Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2016, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2016, Blaðsíða 1
cLOE OG ARON BEST FRÁ AXLARSTEINI OG NIÐUR Í FJÖRU EyJAhJARTAÐ hENNAR hILdAR OddGEIRS >> 8 >> 12 >> 14 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Eyjafréttir Vestmannaeyjum 5. október 2016 :: 43. árg. :: 40. tbl. :: Verð kr. 490 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is Fulltrúar frá Vegagerðinni og Ríkiskaupa halda til Noregs á morgun til viðræðna við Fiskerstrand Verft AS, sem átti lægsta boð í smíði og rekstur Vestmannaeyjaferju. Í smíði ferjunnar bárust alls tólf tilboð en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 27,5 milljónir evra eða ríflega 3,5 milljarða íslenskra króna. Lægsta boð kom frá Nantong Rainbow Offshore and Egineering frá Kína upp á 21.420.000 evrur eða 2,7 milljarða króna og næstlægsta boð átti Fiskerstrand Verft AS frá Noregi upp á 21.850.000 evrur sem gera 2,8 milljarða í íslenskum krónum. „Það hefur verið unnið hratt og vel og fljótlega lá fyrir áreiðanleikakönn- un á þeim fyrirtækjum sem buðu í verkið. Það kom í ljós að lægsta tilboð Kínverjanna stóðst ekki kröfur útboðsgagna,“ sagði Andrés Þ. Sigurðsson, lóðs í Vestmannaeyjum sem á sæti í smíðanefndinni. „Ríkiskaup og Vegagerð eru með þetta á sinni könnu núna og fara fulltrúar Vegargerðar og Ríkiskaupa út á morgun til að ræða við Norð- mennina. Það er allt á fullum snúningi en allt er þetta enn á frumstigi. Þetta norska fyrirtæki hefur góða reynslu í smíði ferja og var með lægsta gilda tilboðið þannig að það lá beinast við að tala við þá fyrst. Ef ekkert óvænt kemur í ljós, þá sjáum við ekki annað en að ný ferja fari að sigla á milli lands og Eyja sumarið 2018 eins og ráð er fyrir gert,“ sagði Andrés. Ferjan á að vera um 70 metra löng, 14 metra breið, geta flutt allt að 73 fólksbíla og allt að 540 farþega og vera með djúpristu um 2,8 m. Til samanburðar þá getur Herjólfur flutt innan við 56 bifreiða, allt að 525 farþega og er með djúpristu 4,2 m. Nýja ferjan skal vera með tveimur Azipull skrúfum sem gefur henni mikla stjórnhæfni við erfiðar aðstæður. Gangi allt eftir siglir ný ferja milli lands og Eyja sumarið 2018 :: Hafa góða reynslu í smíði ferja og voru með lægsta gilda tilboðið,“ sagði Andrés fulltrúi í smíðanefnd :: Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Nýr prestur í Vestmannaeyjum, Viðar Stefánsson þjónaði í sinni fyrstu messu í Landakirkju á sunnudaginn. Hér er hann með Guðmundi Erni Jónssyni sóknarpresti sem prédikaði. :: Fulltrúar Ríkiskaupa og Vegagerðar til viðræðna við Norðmenn ::

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.