Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2016, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2016, Blaðsíða 4
4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 2. nóvember 2016 Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: Mánudagur: kl.20.30 Miðvikudagur: kl.20.30 Fimmtudagur: kl.20.30 Föstudagur: kl.23.30 Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur Sunnudagur: kl.11.00 Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 Landakirkja Fimmtudagur 3. nóvember Kl. 20.00 Æfing Kórs Landakirkju undir stjórn Kitty Kóvács. Kl. 20.00 Opið hús í KFUM og K heimilinu, Vestmannabraut. Gengið inn af Fífilgötunni. Föstudagur 4. nóvember Kl. 10.00 Foreldramorgun. ATH nýr tími. Allir foreldrar velkomnir með ungviðin. Kl. 14.30 Litlir lærisveinar. Laugardagur 5. nóvember Kl. 13.00 Útför Sveinbjörns Hjálmarssonar. Sunnudagur 6. nóvember Kl. 11.00 Sunnudagaskóli með söng, sögu og miklu fjöri, undir dyggri stjórn sr. Guðmundar Arnar og Jarls sem eru með stundina. Kl. 14.00 Allra heilagra messa í Landakirkju. Þeirra minnst er létust á liðnu ári. Sr. Guðmundur Örn prédikar og Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kóvács. Kl. 20.00 Æskulýðsfundur hjá ÆsLand, Æskulýðsfélagi Landa- kirkju og KFUM og K í Vestmanna- eyjum. Mánudagur 7. nóvember Kl. 15.30 STÁ (6-8 ára) Í stuði með Guði. Kl. 17.00 Kirkjustarf fatlaðra. Helgileiksæfing. Kl. 18.30 12 spora fundur Vina í bata. Byrjendahópur. Kl. 20.00 12 spora fundur Vina í bata. Framhaldshópur. Þriðjudagur 8. nóvember Kl. 10.00 Kaffistofan. Létt spjall um allt og ekkert. Allir velkomnir. Kl. 14.00 Fermingarfræðsla. Kl. 14.00 ETT (11-12 ára) Allir krakkar í 6. og 7. bekk velkomnir. Kl. 20.00 Samvera Kvenfélags Landakirkju í safnaðarheimilinu. Kl. 20.30 Gídeon fundur í fundar- herbergi. Miðvikudagur 9. nóvember Kl. 10.00 Bænahópurinn með samveru í fundarherbergi Landa- kirkju. Kl. 11.00 Helgistund á Hraun- búðum. Kl. 13.00 Fermingarfræðsla. Kl. 14.25 Fermingarfræðsla. Kl. 16.00 NTT (9-10 ára) Allir krakkar í 4. og 5. bekk velkomnir. Kl. 19.30 OA fundur í safnaðar- heimilinu. Hvítasunnu- kirkjan Dagana 3. - 6. nóvember Fimmtudagur kl. 20:00 Bænastund. Föstudagur kl. 14:00 Samvera. Sunnudagur kl. 13:00 Samkoma, Guðni Hjálmarsson prédikar. Kaffi og notalegt spjall á eftir. Allir hjartanlega velkomnir. Kirkjur bæjarins: Aðvent- kirkjan Laugardagur Kl. 12:00 Samvera. Allir velkomnir. Eyjamaður vikunnar Hlakka mikið til komandi tíma í starfi hjá ÍBV Sunna Sigurjónsdóttir er nýr framkvæmdastjóri knattspyrnu- deildar karla hjá ÍBV. Hún hefur hafið störf og segir verkefnin fjölbreytt, skemmtileg og hlakkar til komandi tíma. Sunna er Eyjamaður vikunnar. Nafn: Sunna Sigurjónsdóttir. Fæðingardagur: 27. júní 1984. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Unnusti er Ólafur Kristján Guðmundsson og eigum við þrjú börn, þau Katrínu Söru 11 ára, Gumma Bjarna 8 ára og Sölku Kolbrúnu 1 árs. Nám/vinna: Lögfræðingur að mennt og starfa sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar karla ÍBV. Hver eru áhugamál þín: Að ferðast á nýja staði, líkamsrækt og hesta- mennska, þó að ég hafi verið í langri pásu frá þeirri iðkun. Hef vonandi tíma í það aftur seinna. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Hef ferðast mikið í Noregi og landið algjör náttúruperla sem og Vestmanna- eyjar. Uppáhalds matur: Mjög erfið spurning! Elska mat! Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: ÍBV að sjálfsögðu og svo er það Liverpool í ensku. Á engan sérstakan í uppáhaldi en hef gaman af því að fylgjast með afreksfólki í íþróttum. Uppáhalds sjónvarpsefni: Heim- ildamyndir á borð við The Jinx og Making a murderer. Svo hef ég gaman af góðum grínþáttum með svörtum húmor. Svo elska ég the Bachelor, Óla til mikillar gleði;). Uppáhalds vefsíða: Skoða mikið fréttamiðla, bæði íslenska og erlenda, og stundum bloggsíður. Er svo með fullt af snjallforritum í símanum mínum og er Instagram í miklu uppáhaldi. Hvað finnst þér skemmtilegast að lesa: Allt milli himins og jarðar en ef ég ætti að velja einhvern einn höfund myndi ég velja Arnald Indriðason. Hvaða verkefni eru framundan hjá þér í nýju starfi: Verkefnin eru afar fjölbreytt. Ég er hægt og bítandi að koma mér inn í starfið sem leggst mjög vel í mig. Svo er það bara að undirbúa komandi tímabil með því frábæra fólki sem ég starfa með. Eitthvað að lokum: Ég vil þakka stuðningsmönnum ÍBV fyrir góðar og eflandi kveðjur undanfarið. Hlakka mikið til komandi tíma í starfi hjá ÍBV. Sunna Sigurjónsdóttir er Eyjamaður vikunnar Eyjafréttir vilja eindregið hvetja brúðhjón til að senda inn mynd til birtingar sem og foreldra nýrra Eyjamanna. Myndir og upplýsingar sendist á frettir@eyjafrettir.is Börn og brúðhjón Það mætti gerast oftar að sýningar sem slá í gegn í höfuðborginni tylli niður tá hér í Vestmannaeyjum. Það gerðist einmitt á fimmtudags- kvöldið í síðustu viku þegar Ari Eldjárn og Björn Bragi, tveir fimmtu af Mið-Íslandshópnum skemmtu Eyjamönnum á Háaloft- inu. Náðu þeir upp frábærri stemningu og er langt síðan jafnmargir Eyjamenn hafa hlegið jafn mikið eins og þeir 150 sem mættu þetta kvöld gerðu. Sýningar Mið-Íslands hafa slegið í gegn í Þjóðleikhúsinu en í hópnum eru margreyndir grínarar, Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Jóhann Alfreð og Dóri DNA. Ari og Björn Bragi sýndu og sönnuðu að þeim er ekki fisjað saman þegar kemur að því að hæðast að sjálfum sér og öðrum. Og þeim er ekkert heilagt. Framsókn fékk sinn skammt, fjölskyldur þeirra, Íslendingar yfir höfuð og svo að sjáfsögðu Eyjamenn sem hlógu aldrei hærra en þegar spjótin beindust að þeim. Já, þeir Ari og Björn Bragi slógu í gegn þetta kvöld og eiga greiða leið að yngra fólki sem fyllti Háaloftið. Það er í gríninu eins og rokkinu, hver kynslóð á sér sínar stjörnur. Fólk sem ólst upp við Ómar Ragnarsson og Halla og Ladda sat heima en hefði örugglega ekki skemmt sér síður því grín er alltaf grín þó áherslurnar séu aðrar. Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Vel þegin heimsókn grínara grínaranna frá Mið-Íslandi Björn Bragi Lilja , Hildur, Hjalli og Stefanía. Ari Eldjárn Áhorfendur skemmtu sér vel eins og sjá má. Minningarkort kvenfélagsins líknar Stefanía Ástvaldsdóttir Hrauntúni 34 / s. 481-2155 Elínborg Jónsdóttir Hraunslóð 2 / s. 481-1828 Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Brimhólabr. 28 / s. 481-3314 Kristín Gunnarsdóttir s. 481-2183 / 861-1483 Rn.0582-4-250355 / Kt. 430269-2919 Allur ágóði rennur í sjúkrahússjóð félagsins Minningarkort kvenfélags landakirkju Svandís Sigurðardóttir Strembugötu 25 / 481-1215 Marta Jónsdóttir Helgafellsbraut 29 481-2192 /661-9825 Minningarkort slysavarna- deildarinnar eykyndils Kristín Elfa Elíasdóttir Áshamri 17 / s. 481-2146 Bára J. Guðmundsdóttir Kirkjuvegi 80 / s. 481-1860 Rn.0582-4-250442 / Kt. 470383-0389 Minningarkort krabbavarnar vestMannaeyja Hólmfríður Ólafsdóttir Túngötu 21 / sími 481-1647 Ester Ólafsdóttir Áshamri 12 / sími 481-2573 Karólína Jósepsdóttir Foldahraun 39e s. 534 9219 Minningasjóður ingibjargar Marinósdóttur - Þroskahjálp í vestMannaeyjuM- Ólöf Margrét Magnúsdóttir s. 861-3245 Unnur Baldursdóttir s. 481-2081/897-2081

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.