Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2016, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2016, Blaðsíða 8
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 2. nóvember 2016 :: Sannkallað rithöfundaþing á Safnahelgi :: Það eiga örugglega margir eftir að leggja leið sína í Safnahúsið eftir hádegið á laugardaginn þar sem rithöfundarnir Stefán Máni, Orri Harðarson og Bjartmar Guðlaugsson kynna og lesa úr bókum sem þeir eru að gefa út um þessar mundir. Á sunnudag- inn fjallar Illugi Jökulsson síðan um vísindamanninn Charcot og Pourquoi-pas slysið við Álftanes á Mýrum árið 1936 sem er viðfangsefni nýjustu bókar hans. Það er bókaforlagið Sögur útgáfa sem kemur með höfunda sína til Vestmanneyja á Safnahelgina. Sögur fagna 11 ára afmæli sínu á þessu ári. Fyrir framkvæmdastjóra forlagsins, Tómas Hermannsson, er einkar mikils virði að komast út í Eyjar með bækur sínar og höfunda því hann er, eins og margir vita, sonarsonur Árna úr Eyjum sem allir Eyjamenn þekkja. „Ef ég finn að Eyjamenn hafa áhuga á því sem við erum að gera og eru sáttir við bækurnar sem við gefum út, þá nægir það mér,“ segir Tómas. „En þetta eru reyndar svo flottar bækur sem við erum með að ég veit að þær munu falla í kramið, það er bara engin spurning.“ Bjartmar Eyjamaðurinn Bjartmar Guðlaugs- son er einn vinsælasti tónlistar- maður Íslands. Hann kom fram á sjónarsviðið á sínum tíma sem höfundur léttra og skemmtilegra trúbadúr-laga eins og Súrmjólk í hádeginu eða Sumarliði er fullur (Fúll á móti) og einstakur húmor hefur reyndar alltaf einkennt lögin hans, góðlátlegur en skarpur um leið. Síðustu áratugina hefur Bjartmar sungið sig lengra inn að hjartarótum þjóðarinnar og er þá skemmst að minnast þegar Þannig týnist tíminn var valið besta dægurlag Íslands árið 2014. Þetta lag sýnir Bjartmar sem fullþroska listamann sem talar beint við þjóðarsálina og hið mannlega í okkur öllum. Eins og margir vita er Bjartmar líka frábær myndlistarmaður og í bókinni hans, Þannig týnist tíminn segir meðal annars frá listnámi hans í æsku, auk uppeldis hans á Fáskrúðsfirði og síðar í Vestmanna- eyjum. Bókin er full af hlýju og húmor og ógleymanlegum karakt- erum. Illugi Illugi Jökulsson varð ýmsum kunnur fyrir að rífast um pólitík í útvarpspistlum og seinna blaða- greinum og bloggpistlum, en hann fullyrðir að skemmtilegast af öllu sé þó að skrifa og flytja allskonar sögulegt efni fyrir almenning. Hann hefur í bráðum 30 ár, með hléum haldið úti útvarpsþáttunum Frjálsar hendur í Ríkisútvarpinu, sem fjalla fyrst og fremst um söguleg efni, og hann hefur skrifað óteljandi blaða- og netgreinar um bæði íslenska og erlenda sögu. Einnig hefur hann gefið út fjölda bóka um þess konar efni. Undan- farin ár hefur hann gefið út árlega bækur í flokknum Háski í hafi þar sem fjallað er um sjóslys og sjóhernað við Ísland á 20. öld. Óhætt er að segja að bækurnar hafi mælst vel fyrir, enda er fáum betur gefið að matreiða söguleg efni á læsilegan og lipurlegan hátt fyrir almenning. Orri Orri Harðarson hóf feril sinn sem tónlistarmaður og árið 1993 fékk hann Íslensku tónlistarverðlaunin sem nýliði ársins fyrir plötu sína Drög að heimkomu. Frábærir hæfileikar hans sem óvenju djúpskreiðs dægurtónlistarmanns birtust einna skýrast með plötunni Stóri draumurinn 1995 en hún varð í öðru sæti á lista DV yfir plötur ársins, en það voru helstu tónlistar- gagnrýnendur landsins sem völdu listann. Verkefni Orra við tónlist eru ófá, ýmist í eigin nafni eða við að aðstoða aðra sem upptökustjóri, útsetjari eða hljóðfæraleikari. En tónlistin ein nægði Orra ekki til lengdar. Hann lét fyrst að sér kveða sem rithöfundur þegar hann skrifaði Alkasamfélagið, sem fjallar um viðbrögð við alkóhólisma, og 2014 kom hann með fyrstu skáldsögu