Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2016, Qupperneq 14

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2016, Qupperneq 14
14 Eyjafréttir / Miðvikudagur 2. nóvember 2016 Hér að neðan er samantekt yfir þá Vestmannaeyinga sem hafa verið í framboði í Suðurkjördæmi síðustu fimm Alþingiskosningar. Flestir hafa verið fyrir hönd Vestmanna- eyja en nokkrir hafa verið fyrir önnur sveitafélög en fá að fylgja með. Þegar kosið var 10. maí 2003 voru eftirfarandi í framboði: Fyrir Framsóknarflokkinn var Eygló Harðardóttir í fjórða sæti og Lára Skæringsdóttir í fimmtánda sæti. Fyrir Frjálslyndaflokkinn var Hanna Birna Jóhannsdóttir í fjórða sæti og Sigurður Frans Þráinsson í níunda sæti. Fyrir Samfylkinguna var Lúðvík Bergvinsson í öðru sæti og Kristín Valtýsdóttir í fimmtánda sæti. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn var Guðjón Hjörleifsson í þriðja sæti og Ingibjörg Jónsdóttir í ellefta sæti. Fyrir Vinstri græna var Jóhanna Njálsdóttir í sjöunda sæti og Jón S. Traustason í sautjánda sæti. Kjörnir Alþingismenn voru Lúðvík Bergvinsson og Guðjón Hjörleifs- son. Þegar kosið var 12. maí 2007 voru eftirfarandi í framboði: Fyrir Samfylkinguna var Lúðvík Bergvinsson í öðru sæti og Guðrún Erlingsdóttir í fimmta sæti. Fyrir Framsóknarflokkinn var Eygló Harðardóttir í fjórða sæti og Lára Skæringsdóttir í fimmtánda sæti. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn var Árni Johnsen í öðru sæti, Guðjón Hjörleifsson í sjöunda sæti og Grímur Gíslason í áttunda sæti. Fyrir Vinstri græna var Jórunn Einarsdóttir í sjötta sæti og Aldís Gunnarsdóttir í fjórtánda sæti. Fyrir Frjálslyndaflokkinn var Hanna Birna Jóhannsdóttir í þriðja sæti, Anna Grétarsdóttir í sjöunda sæti, Matthildur Eiríksdóttir í fimmtánda sæti og Anna Kristín Sigurðardóttir í nítjánda sæti. Kjörnir Alþingismenn voru Lúðvík Bergvinsson og Árni Johnsen. Þegar kosið var 25. apríl 2009 voru eftirfarandi í framboði: Fyrir Framsóknarflokkinn var Eygló Harðardóttir í öðru sæti og Jónatan Guðni Jónsson í sautjánda sæti. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn var Árni Johnsen í öðru sæti, Íris Róberts- dóttir í fjórða sæti og Guðjón Hjörleifsson í sautjánda sæti. Ásmundur Friðriksson var í þriðja sæti listans en þá fyrir Garð. Fyrir Samfylkinguna var Guðrún Erlingsdóttir í fimmta sæti. Lúðvík Bergvinsson var í tuttugasta sæti listans en þá fyrir Reykjavík. Fyrir Vinstri græna var Ragnar Óskarsson í átjánda sæti. Jórunn Einarsdóttir var í þriðja sæti listans en þá fyrir Kópavog. Fyrir Frjálslynda flokkinn var Georg Eiður Arnarsson í öðru sæti, Anna Grétarsdóttir í fjórða sæti, Ólafur Ragnarsson í níunda sæti, Matthildur I. Eiríksdóttir í fimm- tánda sæti og Anna Kristín Sigurðardóttir í átjánda sæti. Kjörinn Alþingismaður var Ásmundur Friðriksson. Þegar kosið var 27. apríl 2013 voru eftirfarandi í framboði: Fyrir Bjarta framtíð var Jóhanna Ýr Jónsdóttir í fimmta sæti. Fyrir Framsóknarflokkinn var Jónatan Guðni Jónsson í áttunda sæti. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn var Geir Jón Þórisson í fimmta sæti, Trausti Hjaltason í áttunda sæti og Árni Johnsen í tuttugusta sæti. Ás- mundur Friðriksson var í þriðja sæti listans en þá fyrir Garð. Fyrir Hægri græna var Sigursveinn Þórðarson í fyrsta sæti, Björn Virgill Hartmannsson í sjötta sæti og Sigurður Gísli Þórarinsson í níunda sæti. Fyrir Flokk heimilanna var Guðrún Helga Bjarnadóttir í þriðja sæti og Örn Viðar Einarsson í sextánda sæti. Fyrir Pírata var Smári McCarthy í fyrsta sæti fyrir Reykjavík. Fyrir Vinstri græna var Jórunn Einarsdóttir í fimmta sæti og Jóhanna Njálsdóttir í þrettánda sæti. Kjörinn Alþingismaður var Ásmundur Friðriksson. Þegar kosið var 29. október 2016 voru eftirfarandi í framboði: Fyrir Framsóknarflokk var Lára Skæringsdóttir í áttunda sæti. Fyrir Sjálfstæðisflokk var Páll Magnússon í fyrsta sæti, Jarl Sigurgeirsson í tíunda sæti, Ragnheiður Perla Hjaltadóttir í sautjánda sæti, Sandra Ísleifsdóttir í nítjánda sæti og Geir Jón Þórisson í tuttugasta sæti. Ásmundur Friðriks- son var í þriðja sæti listans en þá fyrir Garð. Fyrir Flokk fólksins