Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2016, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2016, Blaðsíða 12
12 Eyjafréttir / Miðvikudagur 5. október 2016 Það var margt athyglisvert og skemmtilegt sem kom fram í fyrirlestrum í Sagnheimum þar sem ströndin og strandmenning var skoðuð frá mörgum hliðum og sögð saga vita sem í dag eru að fá nýtt hlutverk bæði hér á landi og um allan heim. Ströndin býr yfir fegurð en líka ógnum eins og kom fram á ráðstefnunni og nú eru stormar og brim orðin söluvara í ferðamennsku þar sem hið óvenjulega er selt fyrir mikla peninga. Auður við íslenska strönd kallaði Kristján Sveinsson sagnfræðingur erindi sitt þar sem hann kynnti starf Vitafélagsins og íslenska strand- menningu. Félagið var stofnað 26. apríl 2003 og er því ætlað að stuðla að vitundarvakningu um þau menningarauðæfi sem þjóðin á í vitum og strandminjum þeim tengdum. Vitafélagið hefur frá stofnun unnið að söfnun, skráningu og miðlun upplýsinga um vita, hvatt til verndun þeirra sem og strand- minja almennt og beitt sér fyrir fjölbreytilegri notkun vita sem samrýmist verndun þeirra og sögu. Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Vitafélagsins sagði frá samstarfi áhugafólks á Norðurlöndum um vita og fjölbreytilegri notkun þeirra í dag. Í þeim eru veitingahús og gistihús og þar sem áhrif brims og veðurs eru hvað mest er vinsælast og um leið dýrast að dveljast. Nefndi hún vita í Noregi þar sem húsin eru á klettsnefi út í sjó og allar myndir skakkar eftir verstu veðrin. Er þetta vinsæll gististaður og aldrei vinsælli en í verstu aftökum. Vitavinir á Norðurlöndum hittast reglulega og þar fá skip og bátar frá fyrri tíð veglegan sess. Nýtt sjónarhorn á gosið 1973 Gísli Pálsson mannfræðingur frá Bólstað í Vestmannaeyjum er að skrifa bók um sögu Heimaeyjar- gossins 1973 sem vísindamenn í dag segja að hafi verið hluti af Surtseyjargosinu sem stóð frá 1963 til 1967. Gosið hófst fyrirvaralítið aðfaranótt 23. janúar 1973 en jarðskjálftamælar sýndu greinilegan gosóróa. Einn af þremur mælum var óvirkur þannig að ekki var hægt að staðsetja upptökin og engum datt Heimaey í hug. Seinni tíma rannsóknir sýna að kvika safnaðist saman undir Heimaey og að hraunið sem hér kom upp svipar til gosefna í Surtseyjargosinu. Gísli kallaði erindi sitt Hraunið tamið: Frá Axlarsteini að Urðavita. Þar vísar hann til þess að talið er að gosið hafi byrjaði við Axlarstein í Helgafelli og jörð klofnaði í suður og norður þar sem Urðarviti varð að lúta í lægra haldi fyrir ógnarkrafti gossins. Gísli er líka að skrá sögu hraun- kælingarinnar sem jarðfræðipró- fessorinn Þorbjörn Sigurgeirsson átti hugmyndina að. Leist mönnum misjafnlega á þetta en slökkviliðið var til í slaginn og þegar ljóst var að það skilaði árangri stukku fleiri á vagninn. Fengust öflugar dælur frá bandaríska hernum sem áttu sinn þátt í björgun hafnar og byggðar á Heimaey. Emilía Borgþórsdóttir, hönnuður sagði strendur vannýttan fjársjóð fyrir hönnuði sem þó þurfi að ganga vel um. Mörg tækifæri fyrir hönnuði séu að nálgast þessa auðlind á ólíkan máta. Emilía hefur gripið þann bolta og hannað margvíslega muni, þ.m.t. fallega kertastjaka þar sem fyrirmyndirnar eru sóttar í vita. Rekaviður var ein af auðlindum sjávar fyrr á öldum og skipti miklu máli að hafa aðgang að rekafjöru. Emilía sér mikinn auð í reka og sýndi hún mynd af verki sem hún vann með frænku sinni, Júlíu Andersen arkitekt. Þær kalla verkið B-reka og og mótífið er bryggju- sporður með polla. Ívar Atlason forstöðumaður HS Veitna í Vestmannaeyjum sagði frá sjóvarmaveitunni sem HS Veitur eru að setja upp í Eyjum sem er nýr kafli í sögu upphitunar á húsum í Eyjum þar sem varminn, sólarorkan sem er geymd í sjónum umhverfis Eyjar, er notaður til upphitunar húsa. Kallaði hann erindi sitt Virkjum Golfstrauminn. Útskýrði hann hvernig hitinn í sjónum er virkjaður til að hita upp vatn sem síðan er leitt í hús í Eyjum. Sjórinn sem stöðin skilar frá sér er tveggja gráðu heitur sem skapar tækifæri fyrir fiskvinnslustöðvarnar sem geta nýtt afrennsli til kælingar á hráefni. Já, tækifærin eru við hvert fótmál við strendur Íslands er niðurstaða ráðstefnunnar sem var vel sótt og greinilegt að ráðstefnugestir höfðu hinn mesta fróðleik af erindunum. :: Ströndin og strandmenning var skoðuð frá mörgum hliðum :: Tækifærin við hvert fótmál við strendur Íslands :: Vitar fá ný hlutverk :: Hraunið tamið :: Rekaviður er líka auðlind :: Virkja Golfstrauminn :: Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Gestir í Sagnheimum á sunnudaginn. Vitar, kertastjakar eftir Emilíu Borgþórsdóttur. Í Einarsstofu er sýning eyjalistamanna sem tengjast ströndinni og hafinu. Sigurbjörg Árnadóttir.Ívar Atlason. Kristján Sveinsson.Emilía Borgþórsdóttir.Gísli Pálsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.