Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2016, Side 15

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2016, Side 15
15Eyjafréttir / Miðvikudagur 2. nóvember 2016 Íþróttir u m S j Ó n : Einar KriSTinn HELGaSon einarkristinn@eyjafrettir.is Handbolti | Olís-deild karla :: Selfoss 38:32 ÍBV :: Fyrrverandi leikmenn Eyja- manna skoruðu 21 mark Handbolti | Olís-deild kvenna :: Fram 20:17 ÍBV :: Illa nýtt færi, skref, tvígríp auk margra tapaðra bolta Ester Óskarsdóttir í baráttu um boltann í leiknum gegn Selfossi fyrr í haust. Brynjar Karl Óskarsson og Theódór Sigurbjörnsson fá óblíðar móttökur í leiknum gegn Val fyrr á tímabilinu. Eyjamennirnir Dagur Arnarsson og Elliði Snær Viðarsson voru valdir í æfingahóp hjá U-21 landsliðsins í handbolta á dögunum. Æfingarnar, sem hófust nú á mánudag og verða út vikuna, eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir HM í Serbíu í janúar. Auk Dags og Elliða eru þeir Nökkvi Dan Elliðason og Hákon Daði Styrmisson í hópnum en sá fyrrnefndi spilar með Gróttu og sá síðarnefndi með Haukum. U-21 landsliðið Eyjamenn áttu harma að hefna þegar þeir mættu Selfyssingum á útivelli í Olís-deildinni síðastliðinn fimmtudag. Liðin mættust í bikarkeppninni á sunnudeginum og þar hafði Selfoss betur eftir framlengdan leik. Fyrrum leik- maður ÍBV, Einar Sverrisson, reið á vaðið og skoraði fyrsta mark leiksins. Agnar Smári var ekki lengi að svara og jafna leikinn með góðu skoti utan af velli. Nokkuð jafnræði var með liðunum fyrri part hálfleiksins og voru Eyjamenn með forystuna lengi vel. Selfyssingar komust yfir á 17. mínútu, staðan þá 12:11, og sóttu í sig veðrið eftir það. Þegar flautað var til hálfleiks voru heimamenn komnir með fimm marka forystu, 20:15. Selfoss hélt uppteknum hætti þegar flautað var til leiks á ný og áður en langt um leið voru níu mörk sem skildu liðin að. Theodór Sigurbjörnsson tók þá til óspilltra málanna og sneri taflinu við með hverju markinu á fætur öðru. Þegar fimm mínútur lifðu leiks var staðan orðin 32:32 og ótrúlegur viðsnúningur að baki. Svo virðist sem mikið púður hafi farið í að jafna leikinn þar sem Selfyssingar skoruðu sex síðustu mörk leiksins og unnu þar með sannfærandi sigur 38:32. Fyrrverandi leikmenn ÍBV reyndust liðinu erfiðir í leiknum en línumaðurinn Guðni Ingvarsson skoraði þrettán mörk í leiknum og Einar Sverrisson átta. Markahæstur í liði ÍBV var Theodór með þrettán mörk, eftir honum var Grétar Eyþórsson með sex og svo Dagur Arnarsson með fimm. Andri Ísak Sigfússon varði níu mörk og Kolbeinn Arnarsson fjögur. Eftir umferðina er ÍBV í sjötta sæti deildarinnar með níu stig. ÍBV mætti Fram á útivelli á laugardaginn í sjöundu umferð Olís-deildarinnar. Fram var með nokkra yfirburði í fyrri hálfleik og var fimm mörkum yfir þegar flautan gall. ÍBV liðið gafst ekki upp þrátt fyrir að eiga á brattann að sækja gegn toppliði Fram og minnkaði muninn í eitt mark undir lokin. Nær komust þær ekki og Fram því enn taplausar eftir sjö umferðir Fyrst um sinn var leikurinn jafn en í stöðunni 5:5 sigldu heimamenn fram úr ÍBV. Þóra Guðný Arnars- dóttir fékk þá tveggja mínútna brottvísun og nýtti Fram sér það. Fram jók forskot sitt hægt og bítandi og áttu Eyjakonur engin svör, staðan 11:6 í hálfleik. Munurinn hefði getað verið meiri en Erla Rós Sigmarsdóttir kom í veg fyrir það þegar hún varði tvö vítaköst á jafn mörgum mínútum. Sóknarleikur ÍBV var slakur í fyrri hálfleik, skot sem geiguðu, skref, tvígríp auk margra tapaðra bolta. Eins og fyrr segir gerði ÍBV liðið áhlaup í síðari hálfleik og lenti Fram í stökustu vandræðum á köflum. Á 52. mínútu var staðan 16:15 fyrir Fram og töluverð spenna komin í leikinn. Heimamenn úr Safamýrinni reyndust sterkari á lokasprettinum og kláruðu leikinn með þriggja marka mun, 20:17. Hetjuleg barátta Eyjakvenna nægði því miður ekki til að skáka öflugu liði Fram. Markahæst í liði ÍBV var Ester Óskarsdóttir með átta mörk. Erla Rós Sigmarsdóttir var með sextán skot varin í markinu. Eftir umferð- ina er ÍBV í fimmta sæti deildar- innar með sex stig. Framundan Laugardagurinn 5. nóvember Kl. 15:00 Grótta - ÍBV Olís-deild kvenna Laugardagurinn 5. nóvember Kl. 14:00 ÍBV2 - Mílan Coca Cola bikar karla Sunnudagurinn 6. nóvember Kl. 16:00 Víkingur - ÍBV Coca Cola bikar kvenna Fimmtudagurinn 10.nóvember Kl. 18:00 Haukar - ÍBV Olísdeild karla Laugardaginn 12.nóvember Kl. 13:30 ÍBV - Valur Olísdeild kvenna Fram 7 6 1 0 167 13 Stjarnan 7 5 1 1 193 11 Haukar 7 5 0 2 167 10 Valur 7 4 0 3 172 8 ÍBV 7 3 0 4 189 6 Selfoss 7 2 0 5 182 4 Fylkir 7 1 0 6 133 2 Grótta 7 1 0 6 162 2 Olísdeild kvenna Afturelding 9 8 0 1 251 16 Selfoss 9 5 0 4 282 10 FH 9 4 2 3 249 10 Valur 9 5 0 4 228 10 Fram 9 4 1 4 262 9 ÍBV 9 4 1 4 256 9 Haukar 9 4 0 5 270 8 Stjarnan 9 3 2 4 217 8 Grótta 9 3 1 5 227 7 Akureyri 9 1 1 7 223 3 Olísdeild karla Dagur Arnarsson Elliði Snær Viðarsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.