okkur heimamönnum. Við verðum líka að gefa okkur tíma inn á milli til að fagna því sem vel er gert og virða þann vilja sem þó er til staðar. Hið nýja skip er klárlega áfangasigur en meira þarf til. Sameinumst nú í baráttunni fyrir betri samgöngum og þar með betri byggð.“ :: Elliði Vignisson bæjarstjóri :: Tilboðin lægri en búist var við :: Krafan að samgöngur við Vestmannaeyjar verði sem mest í gegnum Landeyjahöfn :: Eðlilegt að vera með tvö skip af svipaðri stærð :: Má nýta núverandi skip til móts við hið nýja yfir sumartímann :: Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Innsiglingin í Vestmannaeyjahöfn er ein sú öruggasta á landinu en það sama verður ekki sagt um Landeyjahöfn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.