Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2016, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2016, Blaðsíða 13
13 Kynningarfundur með forráðamönnum nýnema verður haldinn fimmtudaginn 6. október kl.17:00 í sal skólans. Áætlaður fundartími er ein og hálf klukkustund. Tilgangur fundarins er að skapa góð tengsl við foreldra og forráðamenn nýnema, kynna skólann og starfsemi hans í vetur og svara fyrirspurnum. Vonumst til þess að sjá sem flesta. Innritun á haustönn 2016 fer fram á menntagatt.is Innritun lýkur 10.06.2016  Vélstjórnarbraut (A og B stig)  Grunnám bygginga- og mannvirkjagreina  Grunnám í málm– og véltækni  Grunnám rafiðna  Sjúkraliðabraut  Þriggja ára stúdentsprófsbraut (boðið er upp á þrjár línur; félagsvísinda-, náttúrufræði- og opna línu.)  Viðbótarnám til stúdentsprófs (fyrir þá sem lokið hafa starfsnámi)  Framhaldsskólabrú (fyrir þá sem hafa ekki lokið grunnskóla með fullnægjandi árangri)  Starfsbraut, fjögurra ára nám Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum Fundur með foreldrum og forráðamönnum nýnema Eyjafréttir / Miðvikudagur 5. október 2016 Krónan óskar eftir því að ráða starfsmann til almennra verslunarstarfa auk útkeyrslu. Vinnutími er 9-18 alla virka daga, auk helgarvinnu. Lágmarksaldur 20 ára. ÓSKUM EFtir StArFSKrAFti Á sunnudaginn kemur hinn 9. október munum við bjóða til úrvalsdagskrár með 3 landsþekktum einstaklingum sem munu rifja upp tíma sinn í Eyjum. Guðmundur Andri Thorsson: Núll í tombólukassa. Minningar sumarstráks. Egill Helgason: Á vörubílspallinum hjá Stebba Ungverja. Bubbi Morthens: Hreistur. Einar Gylfi Jónsson: Lokaorð fyrir hönd undirbúningsnefndar. Dagskráin verður haldin í Sagnheimum, byggðasafni, á annarri hæð Safnahúss kl. 14-16. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Sigríður ingibjörg Bjarnadóttir lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Vestmannaeyjum laugardaginn 1. október sl. Útförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 8. október nk. kl. 14.00. ömmu- og langömmubörn. Arnar Sigurmundsson Páll G. Ágústsson Guðrún Stefánsdóttir Sigurbjörg Stefánsdóttir ragnar, Jóhann, Arna og Kári við afhendinguna. Fyrir skömmu gaf Kiw- anisklúbburinn Helgafell HSU Vestmannaeyjum Gate göngugrind að verðmæti 436.846 krónur. Göngugrindin er mjög þægileg í meðförum og hefur nú þegar sannað gildi sitt. Myndina tók Óskar Pétur þegar Ragnar Ragnars- son og Kári Hrafnkelsson, frá Kiwanis afhentu gjöfina sem Jóhann Björgvinsson kann greinilega vel að meta. Eyjahjartað í Sagnheimum á sunnudaginn Við viljum þakka öllum þeim fyrirtækjum sem styrktu okkur í U18 ára landsliðsverkefnum okkar í sumar. Kær kveðja, Ágúst Emil, Andri Ísak, Friðrik Hólm og Elliði Snær. Atvinna: FRAMKVÆMDASTJÓRI KNATTSPYRNURÁÐS ÍBV Knattspyrnuráð ÍBV karla í knattspyrnu auglýsir starf framkvæmdastjóra knattspyrnuráðs karla laust til umsóknar. Umsóknir þurfa að berast í tölvupósti á ingisig@eyjar.is eða skrifl ega, merkt ÍBV knattspyrnuráð „starf fram- kvæmdastjóra“, Týsheimilinu, 900 Vestmannaeyjar, fyrir 25. nóv. 2015. Starfsvið: Dagleg stjórnun knattspyrnuráðs karla ÍBV Yfi rumsjón með eftirtöldum þáttum: Skipulagningu ferða meistara- og 2.fl okks. Áætlanagerð deildarinnar í samvinnu og samráði við knattspyrnuráð og almenn verkefnastjórnun Umsjón með samningagerð við leikmenn Samskipti við KSÍ • Við leitum að duglegum, hugmyndaríkum og ósérhlífnum einstaklingi. • Með frumkvæði og þarf að geta unnið sjálfstætt • Góð tölvukunnátta nauðsynleg • Stjórnunarreynsla æskileg • Góð samskiptahæfni • Gott vald á ensku Nánari upplýsingar veitir Ingi Sigurðsson í s.858 3088 f rir 19.október 2016 Í bæjarráði í gær kom fram að Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar eftir samstarfi vegna fyrirhugaðra tónleika í Vestmannaeyjum í mars 2017. Óskað er eftir samstarfi við Vestmannaeyjabæ, grunn- skóla og leikskóla og ætlunin er að halda tónleikana 1. til 3. mars. Bæjarráð fagnar vilja Sinfóníuhljómsveitar Íslands til að sinna frekari menn- ingarstarfi í landsbyggð- unum. „Hjá Vestmannaeyjabæ ríkir einlægur vilji til að styðja við fyrirætlan Sinfóníunnar enda fellur hún vel að áherslum sveitarfélagsins um upp- bygginu á víðtæku og vönduðu menningarstarfi með það fyrir augum að auðga mannlífið,“ segir í ályktun bæjarráðs sem fól bæjarstjóra að vinna málinu framgang. Sinfónían ætlar að halda tón- leika í Eyjum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.