Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2016, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2016, Blaðsíða 10
10 Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. september 2016 Helga Tryggvadóttir náms- og starfsráðgjafi situr í fimmta sæti lista Vinstri grænna í Suðurkjör- dæmi fyrir komandi kosningar. Hún hefur mikinn áhuga á velferð allra í samfélaginu og vill leggja sitt að mörkum. Helga hóf störf í Framvegis, miðstöð símenntunar í síðasta mánuði sem náms- og starfsráðgjafi og verkefnastjóri. Einnig er hún í lítilli stöðu sem kennari við námsbraut í náms- og starfsráð- gjöf í Háskóla Íslands. Hvað var til þess að þú ákvaðst að gefa kost á þér? -Ég hef alltaf verið pólitísk, haft skoðanir á samfélaginu og viðrað þær af og til í gegnum tíðina, án þess þó að taka þátt í skipulögðu stjórnmálastarfi. Þegar leitað var til mín með að taka sæti á listanum sagði ég strax já, held að það sé kominn tími til að ég leggi baráttunni fyrir betra og réttlátara samfélagi lið á þessum vettvangi. Hvaða málefni brenna helst á þér og hvað er það sem þú mundir vilja koma í gegn ef þú ferð á þing? - Ég hef mikinn áhuga á velferð allra í samfélaginu og snertir það líklega alla fleti stjórnmálanna. Velferðar-, heilbrigðis-, mennta-, byggða-, samgöngu-, umhverfis- og atvinnumál svo eitthvað sé nefnt, allt blandast þetta saman og snertir gæði lífsins hjá okkur öllum. Það sem mér finnst mikilvægt er að skipting gæða, þar með talið auðs, verði réttlátari. Hvað segir að kennari sé ekki jafn mikilvægur og bankamaður? Eða fiskvinnslufólk síður merkilegt en lögfræðingar eða læknar? Í mínum huga erum við öll jöfn og þó svo það sé kannski ekki alltaf augljóst þá erum við öll að leggja mikið til samfélagsins. Eða þannig finnst mér að raunveruleik- inn eigi að vera. Raunin er hins vegar sú að þetta hefur heldur betur riðlast síðustu árin þar sem okkar minnstu bræður og systur lepja dauðann úr skel á meðan aðrir lifa í lúxus. Svo sem ekkert að því að fólk lifi í vellystingum, svo lengi sem næsti maður á skammlaust til hnífs og skeiðar. Ég hef verið svolítið upptekin af því að mann- eskjan geti lifað með reisn sama í hvaða stöðu hún er. Niðurstaðan er því líklega sú að ef ég kæmst á þing myndi ég berjast fyrir réttlátara samfélagi á öllum vígstöðvum. Í tilefni af nýju kvótaári, hver telur þú framtíð kvótakerfisins vera? - Óskastaðan er sú að öll þjóðin njóti góðs af auðlindinni, að arðurinn safnist ekki á hendur fárra. Mér finnst ekkert réttlæti í því að fiskurinn í sjónum verði um ókomna tíð eign annarra en þjóðarinnar allrar. Þeir sem sækja fiskinn og fjárfesta eiga svo sannarlega skilið laun fyrir sína vinnu og áhættu, en eins og málin hafa þróast þá tel ég ótækt hvernig kökunni er skipt. Þær leiðir sem VG hefur lagt til fela m.a. í sér fyrningu aflaheimilda á löngum tíma, sanngjarnari ráðstöfun þeirra auk fleiri ráðstafana. Mér hugnast þessi stefna vel þar sem markmiðin eru þau sem ég tala um hér að ofan. Aflamarkskerfið virðist aftur á móti þjóna tilgangi sínum vel og vona ég að svo verði áfram. Ég vona því að framtíð kvótakerfisins verði í takt við stefnu VG, en hvort það verður á eftir að koma í ljós. Að lokum vildi Helga hvetja fólk til að kynna sér stefnu VG vel og vandlega. „Þar er að finna skyn- samar og framkvæmanlegar leiðir að réttlátu samfélagi. Svo er náttúrulega aðalmálið að fólk nýti sinn lýðræðislega rétt og mæti á kjörstað, sama hvar það stendur í pólitíkinni,“ sagði Helga að lokum. :: Eyjakonan Helga Tryggvadóttir í fimmta sæti hjá Vinstri grænum :: Kominn tími til að leggja lið baráttunni fyrir betra og réttlátara samfélagi :: Alltaf verið pólitísk, haft skoðanir og viðrað þær án þess að taka þátt í skipulögðu stjórn- málastarfi :: Sara SjöFn GrETTiSdÓTTir sarasjofn@eyjafrettir.is Tillaga uppstillingarnefndar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi vegna Alþingiskosninga þann 29. október næstkomandi var samþykkt á félagsfundi í Selinu á Selfossi 10. september síðastliðinn. Framboðslistinn er þannig skipaður: 1. Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur, Reykjavík. 2. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, sauðfjárbóndi og sveitarstjórnar- fulltrúi, Skaftárhreppi. 3. Daníel E. Arnarsson, háskóla- nemi, Hafnarfirði. 4. Dagný Alda Steinsdóttir, innanhússarkitekt, Reykja- nesbæ. 5. Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi, Vestmannaeyjum. 6. Þorvaldur Örn Árnason, eftirlaunamaður, Reykjanesbæ. 7. Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, nemi, Höfn í Hornafirði. 8. Gunnar Þórðarson, tónskáld, Reykjavík. 9. Hildur Ágústsdóttir, kennari, Rangárþingi eystra. 10. Gunnhildur Þórðardóttir, myndlistarmaður, Reykjanesbæ. 11. Einar Sindri Ólafsson, háskóla nemi, Selfossi. 12. Ida Løn, framhaldsskóla- kennari, Ölfusi. 13. Ester Bíbí Ásgeirsdóttir, tónlistarkona, Hafnarfirði. 14. Einar Bergmundur Arnbjörns- son, þróunarstjóri, Ölfusi. 15. Anna Gunnarsdóttir, hjúkrunar- fræðingur, Selfossi. 16. Jónas Höskuldsson, öryggis- vörður, Vestmannaeyjum. 17. Steinarr Guðmundsson, verkamaður, Höfn í Hornafirði. 18. Svanborg Jónsdóttir, dósent, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. 19. Björn Haraldsson, verslunar- maður, Grindavík. 20. Guðfinnur Jakobsson, bóndi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Helga með dætrum sínum, Kareni Rut og Rósu Sólveigu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.