var Ólafur Ragnarsson í tíunda sæti. Fyrir Íslensku þjóðfylkinguna var Arna Dís Kristinsdóttir í þriðja sæti, Sif Gylfadóttir í sjöunda sæti, Guðjón Egilsson í níunda sæti og Sigríður Guðný Sædal í tíunda sæti. Fyrir Samfylkinguna var Arna Huld Sigurðardóttir í sjöunda sæti. Fyrir Dögun var Steinþór Ágústs- son í níunda sæti. Fyrir Vinstri græna var Helga Tryggvadóttir í fimmta sæti og Jónas Höskuldsson í sextánda sæti. Kjörnir Alþingismenn voru Páll Magnússon, Ásmundur Friðriksson og Smári McCarthy. :: Björg er þessa dagana að skrifa meistararitgerð í rekstrarverkfræði :: Saga Huld vinkona sagði að raunvísindadeildin væri málið Vestmannaeyingar og þing- mennska í gegnum árin Einar KriSTinn HELGaSon einarkristinn@eyjafrettir.is Björg Brynjarsdóttir, sem er þessa dagana að skrifa meist- araritgerð í rekstrarverkfræði við HR, segir hálfgerða tilviljun hafa ráðið því að hún fór þessa leið í námi sínu en áður hafði hún prófað grunnnám í viðskipa- fræði og ekki fundið sig þar. Björg, sem kláraði grunnnám í HÍ, segir námið þurrt til að byrja með en batni eftir því sem líður á. Að sama skapi segir hún ríkt félagslíf og skemmtilegan bekkjaranda hafa auðveldað sér langar andvökunætur í húsa- kynnum háskólans. Hvaða nám ertu búinn með og við hvaða skóla? Ég er með BSc í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og er þessa stundina að skrifa meistararitgerð- ina mína í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Afhverju ákvaðstu að fara í þetta nám? Hefur þú alltaf stefnt að því? Það var í raun bara skyndiákvörðun og alls ekki eitthvað sem ég hafði alltaf stefnt að. Ég var búin með eina önn í viðskiptafræði í HÍ og fannst það ekki vera fyrir mig. Var að velta því fyrir mér að skipta yfir í hagfræði en Sögu Huld vinkonu fannst það ekki nógu töff og sagði að raunvísindadeildin væri málið. Ég endaði á að hlusta á hana og fara í iðnaðarverkfræði sem ég hafði aldrei heyrt um áður og vissi í raun ekkert hvað ég var að fara út í. Í dag er ég þó sannfærð um að þetta hafi verið rétt ákvörðun sem Saga Huld tók (nánast) fyrir mig. Hvernig líkaði þér skólann/ skólana og námið almennt? Mér líkar vel við báða skólana og námið varð áhugaverðara eftir því sem leið á. BSc námið var mjög þurrt fyrstu tvö árin, eins og oftast, vinnuálagið var mikið og VR-II (verkfræðibyggingin) var mitt annað heimili á meðan ég var í HÍ. Ég viðurkenni alveg að ég bölvaði mér (og Sögu) oft fyrir að hafa valið þetta nám. Þessi mikla viðvera myndaði þó skemmtilega bekkjar- stemningu og félagsskapurinn gerði andvökunæturnar auðveldari, nemendafélagð stóð sig frábærlega og félagslífið var gott. Ég ákvað að skipta yfir í HR þegar ég fór í meistaranámið þar sem HR bauð upp á betra úrval af fram- haldsáföngum innan míns áhuga- sviðs. Nemendurnir eru mun færri í framhaldsnáminu, hvort heldur sem er í HR eða HÍ, svo maður nær mun betri tengingu við kennarana sem skiptir miklu máli. HR hefur einnig þann kost að vera í góðu samstarfi við atvinnulífið og mér bauðst að fara í starfsnám hjá Marel sem var mjög góð reynsla. Heilt á litið líkar mér mjög vel við báða skólana og ég hvet alla, sem hafa áhuga á, að fara í verkfræði, hún gefur manni endalausa möguleika að námi loknu! Ertu komin með vinnu sem hæfir þinni menntun? Ég er með nokkur járn í eldinum sem tengjast minni menntun en ekkert sem er ,,klappað og klárt”. Áttu þér draumstarf? Já, ég hef áhuga á að vinna sem ráðgjafi við rekstrar og skipulags- mál í fyrirtækjum, akademían heillar mig líka, væri til í að starfa við rannsóknir samhliða rekstrar- ráðgjöf. Á endanum langar mig svo til að stofna eiginn rekstur, þegar ég dett niður á réttu hugmyndina. Hvernig sérðu framtíðna fyrir þér? búa í Eyjum eða einhver- staðar annars staðar? Mér finnst ólíklegt að ég muni flytja til Eyja, mér líkar vel við mig í Reykjavík og sé fyrir mér meiri möguleika þar en í Eyjum með mína menntun. Einar KriSTinn HELGaSon einarkristinn@eyjafrettir.is Björg Brynjarsdóttir Ásmundur, Lára, Smári, Geir Jón og Páll skipuðu öll sæti á framboðslistum í kostningunum á laugardaginn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.