Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2016, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 05.10.2016, Blaðsíða 16
B ir ti st m eð fy ri rv ar a um in ns lá tt ar vi ll ur o g m yn da br en gl Opið Mán-fös kl. 7.30-19.00 / Lau. kl. 10-19 / Sun kl. 11-19 Vikutilboð SuShi frá osushi Kemur til okkar föstudaga kl. 17.30 Tökum niður pantanir ! S ími 481-1300 : : f re t t i r@ey ja f re t t i r. i s Eyjafréttir Kl. 08:30 / 11:00 / 16:00 / 18:45 / 21:00 Kl. 08:30 / 11:00 / 16:00 / 18:45 / 21:00 Kl. 09:45 / 12:45 / 19:45 / 22:00 V ET RA R ÁÆ TL U N G ild ir 1 5/ 9 - 1 4/ 5 Kl. 09:45 / 12:45 / 17:10 / 19:45 / 22:00 Það má búast við miklu stuði og stemningu í Sagnheimum á sunnudaginn kemur þar sem Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, Egill Helgason fjölmiðlamaður og Bubbi Mortens tónlistarmaður ætla að láta gamminn geysa í frásögnum frá þeim löngu liðnu dögum þegar þeir ungir og óábyrgir menn dvöldu í Vestmannaeyjum. Það er Eyjahjartað sem stendur fyrir komu þeirra þremenninganna en fram að þessu hafa það verið Eyjamenn sem rifjað hafa upp í fyrri dagskrám. Hefur Eyjahjartað svo sannarlega slegið í gegn og er ekki að efa að þeir Guðmundur Andri, Egill og Bubbi eiga eftir að koma með nýjan og skemmti- legan vinkil á lífið í Vestmanna- eyjum á síðustu öld. Þau sem standa að Eyjahjartanu eru Kári Bjarnason, Atli Ásmundsson, Þuríður Bernódusdóttir og Einar Gylfi Jónsson sem lofar góðri skemmtun á sunnudaginn. „Við hittum Guðmund Andra, Egil og Bubba um daginn og þær voru ekki margar sögurnar sem við Eyjafólkið komum að því þeir höfðu frá svo mörgu að segja,“ sagði Einar Gylfi. „Egill vann í Ísfélaginu eina vertíð og bjó hjá Óla í Suðurgarði sem segir allt sem segja þarf. Guðmundur Andri var í móttökunni í Ísfélaginu sumarið 1974 og bjó á verbúðinni þannig að þeir voru þar sem hjartað sló örast í Eyjum á þessum tíma.“ Bubbi var miklu lengur viðloðandi Eyjarnar. Allt frá árinu 1974 til 1980 að fyrsta platan hans, Ísbjarnarblús kom út. „Hann vann í Ísfélaginu, Fiskiðjunni og Vinnslustöðinni og bjó á verbúðunum, í Landlyst og Líkhúsinu. Hann kynntist mönnum eins og Einar klink og fleirum sem settu svip á mannlífið í Eyjum á þessum árum.“ „Ég, Þura og Atli stefnum á að koma og hlökkum mikið til. Það segir sitt um frásagnagleði þeirra félaga að Gylfi í Húsavík, Atli greifi og Þura í Borgarhól komu varla að orði þegar við hittum þá. Það var mikið hlegið og það verður ekkert öðruvísi í Sagnheimum á sunnudag- inn,“ sagði Einar Gylfi að endingu. Guðmundur Andri kallar erindi sitt Núll í tombólukassa. Minningar sumarstráks. Egill kallar sitt erindi Á vörubílspallinum hjá Stebba Ungverja en Bubbi er ekki með orðalengingar og kallar sína frásögn einfaldlega Hreistur. Einar Gylfi flytur svo lokaorð fyrir hönd undirbúningsnefndar. Dagskráin hefst stundvíslega kl. 14.00 í Sagnheimum á annarri hæð í Safnahúsinu og lofar Kári að öllu verði lokið tímanlega fyrir landsleik- inn. Kári vildi koma að þökkum til forvígismanna Eyjahjartans fyrir þeirra vinnu við að koma saman hverri dagskránni á fætur annarri og um leið hvetja sem flesta til að koma, hlusta á skemmtilega upprifjun einstaklinga sem dvöldu hér á mótunarárum og einfaldlega gleðjast með glöðum. Eyjahjartað í Guðmundi Andra, Agli Helga og Bubba Fréttabikar kvenna sem efnilegasti leikmaðurinn fékk Júlíana Sveinsdóttir og Fréttabikar karla sem efnilegasti leikmaðurinn fékk Devon Már Griffin. Í október leggur Hunt´s Krabbameinsfélaginu lið með því að láta hluta af söluágóða allra Hunt´s tómatvara renna til átaks félagsins um konur og krabbamein undir merkjum Bleiku slaufunnar. Niðurstöður ýmissa rannsókna hafa sýnt að með því að neyta tómata og afurða úr þeim sé hægt að draga úr líkum á krabbameini.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.