Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2016, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2016, Blaðsíða 1
Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Eyjafréttir Fagnaðarfundur á afmælisári Vinnslustöðin fagnar sjötugsafmæli um þessar mundir Snemma í október árið 1946 hófst undirbúningur að félagsstofnun og 30. desember stofnuðu 105 útvegsmenn í Vestmannaeyjum Vinnslu- og sölumiðstöð fiskframleiðenda til að „sameinast um fiskvinnslu til hagsbóta fyrir sig og byggðarlagið.“ Á aðalfundi í desember 1953 var nafn félagsins stytt í Vinnslustöðin og það hefur fylgt félaginu allar götur síðan þá. Vinnslustöðin er umsvifameira og öflugra fyrirtæki nú en nokkru sinni fyrr, í hópi stærstu sjávarútvegsfyrirtækja Íslendinga. Það er ekki síst að þakka starfsmannaláni félagsins fyrr og síðar. Vinnslustöðin býr að áratugalangri sögu og reynslu en er ung í anda, traustur vinnustaður og bakhjarl í heimabyggðinni. Opið hús 15. október Vinnslustöðin tekur í notkun nýja og glæsilega uppsjávarvinnslu á athafnasvæði sínu. Þar verður opið hús laugardaginn 15. október frá kl. 14 til 16. Allir hjartanlega velkomnir til að skoða nýja húsið, þiggja veitingar og hlýða á tónlist. Það myndi gleðja okkur alveg sérstaklega að hitta þarna sem flesta núverandi og fyrrverandi starfsmenn félagsins! A T H Y G LI Lj ó sm yn d ir : A d d i í L o n d o n IngI ekkI sáttur nýr prestur í spjallI VInnslustÖÐIn 70 ára >> 9 >> 14 >> 18 Vestmannaeyjum 12. október 2016 :: 43. árg. :: 41. tbl. :: Verð kr. 490 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Vinnslustöðin hf. (VSV) er meðal öflugustu sjávarútvegsfyrirtækja landsins, með fjölbreyttan rekstur í útgerð og fiskvinnslu. Fyrirtækið er stærsti vinnustaðurinn í Eyjum með um 250 fastráðna starfs- menn og fjölda fólks í tíma- bundnum verkefnum eða störfum. Vinnslustöðin gerir út sjö skip til uppsjávar-, tog- og netaveiða. Vinnslustöðin starf- rækir saltfiskverkun, humar- vinnslu, bolfiskvinnslu og uppsjávarvinnslu. Fyrirtækið á og rekur fiskimjölsverksmiðju og frystigeymslu. Vinnslustöðin annast sjálf markaðs- og sölumál vegna afurða sinna. VSV stendur á tímamótum á þessu hausti, fagnar 70 ára afmæli og er að taka í notkun nýtt og mjög fullkomið uppsjávarfrystihús og tekur eftir áramótin við nýjum togara sem er í smíðum í Kína. Eðlilega hafa verið sveiflur í rekstri félagsins, skipst á skin og skúrir, eins og einkennt hefur sjávarútveg hér á landi. Upphafið er að 30. desember 1946 sameinuðust 105 útvegsmenn í Vestmannaeyjum um að stofna Vinnslu- og sölumiðstöð fiskfram- leiðenda, til hagsbóta fyrir sig og byggðarlagið. Árið 1952 var nafninu breytt í Vinnslustöðin á aðalfundi og hún varð jafnframt hlutafélag. Vinnslustöðin á og rekur fjögur markaðs- og sölufyrirtæki sem sérhæfa sig í markaðsstarfi og sölu fiskafurða Vinnslustöðvarinnar, dótturfélaga hennar og annarra framleiðenda. Sölufyrirtækin starfa undir nöfnunum About Fish Iceland og Anyfish og eru í Þýskalandi, Portúgal og í Murmansk í Rússlandi. Markmið fyrirtækjanna er að kynna og selja ferskar, frystar og saltaðar sjávarafurðir á markaðssvæðum sínum í Evrópu. VSV á í fjórum fyrirtækjum í Eyjum, Löngu ehf. sem þurrkar fiskafurðir fyrir Nígeríumarkað og selur þangað aðallega í gegnum Sölku fiskmiðlun. Marhólmum ehf. sem sérhæfir sig í vinnslu hrogna, aðallega loðnuhrogna, og síldaraf- urða til sölu á neytendamarkaði austanhafs og vestan. Vinnslustöðin á 48% hlut í Huginn ehf. sem á og rekur uppsjávarfrysti- skipið Huginn VE-55 sem var smíðað í Chile 2001 og er fjórða skipið í eigu félagsins. Loks er það Hafnareyri ehf. en þar sameinast nokkrir rekstrarþættir sem áður voru í eigin félögum eða tilheyrðu Vinnslustöðinni beint. Hafnareyri er í eigu VSV og þjónar starfsemi félagsins til sjós og lands og öðrum viðskiptavinum líka. Skipaafgreiðsla Vestmannaeyja og Eyjaís eru deildir í Hafnareyri, einnig frystigeymsla VSV, saltfiskgeymslan Stakkshús og verkstæði iðnaðar- manna. Netaverkstæðið er rekstrar- þáttur Vinnslustöðvarinnar sjálfrar samkvæmt skipuriti félagsins og tilheyrir því ekki starfsemi Hafn- areyrar. Sjá nánar inni í blaðinu. :: Vinnslustöðin fagnar 70 ára afmæli :: Ný uppsjávarvinnsla sýnd :: Stærsti vinnustaðurinn í Eyjum með u 250 fastráðna starfsmenn :: Fjöldi fólks í tímabundnum verkefnum eða störfum :: Gerir út sjö skip :: Starfrækir saltfiskverkun, humar-, bolfisk- og uppsjávarvinnslu :: Með eigin sölustarfsemi :: Á í fjórum fyrirtækjum :: Uppsetning á nýju frystihúsi fyrir vinnslu á uppsjávarfiski er að ljúka og tók Addi í London mynd af því þegar verið var að prufukeyra pökkunar- línuna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.