Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2016, Síða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2016, Síða 9
9Eyjafréttir / Miðvikudagur 2. nóvember 2016 :: Ljósmyndadagur Safnahúss á Safnahelgi :: Þjófstarta Safnahelginni með völdum myndum úr safni Gísla J. Johnsen :: Ármann Reynisson í Bókasafn- inu annað kvöld :: Eyjamenn koma við sögu í 16. Vinjettubókinni :: Árni Þórarinsson og Páll Kristinn í Eldheimum :: Skuggasund samfélgsins og afhjúpun manns á tímamótum Á föstudagskvöldið lesa Árni Þórar- insson og Páll Kristinn Pálsson úr nýjum bókum sínum. Báðir eru þeir þrautreyndir á ritvellinum sem blaðamenn og rithöfundar. Núna er að koma út bókin 13 dagar eftir Árna og Ósk eftir Pál Kristinn. Einar blaðamaður á Síðdegis- blaðinu hefur marga fjöruna sopið í bókum Árna, allt hörkuspennandi sögur úr íslenskum samtíma og lýsa af stílgáfu og næmi þeirri spillingu sem leynist í hversdagslífinu, heimi hákarla og hornsíla. Í þrettán dögum er lýst eftir ungri stúlku og ljósmyndin af henni snertir viðkvæma strengi í brjósti Einars blaðamanns. Eitthvað í svipnum minnir hann á hans eigin dóttur þegar hún var yngri og saklausari. En nú er Gunnsa sest við hlið föður síns á Síðdegisblaðinu og vill fá að rannsaka sögu horfnu unglinganna. Hún nær sambandi við Klöru Ósk á Facebook og þær mæla sér mót – eða er það ekki svo? Ósk er ellefta bók Páls Kristins og í viðtali við DV segir hann spurður um efni bókarinnar: „Þetta er þroskasaga manns sem veikist alvarlega á fertugsaldri og þegar hann horfist í augu við þá staðreynd að hann muni hugsanlega deyja vaknar hjá honum löngun til að börnin hans viti hvaða manneskju hann hefur haft að geyma innra með sér. Þau eru of ung til að skilja um hvað málið snýst og því hefst hann handa við að skrifa ævisögu sína sem þeim er ætlað að lesa þegar þau hafa öðlast tilhlýðilegan aldur og þroska. Ég fékk hugmyndina að bókinni árið 1999 eftir að ég frétti að æskufélagi minn væri byrjaður í kynleiðréttingarferli og farinn að taka kvenhormóna. Þá fór ég að hugsa hvað það hlyti að vera erfitt að vera innra með sér annað kyn en maður er út á við. Það er þessi klemma sem er viðfangsefni bókarinnar. Bókin spannar 30 ár í lífi aðalpersónunnar, árin 1964 til 1994, og er þroskasaga í breiðum skilningi.“ Ármann Reynisson þekkja margir Eyjamenn og koma nokkrir þeirra við sögu í nýju Vinjettubókinni hans sem er sú sextánda í röðinni. Annað kvöld verður dagskrá á Bókasafninu helguð Ármanni og lesnar sögur sem tengjast Vest- mannaeyjum. Ásamt Ármanni lesa þau Helga Jónsdóttir og Arnór Hermannsson, Kristín Jóhannsdóttir, Ómar Garðarsson, Kári Bjarnason og Árni Johnsen. Þar sem Vinjettur XVI er ekki til í bókaverslunum selur höfundurinn bókina og áritar í kaffihúsinu Stofan - Bakhús Bárustíg 7 milli kl. 15.00 og 16.00 á fimmtudag, föstudag og laugar- dag. Ármann hefur helgað sig vinjettu- forminu og kemur ótrúlega miklu fyrir í stuttum og hnitmiðuðum texta. Í kaflanum Heimaey segir hann: „Úr fjarlægð grillir í kórónu, hulda silkislæðu, hún rís úr bláleitum sænum og ber höfuðið hátt til himins. Þegar nær dregur skerpist sýnin og tilkomumiklir klettadrang- ar koma í ljós skreyttir grasbölum upp á efstu brúnir. Í björgum er iðandi fuglalíf með lunda, súlum og mávum sem gefur þeim líf. Heimaey er líkust hjarta í lögun og slátturinn er hraður og dælir eldi í æðar. Á austanverðri eynni rís Eldfell, lágt eldfjall í rauðbrúnum litbrigðum sem brýst til lífsins eftir árþúsunda svefn og ryður hraun- breiðu í sjó fram og leggur hluta byggðarinnar í eyði ásamt því að stækka eyna stórlega. Hins vegar er grasi gróinn Herjólfsdalur að norð-vestanverðu, hann er líkastur opnum faðmi að lögun.“ Í kaflanum um Pál kvikmyndara, Pál Steingrímsson segir hann: „Stöku sinnum bregður fyrir í Elliðaárdal eldriborgara á níræðis- aldri, sportlega klæddum með derhúfu og myndavél sér við hönd. Hann gengur athugull, kvikur í hreyfingum um dalinn og les í náttúruna, ekki síst fuglalífið og spáir í form og liti. Það lítur út fyrir að maðurinn sé í fullu fjöri og augljóst mál að hann lifir fyrir starfið með ástríðu í blóðinu. Þegar betur er að gáð er hér á ferð Páll kvikmyndari sem framleitt hefur hátt í sjötíu heim- ildarmyndir um einstaka náttúru og fuglalíf í öllum heimsálfum auk mynda um líf og starf sérstakra persóna. Náttúrulífsmyndir öldungsins eru sýndar á þekktum sjónvarpsstöðvum víðsvegar um heim. Þær opna milljónum jarðarbúa sýn inn í töfraveröld sem þeir fengju ella ekki að kynnast í lífinu. Þannig miðlar Páll fegurð sköpunarverksins á mannbætandi hátt.“ Nýverið komu afkomendur eins hins merkasta sonar Eyjanna, Gísla J. Johnsen (1881-1965), færandi hendi í Safnahús með ýmiss konar persónuleg handrit og annað er tengist lífi og starfi athafnamanns- ins. Gísli var sæmdur nafnbótinni heiðursborgari Vestmannaeyja 1957. Meðal þess sem var afhent var fágæta ljósmyndasafn Gísla – lík- lega elsta safn mynda af Vest- mannaeyjum úr einkaeigu. „Við leyfum okkur að þjófstarta Safnahelginni með því að sýna valdar myndir úr safni Gísla á hefðbundnum Ljósmyndadegi Safnahúss á fimmtudeginum 3. nóvember kl. 13:30-15:30,“ segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss. „Í þessum myndum bregður fyrir leiftri frá upphafi 20. aldar, frá tíma þar sem vaxandi velmegun hefur för sína í átt að nútíma er við þekkjum berandi afgamlan tíma í fangi sér. Myndir úr safni Gísla sýna vel inn í þann horfna heim. Þá er einnig birt hér í blaðinu mynd sem tekin var við afhendingu gagna Gísla J. Johnsen og sést þar vel hversu mik- ið umfangið er. Það er gleðilegt að hafa fengið tækifæri til að sýna þessu mikla athafnaskáldi sóma og stórkostlegt að gögn hans varðveitist hér í húsi fyrir samtíð og framtíð. Hluti af þeirri auðlegð verður dregin fram á Ljósmyndadeginum,“ sagði Kári. Páll Kristinn Pálsson Árni Þórarinsson Ármann Reynisson Myndir úr safni Gísla sýna vel inn í horfinn heim.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.