Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2016, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2016, Blaðsíða 14
14 Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. september 2016 Eyjamaðurinn Arnór Eyvar Ólafsson segir verkfræðina alltaf hafa heillað en þangað lá leið hans eftir FÍV. Fljótlega eftir nám í HÍ fékk hann vinnu hjá fyrirtækinu Betware sem nú heitir Novomatic Lottery Solutions. Eftir þrjú ár í starfi er Arnór nú fluttur til Barcelona þar sem hann starfar á vegum fyrirtækisins. Hvaða nám ertu búinn með og við hvaða skóla? Eftir stúdentsprófið við Framhalds- skólann í Vestmannaeyjum fór ég í Háskóla Íslands. Þar byrjaði ég á því að taka B.Sc. í rafmagns- og tölvuverkfræði og í kjölfarið bætti ég svo við mig við sama skóla B. Sc. í tölvunarfræði. Af hverju ákvaðstu að fara í þetta nám? Hefur þú alltaf stefnt að því? Ég hafði svo sem ekkert alltaf stefnt af því að fara í rafmagns- og tölvuverkfræði en þegar ég skoðaði hugsanlegar námsleiðir þá heillaði verkfræðin alltaf. Ástæðan fyrir því er kannski sú að ég hafði alltaf gaman af tölvum, var þokkalega góður í stærðfræði og sá verkfræð- ina sem ágætis leið til þess að bæta verkvitið í gegnum eðlis- og stærðfræði. Hvernig líkaði þér skólinn og námið almennt? Almennt séð er ég nokkuð sáttur við námið og skólann. Fyrsta árið fannst mér gríðarlega krefjandi og einkenndist það af löngum törnum í Háskólabíó. Ég sá fljótlega að mig langaði frekar í áttina að hug- búnaðarverkfræði og tölvunarfræði frekar en í rafmagnið. Námið varð því náttúrulega skemmtilegra þegar maður fór að velja sér námskeið eftir sínum áhugasviðum síðari misserin. Í dag held ég þó að ég myndi frekar vilja stunda nám við Háskólann í Reykjavík en kannski er grasið alltaf grænna hinum megin og allt það. Ertu kominn með vinnu sem hæfir þinni menntun? Ég fékk vinnu fljótlega eftir námið hjá fyrirtækinu Betware. Í dag heitir það Novomatic Lottery Solutions, ég starfa þar enn og er gríðarlega sáttur eftir tæp þrjú ár. Áttu þér draumastarf? Í þessum geira yrði á einhverjum tímapunkti gaman að stofna eða taka þátt í spennandi „startup-i“. Ég á samt kannski ekkert drauma- starf en langar auðvitað að ná sem lengst í starfi og hafa gaman að því um leið. Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? Búa í Eyjum eða einhverstaðar annars staðar? Núna í september liggur leið mín til Barcelona. Þangað er ég að flytja og vinna fyrir Novamatic LS. Ég reikna nú með því að flytja aftur til Íslands á einhverjum tímapunkti en ég hugsa að ég muni búa og starfa á höfuðborgarsvæðinu jafnvel í þessum hugbúnaðargeira. :: Arnór Eyvar sáttur við að hafa valið verkfræðina :: Er að flytja til Barcelóna vegna vinnunnar :: Reiknar með að enda á Íslandi og búa og starfa á höfuðborgarsvæðinu Einar KriSTinn HELGaSon einarkristinn@eyjafrettir.is Það er ekki í lítið ráðist að bjóða upp á tónleika með lögum Pink Floyd sem í hugum margra er ein merkasta hljómsveit allra tíma. Það gerðu Messuguttarnir með miklum bravör á Háaloft- inu á laugardagskvöldið. Frumraunin var í poppmessu í Landakirkju og einnig komu þeir fram í Keflavíkurkirkju á Ljósanótt og þótti takast frábærlega. Með þessa reynslu mættu þeir á Háloftið þar sem rúmlega 100 gestir voru til að hlusta á meistaraverk Pink Floyd þar sem The Dark Side of the Moon var meginþema. Pink Floyd var stofnuð í London 1965 af Syd Barrett söngvara og gítarleikara, Nick Mason á trommur, Roger Waters söngvara og bassaleikara og Richard Wrighton söngvara og hljómborðleikara. Gítarleikarinn og söngvarinn David Gilmour bættist í hópinn í lok árs 1967. Ári seinna hætti Syd Barrett sem þá var djúpt sokkinn í eitur- lyfjaneyslu. Á þessum árum var London ótrúlegur suðupottur tónlistar af öllu tagi og var Pink Floyd meðal hljómsveita sem fóru inn á nýjar brautir. Þar var Barret foringinn á meðan hans naut við. Náðu sveitin nokkrum vinsældum en þeir sem eftir sátu, Mason, Waters, Wrighton og Gilmour áttu eftir að láta í sér heyra svo um munaði. Þar fóru Waters og Gilmour með ferðina. Plötur hljómsveitarinnar, The Dark Side of the Moon sem kom út 1973, Wish You Were Here 1975 og The Wall 1979 skapaði þeim nafn meðal virtustu tónlistarmanna síðustu aldar og eru The Dark Side of the Moon og The Wall meðal sölu- hæstu platna allra tíma. Messuguttarnir eru Birgir Nielsen á trommur, Kristinn Jónsson á bassa, Þórir Ólafsson á Hammond, Matthías Harðarson á hljóðgerfla og saxófón, Helgi Tórshamar á gítar, Sæþór Vídó á gítar og syngur raddir, Jarl Sigurgeirsson syngur einnig raddir og Gísli Stefánsson leikur á gítar og syngur. Þeir eru ekki hinir fyrstu sem spreyta sig á lögum Pink Floyd og hér á landi hafa Dúndurfréttir verið fremstar í flokki við að flytja lög Pink Floyd og fleiri meistara frá sjöunda áratugnum. Tónlist þessa tíma er löngu orðin sígild og yrði of langt mál að telja upp alla þá listamenn sem þá komu fram á sjónarsviðið. Þetta er ekki tónlist einnar kynslóðar sem sást á tónleikunum þar gestir voru á öllum aldri og flestir mættir til að hlusta. Og þeir fengu bara þó nokkuð fyrir sinn snúð því hljómsveitin Messuguttarnir samanstendur af öflugum tónlistarmönnum sem greinilega hafa hlustað á Pink Floyd oftar en einu sinni. Þetta voru líka alvöru tónleikar þar sem drengjunum óx ásmeginn eftir því sem leið á kvöldið. Það kunnu gestir að meta. Nú ætla ég ekki að gera lítið úr listamönnum sem hér tylla niður fæti og gefa okkur kost á að upplifa það sem þeir hafa fram að færa, alls ekki en það þarf ekki alltaf „rándýra“ skemmtikrafta úr Reykjavík til að eiga möguleika á notalegri kvöldstund. Það tókst Messuguttunum um leið og þeir skipa sér í hóp þeirra sem telja sér skylt að færa þessa frábæru tónlist frá einni kynslóð til þeirra næstu. Það skiptir líka máli, ekki síst þegar henni er sýnd jafnmikil virðing og kom fram hjá drengj- unum tónvissu. :: Messuguttarnir fóru á kostum á Háaloftinu á laugardaginn :: Ekki á allra færi að takast á við Pink Floyd en þeim tókst það Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Sæþór, Jarl, Gísli, Biggi, Þórir og Helgi. Mikil og góð stemning var á tónleikunum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.