Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2016, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2016, Blaðsíða 1
Eyjafréttir RENNIVERKSTÆÐIÐ HÁIN STóRSIguR SjÁlf- STÆÐISfloKKSINS >> 2 AllT uM SAfNA- HElgINA >> 8 >> 13 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Vestmannaeyjum 2. nóvember 2016 :: 43. árg. :: 44. tbl. :: Verð kr. 490 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is Gera má ráð fyrir að Sjálfstæðis- menn, Píratar og Vinstri grænir telji sig sigurvegara í kosningunum á laugardaginn. Sjálfstæðismenn héldu sínum fjórum og bætti við sig fylgi og Píratar og VG sem ekki komu inn manni í kosningunum 2013 eiga nú mann á þingi. Framsóknarmenn misstu tvo af fjórum, Samfylkingin hékk inni á uppbótarþingsæti og Viðreisn sem geystist fram á sviðið í sumar skilaði inn einum manni. Það athyglisverða er að nú eru þrír Eyjamenn á þingi, tveir frá Sjálf- stæðisflokki og einn frá Pírötum. Þingmenn Suðurkjördæmis eru, Páll Magnússon, Ásmundur Friðriksson, Vilhjálmur Árnason og Unnur Brá Konráðsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokk, Sigurður Ingi Jóhannsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir fyrir Framsókn, Ari Trausti Guðmundsson fyrir VG, Smári MacCarthy fyrir Pírata, Jóna Sólveig Elínardóttir fyrir Viðreisn og Oddný Harðardóttir Samfylkingu sem komst inn sem uppbótarmaður. Alls voru framboðslistarnir ellefu í Suðurkjördæmi og fimm af þeim höfðu ekki erindi sem erfiði í kosningunum á laugardaginn. Í Vestmannaeyjum voru 3166 manns á kjörskrá og atkvæði greiddu 2584 eða 81,7% sem er yfir lands- meðaltal. Er það heldur meira en í Alþingiskosningunum 2013 þegar kjörsókn var 81%, árið 2009 var hún 83,3% og 82,8% árið 2007. Þegar þetta er skrifað hefur forsetinn enn ekki gefið út hver fær umboðið til myndunar ríkisstjórnar en staðan er flókin með sjö flokka á þingi. Sjálfstæðismenn eru fjölmenn- astir með þriðjung þingmanna, 21 þingmann, VG eru með tíu, Píratar með jafnmarga, Framsókn átta, Viðreisn sjö, Björt framtíð fjóra og Samfylking þrjá. Eðlilegast virðist vera að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins sem styrkti stöðu sína og er stærstur í öllum kjördæmunum sex fái umboðið. En fleiri gera tilkall, Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar segir sjálfsagt að honum verði falið umboðið til stjórnarmynd- unar og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG hlýtur einnig að koma til greina. Ekki náðist í Pál Magnússon eða Smára McCarthy en Ásmundur Friðriksson er ánægður með niðurstöðuna og segir erfitt að ganga framhjá Sjálfstæðisflokknum. „Framundan eru stjórnarmyndunar- viðræður og með niðurstöður kosninganna að leiðarljósi er foseta Íslands ekki fær leið að ganga framhjá Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins, sigurvegara kosninganna. Það verður heldur ekki gengið framhjá fram- bjóðendum í Suðurkjördæmi þegar kemur að útdeilingu embætta, styrkleiki flokksins í kjördæminu krefst þess,“ segir Ásmundur. Nánar á bls. 2. :: Kosningarnar á laugardaginn :: Miklar breytingar í Suðurkjördæmi :: Páll Magnússon, Smári McCarthy, Ari Trausti og Jóna Sólveig nýir þingmenn :: Oddný komst inn sem uppbótarþingmaður :: Þrír Eyjamenn á þingi :: Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Fagnað á kostninganótt. Páll ásamt Ragnheiði Perlu Hjaltadóttur og Jarli Sigurgeirssyni sem voru á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.