sína. Það var Stundarfró og er óhætt að segja að sjaldgæft er að fyrsta skáldsaga höfundar fái jafn mikið lof. Hún var tilnefnd til Menningar- verðlauna DV sem skáldverk ársins, ritdómarar jusu hans lofi og lesendur lásu hana upp til agna. Nú tveimur árum síðar koma Endur- fundir sem staðfesta að Orri Harðarson er kominn til að vera sem rithöfundur. Bókin er leiftrandi skemmtileg og vel skrifuð en einnig hrífandi lýsing á manni sem reynir að fóta sig í lífinu. Sefán Máni Stefán Máni birtist eins og þrumufleygur á íslenskum bók- menntahimni árið 2004 þegar hann gaf út bókina Svartur á leik. Það var raunar fimmta skáldsaga hans en hinar fjórar höfðu þegar vakið heilmikla athygli og aðdáun meðal bókaunnenda. En með Svartur á leik kvaddi hann sér ærlega hljóðs sem óvæginn og harðsoðinn spennubókahöfundur, en þó með sterkum sálfræðilegum og sam- félagslegum grunni. Í bókinni voru saklausir lesendur kynntir fyrir hörðum veruleika íslenskra undirheima sem þeir vissu fæstir af áður. Stefán Máni hefur síðan haldið sig á svipuðum slóðum og vaxið með hverri bók. Hver gat lagt frá sér Skipið, Feigð, Húsið eða Nautið, svo einhverjar bóka hans séu nefndar? Frægð hans hefur líka borist til útlanda, hann hefur verið gefinn út í átta löndum og fengið spennubókaverðlaun í Frakklandi. Svarti galdur er nýjasta bók Stefáns Mána, hún er nánast hættulega spennandi. Stefán Máni, Orri Harðar, Bjartmar og Illugi Jökulsson :: Hugleikur með myndlistarsýn- ingu á Safnahelgi :: Kynnir nýútkomna bók sína ,,Where´s God” Föstudaginn næstkomandi, 4. nóvember, mun Hugleikur Dagsson opna sýningu í Einarsstofu, Safnahúsi Vestmannaeyja klukkan 18:00. Sýningin er haldin í tilefni af útgáfu bókarinnar ,,Where´s God” sem er nýjasta teikniverk Hugleiks Dagssonar. Hér sameinar hann áhuga sinn á Valla úr ,, Hvar er Valli?“ bókunum og vangaveltur sínar um tilveru Guðs. Hér getur lesandinn sjálfur spreytt sig á þessari leit sem svo margir spekingar og fræðingar hafa lagt í. Hvar er Guð eiginlega? Seg þú mér! Orri Harðarson Bjartmar Guðlaugsson Illugi Jökulsson Stjórn Alzheimer stuðningsfélags í Vestmannaeyjaeyjum óskar í bréfi til fjölskyldu- og tómstundaráðs eftir upplýsingum varðandi nýbyggingu við Hraunbúðir. Um fyrirkomulag teikninga og hvaða hugmyndafræði er áætluð til að bæta lífsgæði og tryggja velferð einstaklinga sem nýta munu væntanlega byggingu. Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvort leitað hafi verið eftir ráðgjöf frá fagaðilum með sérþekkingu á hjúkrun fólks með Alzheimer og skyldra sjúkdóma. Bréfið var tekið fyrir á síðasta fundi og svari ráðsins segir að varðandi hönnun og teikningu viðbyggingar við Hraunbúðir sé stuðst við byggingareglugerðir og viðmiðanir frá landlækni um stærð og gerð rýma á hjúkrunarheimilum. Stækkunin er til að mæta skorti á herbergjum fyrir þær heimildir sem Hraunbúðir hefur til inntöku. Hraunbúðir hefur í dag heimild fyrir 37 rýmum, 29 hjúkrunarrými og 8 dvalarrými). Herbergjafjöldinn á Hraunbúðum er í dag 33 og fara í 37 auk viðbótar setustofu þegar núverandi stækkun líkur. Þar verður hægt að að sinna fólki með Alzheimer og skyldra sjúk- dóma sem þurfa meiri umönnun og öryggi. Vestmannaeyjabær mun leita eftir ráðgjöf til m.a. Alzhei- mersamtakanna við hönnun rýma og fyrirkomulag á þjónustunni. Deildarstjóri málefna aldraðra hefur þegar haft samband við formann Alzheimersamtaka sem mun koma til Vestmannaeyja í nóvember til að gefa góð ráð. Skipaður verður vinnuhópur hjá Vestmannaeyjabæ sem mun setja upp gæðastaðla varðandi umönnun og framkvæmd þjónustu Hraunbúða fyrir alla heimilismenn, þar með talið fólk með Alzheimer og skylda sjúkdóma. Óska eftir upplýsingum varðandi nýbyggingu við Hraunbúðir

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.