Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2016, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2016, Blaðsíða 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 5. október 2016 Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. Ritstjóri: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is. Blaðamenn: Einar Kristinn Helgason - einarkristinn@eyjafrettir.is Sara Sjöfn Grettisdóttir - sarasjofn@eyjafrettir.is Guðmundur Tómas Sigfússon - gudmundur@eyjafrettir.is Ábyrgðarmaður: Ómar Garðarsson. Prentvinna: Landsprent ehf. Ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. Símar: 481 1300 og 481 3310. Netfang: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: www.eyjafrettir.is Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppn­um,­Vöruval,­Herjólfi,­Flughafnar­versluninni,­ Krónunni, Kjarval og Skýlinu. Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum. Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir ÆTLAR ÞÚ, AÐ STANDA VÖRÐ UM ÍSLENSKA ÞJÓÐARHAGSMUNI, Í KOMANDI ALÞINGISKOSNINGUM Íslenska Þjóðfylkingin ÞAÐ GERUM VIÐ X-E ÍSLENSKA ÞJÓÐFYLKINGIN. SÍMI 789-6223 GUÐMUNDUR KARL ÞORLEIFSSON. Mikil uppsveifla hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútvegi sem sást vel á Íslensku sjávarút- vegssýningunni sem haldin var í Laugardalshöllinni í síðustu viku. Verslunin Eyjavík, sem selur margvíslegan búnað fyrir sjómenn, var meðal fyrirtækja á sýningunni. Gréta Hólmfríður Grétarsdóttir var mjög ánægð með sýninguna og sagði hana vel heppnaða. „Þarna fengu minni fyrirtæki að kynna sig og komust færri að en vildu,“ sagði Gréta. Íslendingar stóðu fyrir sýningunni í fyrsta skipti sem henni fannst vera stór plús. „Á svona sýningu hitti ég rétta fólkið sem eru sjómenn og þetta skilar sér vel eftir á, vonandi er þetta komið til að vera því það var rosalega vel að þessu staðið,“ sagði Gréta. Nemendur úr haftengdri nýsköpun voru meðal sýningargesta í ár. Þau voru öll sammála um að þetta hafi verið skemmtilegt, viðburðaríkt og fræðandi. Það sem kom þeim skemmtilega á óvart var hversu mikið fyrirtæki nýta sér reynslu sjómanna við nýsköpun, sem dæmi þá er Birgir Þór Sverrisson skipstjóri að vinna við að þróa hlera með fyrirtæki sem var að kynna á sýningunni. Vinnslustöðin styrkti nemendurna í þessari ferð og Eimskip bauð þeim í Herjólf. Nemendurnir fóru alla dagana í vísindaferðir, en þau heimsóttu Marel, Hampiðjuna, SFS og einnig sóttu þau málþing hjá Arion banka. Sara SjöFn GrETTiSdÓTTir sarasjofn@eyjafrettir.is Bjart framundan í íslenskum sjávarútvegi Íslandsbanki hélt boð í Eld- heimum síðastliðinn miðviku- dag fyrir viðskiptavini sem kallaðist konur í atvinnulífinu. Þórdís Úlfarsdóttir, útibússtjóri í Vestmannaeyjum stjórnaði dagskránni. Hún benti á að mikið hefði verið rætt og ritað um tengslanet og gildi þess. Þessi stund væri meðal annars hugsuð til þess að efla tengslin með spjalli í bland við fræðslu og skemmtun. Hvort framhald yrði á og konur í atvinnulífinu í Eyjum myndur hittast til dæmis einu sinni til tvisvar á ári yrði tíminn og áhugi að leiða í ljós. Sérstakir gestir voru Birna Einars- dóttir, bankastjóri og Una Steins- dóttir, framkvæmdastjóri Viðskipta- bankasviðs Íslandsbanka. Þórdís nefndi að Það hefði þótti fréttnæmt í upphafi árs 2015 að átta konur hefðu verið ráðnar í áhrifa- stöður í samfélaginu í Eyjum á rúmu ári. Voru þessar konur að bætast við þær sem fyrir voru í ábyrgðarstöðum hjá einkafyrir- tækjum og hinu opinbera í bænum. Hún sagði einnig frá því að hún hefði nýverið verið spurð hvernig væri að vera aðkomukona í Eyjum. Þá rifjaðist upp setning sem ein mæt Eyjakona sagði við hana fljótlega eftir að hún byrjaði í bankanum. Þú ert ekki aðkomukona þú ert tengdadóttir Eyjanna. Þótti henni afskaplega vænt um þessi orð og ákveðin viðurkenning í þeim fólgin. Birna tók því næst til máls og nefndi að það klikkaði ekki að þegar hún kæmi til Vestmannaeyja þá væri blíða, en líka að það væri sennilega bara flogið í blíðu. Birna talaði um að útlitið væri bjart og mikilvægt væri að horfa fram á veginn en samt sem áður muna hvaðan við komum. Birna hefur Undanfarin ár verið óeigingjörn við að miðla reynslu sinni til bæði karla og kvenna sem vilja láta til sín taka í viðskiptum eða annars staðar í samfélaginu. Sérstaka áherslu hefur hún lagt á starfsþróun kvenna innan Íslands- banka. Nefndi Birna að tilgangur boðsins væri að ýta undir tengslamyndum kvenna sem skiptir svo mikli máli. Jafnrétti kynjanna er mjög mikilvægur þáttur í starfsemi Íslandsbanka sem og það verkefni að útrýma kynbundnum launamun. Næst var komið að þætti Unu. Una stýrir fjölmennasta sviði íslandsbanka, viðskiptabankasvið- inu og hefur stýrt því frá árinu 2008. Á sviðinu starfa um 400 starfsmenn sem vinna í útibúum og þjónustu við einstaklinga og lítil og meðalstór fyrirtæki. Una talaði um ljónin í veginum sem oft væru maður sjálfur. Fyrir ári síðan hélt hún ræðu á ráðstefnu á vegum ungra athafnakvenna undir yfirskriftinni Ljónin í veginum. Una sagði líka frá ræðu sem gamall kennari hennar, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir hélt eitt sinn, þar talaði hún um að fjórða gosið væri að fara af stað í jafnréttisbaráttu kvenna og tengdi Una ráðstefnu ungra athafnakvenna við það, en 700 konur mættu á þá ráðstefnu. Una hvatti eldri konur til að sjá tækifæri í þeim yngri og minnti þær á að þær eru fyrirmyndir fyrir þær. Eins hvatti hún þær yngri til að sjá fyrirmyndirnar sem framar þeim væru. Una sagði að með jákvæðni, ástríðu, einlægni og húmor kæmist maður langt og endaði ræðu sína með að vitna í Steve Jobs heitinn: „Be hungry, stay foolish.“ Boðið var upp á léttar veitingar frá Einsa Kalda og undileik frá Þóri Ólafssyni. Endaði dagskráin á leynigestum eins og Þórdís kallaði þá. Karlakór Vestmannaeyja kom og tók nokkur lög við mjög góðar undirtektir viðstaddra. :: Íslandsbanki hélt boð fyrir konur í atvinnulífinu :: Fjórða gosið að fara af stað í jafnréttisbaráttu kvenna :: Verða að forðast ljónin á veginum sem eru oft konurnar sjálfar :: Sara SjöFn GrETTiSdÓTTir sarasjofn@eyjafrettir.is Ásta María, Erla, Unnur og Sigga létu sig ekki vanta. Sigga, Erna, Anna, Una og Þórdís á góðu spjalli.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.