Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2016, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2016, Blaðsíða 20
B ir ti st m eð fy ri rv ar a um in ns lá tt ar vi ll ur o g m yn da br en gl Opið Mán-fös kl. 7.30-19.00 / Lau. kl. 10-19 / Sun kl. 11-19 Vikutilboð SuShi frá osushi Kemur til okkar föstudaga kl. 17.30 Tökum niður pantanir ! S ími 481-1300 : : f re t t i r@ey ja f re t t i r. i s Eyjafréttir Kl. 08:30 / 11:00 / 16:00 / 18:45 / 21:00 Kl. 08:30 / 11:00 / 16:00 / 18:45 / 21:00 Kl. 09:45 / 12:45 / 19:45 / 22:00 V ET RA R ÁÆ TL U N G ild ir 1 5/ 9 - 1 4/ 5 Kl. 09:45 / 12:45 / 17:10 / 19:45 / 22:00 Í október leggur Hunt´s Krabbameinsfélaginu lið með því að láta hluta af söluágóða allra Hunt´s tómatvara renna til átaks félagsins um konur og krabbamein undir merkjum Bleiku slaufunnar. Niðurstöður ýmissa rannsókna hafa sýnt að með því að neyta tómata og afurða úr þeim sé hægt að draga úr líkum á krabbameini. Atkvæðagreiðslu um verkfall sjómanna á fiskiskipum sem hófst 19. september lýkur á hádegi á mánudegi, 17. október. Félagsmenn aðildarfélaga Sjómannasambands Íslands sem viðhafa rafræna kosningu geta greitt atkvæði með því að fara á heimasíðu þess stéttarfélags sem þeir eru aðilar að. Verði tilagan samþykkt hefst ótímabundið verkfall sjómanna á fiskiskipum frá og með 10. nóvember nk. náist ekki samningar fyrir þann tíma. Þorsteinn Ingi Guðmundsson, formaður Sjómannafélagsins Jötuns sagði í gær að á mánudaginn hefðu 38% félagsmanna greitt atkvæði og á hann von á menn taki við sér á lokasprettinum. „Það er búið að kalla samninganefndina saman klukkan 13.00 á þriðjudaginn og á niðurstaða kosninganna að liggja fyrir klukkan 14.00 sama dag,“ sagði Þorsteinn. Nú er makrílvertíðinni að ljúka og hafa skip frá Eyjum veitt samtals um 45.000 tonn sem er úthlutað aflamark þeirra í makríl þetta árið. Mestur hluti aflans hefur farið til manneldis. Sala á afurðum hefur gengið vel og verð í erlendum gjaldeyri hækkaði eftir því sem leið á vertíðina en sterkari króna hefur étið upp hækkunina. Vinnslustöðin var með tvö skip á makríl í sumar, Ísleif VE og Kap VE. „ Við veiddum rúm 13 þúsund tonn,“ sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirs- son, framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar. „Aflinn skiptist u.þ.b. jafnt á skipin, Ísleifur var þó með ívið meiri afla. Verð var lágt framan af í erlendri mynt en styrktist þegar á leið en þá styrktist krónan svo ávinningur okkar af verðhækkunum þurrkaðist út.“ „Okkar skip veiddu 22.127 tonn af makríl á þessari vertíð og þar af 3.072 tonn í grænlenskri lögsögu,“ sagði Eyþór Harðarson, útgerðar- stjóri Ísfélagsins. „Sigurður VE var með 8.964 tonn Heimaey VE með 7.390 tonn og Álsey VE með 5.770 tonn. Það var tæplega 80% aflans sem fór í frystingu og sala afurðanna hefur gengið ágætlega,“ sagði Eyþór. Ekki náðist í útgerðarstjóra uppsjávar- og vinnsluskipsins Hugins VE sem er með 10.160 tonna kvóta í makríl. Huginn náði að mestu að klára sinn kvóta og er nú við veiðar á norsk-íslensku síldinni. Horfur eru á að bætt verði við kvóta í makríl, norsk-íslensku síldinni og kolmunna á næsta ári þannig að útlitið er gott í þessum tegundum en enn sem fyrr er óvissa með loðnuna. :: Makrílvertíðinni að ljúka :: Sterkari króna át upp verð- hækkunina :: Samanlagður afli Eyja- skipa 45.000 tonn :: Stærsti hlutinn til manneldis :: Góðar horfur í makríl, norsk-íslensku síldinni og kolmunna á næsta ári :: Atkvæðagreiðsla um sjómannaverkfall í gangi Sjómenn að störfum. Mynd: Gunnar Ingi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.