Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2016, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2016, Blaðsíða 13
Fagnaðarfundur á afmælisári Vinnslustöðin fagnar sjötugsafmæli um þessar mundir Snemma í október árið 1946 hófst undirbúningur að félagsstofnun og 30. desember stofnuðu 105 útvegsmenn í Vestmannaeyjum Vinnslu- og sölumiðstöð fiskframleiðenda til að „sameinast um fiskvinnslu til hagsbóta fyrir sig og byggðarlagið.“ Á aðalfundi í desember 1953 var nafn félagsins stytt í Vinnslustöðin og það hefur fylgt félaginu allar götur síðan þá. Vinnslustöðin er umsvifameira og öflugra fyrirtæki nú en nokkru sinni fyrr, í hópi stærstu sjávarútvegsfyrirtækja Íslendinga. Það er ekki síst að þakka starfsmannaláni félagsins fyrr og síðar. Vinnslustöðin býr að áratugalangri sögu og reynslu en er ung í anda, traustur vinnustaður og bakhjarl í heimabyggðinni. Opið hús 15. október Vinnslustöðin tekur í notkun nýja og glæsilega uppsjávarvinnslu á athafnasvæði sínu. Þar verður opið hús laugardaginn 15. október frá kl. 14 til 16. Allir hjartanlega velkomnir til að skoða nýja húsið, þiggja veitingar og hlýða á tónlist. Það myndi gleðja okkur alveg sérstaklega að hitta þarna sem flesta núverandi og fyrrverandi starfsmenn félagsins! A T H Y G LI Lj ó sm yn d ir : A d d i í L o n d o n

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.