Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2016, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2016, Blaðsíða 18
18 Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. september 2016 Golf | Yngri golfarar fagna :: Uppskeruhátíð Golfklúbbs Vestmannaeyja Síðastliðinn sunnudag var öllum börnum og unglingum Golfklúbbs Vestmannaeyja boðið til uppskeru- hátíðar í blíðskaparveðri. Dagurinn hófst á síðasta hring Þriðjudags- mótaraðar Íslandsbanka en slík mót hafa reglulega verið fyrir börn og unglinga í sumar. Eftir hringinn var öllum boðið í pylsur og vöfflur sem foreldraráð GV sá um. Foreldrar og systkini þátttakenda var einnig boðið og skemmtu sér allir vel á þessum fallega degi. Veitt voru verðlaun fyrir mótaröðina sem og fyrir meistaramót barna sem fram fór í júlí. Íslandsbanki gaf vegleg verðlaun en úrslit voru eftirfarandi: Meistaramót barna 1. sæti Karl Jóhann Örlygsson 2. sæti Hannes Haraldsson 3. sæti Ólafur Már Gunnlaugsson. Þriðjudagsmótaröð Íslandsbanka Stúlknaflokkur 1. sæti Erika Rún Long. Drengjaflokkur Rauðir teigar 1. sæti Hannes Haraldsson 2. sæti Karl Jóhann Örlygsson 3. sæti Arnar Gauti Egilsson. Drengjaflokkur Grænir teigar 1. sæti Elís Þór Aðalsteinsson 2. sæti Andri Snær Gunnarsson 3. sæti Gabríel Ari Davíðsson. Byrjendaflokkur á Litla vellinum 1. sæti Andri Magnússon 2. sæti Rebekka Rut Rúnarsdóttir 3. sæti Óli Már Haraldsson. Formlega er sumarstarfi Golfklúbbs Vestmannaeyja lokið en vetrar- starfið hefst af krafti í nóvember þegar vetraræfingataflan tekur gildi. Handbolti | :: Sigurbergur Sveinsson sáttur í Eyjum :: Hér er allt til alls :: Viljum berjast um allt sem er í boði :: Vilji til að vera með besta lið landsins :: Sterkir leikmenn og umgjörð eins og hún gerist best :: Við gátum ekki annað en spurt Sigurberg Sveinsson út í fyrstu kynni sín af Vestmannaeyjum en hann kom til ÍBV fyrir tímabilið. Margir ráku upp stór augu þegar hann samdi við ÍBV en hann virðist kunna vel við sig á eyjunni fögru. „Mér líst vel á þetta, menn eru búnir að vera að leggja hart að sér en á sama tíma búið að vera skynsemi í þessu líka. Hópurinn lítur vel út, breiddin meiri en ég bjóst við og það er tilhlökkun að fara að byrja mótið,“ sagði Sigur- bergur um fyrstu mánuðina hér í Eyjum. Er þetta eitthvað öðruvísi en Sigurbergur bjóst við? „Nei, alls ekki, vissi að hverju ég gekk áður en ég kom hingað og það hefur allt staðist. Umgjörðin er góð og hér er allt til alls og það er hugsað mjög vel um okkur.“ Hvað var það helsta sem fékk Sigurberg til að koma til Vest- mannaeyja? „Ég þekkti Adda (Arnar Pétursson, þjálfara ÍBV) vel og líkaði hvernig hann lagði þetta upp. Hér er metnaður og vilji til að vera með besta lið landsins, sterkir leikmenn og umgjörð eins og hún gerist best. Mér fannst spennandi að koma og upplifa nýtt umhverfi hér heima, kynnast og vinna með nýju fólki,“ segir Sigurbergur en hann hefur þá komið á rétta staðinn. Mikið af fólki vinnur fyrir félagið og vill allt fyrir liðið gera. Við erum allir að róa í sömu átt ÍBV hélt mörgum af sínum leik- mönnum frá síðasta tímabili og bættu við Sigurbergi og Róberti fyrir tímabilið, hvernig er stemn- ingin í liðinu? „Stemningin er massa fín. Það eru allir að róa í sömu átt en það er talsverð vinna fyrir höndum til að komast þangað sem okkur langar. Það er mikilvægt að við séum þolinmóðir og séum með það í huga að framundan er langur vetur. Ég hlakka mikið til að fá að spila við hlið Robba, hann er frábær leikmaður og góður drengur.“ Hefur liðið sett sér markmið? „Það eru skýr markmið innan liðsins, það er nokkuð ljóst að við viljum berjast um allt það sem er í boði.“ Ekki aðalatriðið að fara aftur út Ég spurði Sigurberg hvort hann væri kominn heim til að vera, eða hvort hann væri að hugsa út fyrir landsteinana. „Ég er lítið að pæla í því sem stendur. Mikilvægast er að ná góðu tímabili og sjá svo hvað gerist. Það er ekkert aðalatriði fyrir mig að fara aftur út, heldur meira að sýna mínar bestu hliðar hér í Eyjum.“ Nú var Sigurbergur í Haukum áður en hann fór út, vildu þeir ekki fá hann fyrst hann var á leiðinni heim? „Jú, og þetta var ekkert sérstaklega auðveld ákvörðun. Þegar upp var staðið fannst mér meira spennandi að takast á við nýja áskorun. Það verður gaman að mæta þeim á laugardaginn og það kemur lítið annað til greina en tvö stig á heimavelli,“ sagði Sigur- bergur og ekki laug hann, Eyja- menn lögðu Hauka að velli með sex marka mun 34:28. Hvernig líst Sigurbergi á þjálfara- teymi liðsins, þar eru Arnar Pétursson og Sigurður Bragason þjálfarar og Georg Ögmundsson sjúkraþjálfari. „Mér líst virkilega vel á þjálfarana og alla þá sem eru í kringum þetta. Það er metnaður fyrir því að gera vel og þeir virðast vera að leita leiða til að verða alltaf betri og betri, líkt og leikmenn sem er mjög jákvætt. Sjúkraþjálfarinn okkar er frábær, það gleymist stundum í umræðunni,“ sagði Sigurbergur um Georg Ögmunds- son, sem verður líklega mjög glaður að sjá þessi hlýju ummæli í sinn garð. Guðmundur T. SiGFúSSon gudmundur@eyjafrettir.is Sigurbergur Sveinsson gekk til liðs við ÍBV í sumar. Myndarlegur hópur framtíðargolfara í Vestmannaeyjum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.